Leita í fréttum mbl.is

Það vita allir hvernig þetta IceSave mál fer!

Eftir "langar og strangar" umræður og  "Skoðun" á Alþingi verður ríkisábyrgð samþykkt. EN þó verður hún skilyrt. Þannig að tryggt sé að þær greiðslur sem kunna að falla á ríkissjóð feli ekki í sér meiri greiðslubirgði en kannski 1% af landsframleiðslu á ári. Með því er tryggt að fari greiðslubirgði yfir þetta, þá reyni á endurskoðunarákvæði samningsins. Eins verður farið í það strax í ESB aðildarviðræðum að kanna hvaða aðstoð við getum fengið hjá Seðlabanka Evrópu þegar við erum komin þangað inn.´

Því held ég að fólk ætti að njóta sumarsins og leyfa alþingismönnum að vinna vinnuna sína án þess að þeir þurfi sífellt að þvælast með allt í fréttir í formi upphrópana og yfirlýsinga um hluti sem skipta litlu sem engu máli.


mbl.is Þingmenn fái að sjá öll Icesave gögn - líka þau hálfkláruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Loksins eitthvað af viti um málið, ótrúleg móðursýkin í liðinu.

Helgi Jóhann Hauksson, 8.7.2009 kl. 14:04

2 identicon

"EN þó verður hún skilyrt. Þannig að tryggt sé að þær greiðslur sem kunna að falla á ríkissjóð feli ekki í sér meiri greiðslubirgði en kannski 1% af landsframleiðslu á ári"

Eins og samningurinn lítur út núna er ekkert ákvæði sem tryggir slíkt og raunar er það nokkuð öruggt að greiðslurnar verða miklu hærri (miðað við mat skilanefndar og líklega áfallna vexti verður fyrsta greiðsla um 75 milljarðar eða um 5% af VLF). Ef Alþingi samþykkir skilyrta ríkisábyrgð er það ígildi þess að fella samninginn.

Raunar held ég að flestur gætu sætt sig við að greiða þetta með 1% greiðsluþaki en þá þarf að semja um það við Breta og Hollendinga.

Við fengjum sömu aðstoð frá Seðlabanka Evrópu og Lettar, Ungverjar og Pólverjar, þ.e litla sem enga.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 20:22

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ertu skyggn?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 9.7.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband