Leita í fréttum mbl.is

Bíddu eru þeir að hugsa þetta rétt!

Mér finnst þetta dálítið furðuleg túlkun en gæti hugsanlega gengið! En það sem mér finnst vanta í þetta hjá þessum ágætu lögfræðingum er eftirfarandi.

  • Það er ekki verið að greiða innistæðueigendum neitt úr þrotabúi Landsbankans. Bretar og Hollendingar eru þegar búnir að því! Getum við eftir á komið með svona lögskýringu að þeir þurfi að fylgja Íslenskum gjaldþrotalögum og eigi því ekki forgangskröfur í búið
  • Þetta er því samningur um að innistæðusjóður greiði Bretum og Hollendingum hlut af því sem þeir eru þegar búnir að leggja út fyrir.
  • Bankarnir fóru aldrei formlega í þrot og því gætu Hollendingar og Bretar hengt sig í það. Sbr. að  Kaupþing og Íslandsbanki eru teknir yfir af kröfuhöfum.
  • Var ekki líka talað um það að Hollendingar og Bretar ætluðu að falla frá málshöfðun gegn Gömlubönkunum í kjölfar samningsins.

En hvað veit ég! Nú eru þessi IceSave samningar búnir að liggja fyrir í margar vikur og frá því október s.l. hefur legið fyrir að það þurfi að semja. Af hverju hafa allir þessir snillingar sem eru að koma fram núna ekki tjáð sig fyrr um hvað gæta þurfi að í samningu um þetta mál. Af hverju þurfa allir þessir snillingar að bíða fram á síðustu stundu.

Og hvaða leiðir eða líkur eru á því að taka megi upp þennan samning. Og er hægt að skilyrða ríkisábyrgð þannig að hún taki á þessu atrið frekar en að samþykkja samningin ekki og lenda í deilum áfram við Breta og Hollendinga! 


mbl.is „Menn sömdu af sér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband