Þriðjudagur, 21. júlí 2009
Eru þetta boðleg rök hjá prófessor?
Jón Daníelsson segir í grein sinni:
Úttektir á efnahagslegum afleiðingum
Allir útreikningar sem ég hef séð á afleiðingum Icesave-samningsins eru gallaðir. Nokkurs konar Excel-hagfræði er notuð þar sem forsendur eru settar fram í Excel-skjölum og greiðslugeta áætluð.
Í Excel-hagfræðinni er oft miðað við hagkerfið eins og það var árið 2007. Síðan þá hafa umfangmiklar atvinnugreinar, s.s. bankastarfsemi, að mestu horfið. Jafnframt endurspegla þessir útreikningar mikið óraunsæi varðandi gengisþróun og verðmætasköpun, sem setja verulegt strik í reikninginn en er skautað harla hratt fram hjá. Þessir útreikningar taka heldur ekki mið af því hvernig skattbreytingar hafa áhrif á hegðun einstaklinga og fyrirtækja, en þær hafa áhrif á stöðu ríkissjóðs, sem hefur frekari áhrif á skatta. Slíka ferla þarf að greina í útreikningum, en það hefur ekki verið gert.
Icesave-útreikningana verður að nálgast á annan hátt, það þarf að taka tillit til mun fleiri þátta en gert hefur verið, ekki síst hinna þjóðhagslegu, og beita þannig því sem kallast í hagfræðinni almenn jafnvægisgreining.
Þetta ætti að blasa við hverjum manni, en hefur í asanum og ofurkappinu orðið útundan
Er það boðlegt að birta grein sem gagnrýnir útreikninga þeirra sérfræðinga sem við höfum til að reikna út afleiðingar Icesave og segja t.d. Allir útreikningar sem ég hef séð á afleiðingum Icesave-samningsins eru gallaðir. Nokkurs konar Excel-hagfræði er notuð þar sem forsendur eru settar fram í Excel-skjölum og greiðslugeta áætluð" Hefð haldið að Jón geri sér grein fyrir því að hér grasserar hysteria af háu stig og ef hann vill gagnrýna útreikninga þá verður hann að setja fram sína eigin sem styðja mál hans. Annars er hann bara að fullyrða eitthvað sem er jafn marktækt og að ég væri að fullyrða eitthvað um þetta mál.
Og eins þetta:
Okkur er sagt að frestun eða höfnun á þeim samningi sem nú er á borðinu muni valda miklu tjóni fyrir Ísland. Þetta tjón hefur þó hvergi verið skilgreint. Ýjað er að því að Íslandi verði vísað úr EES, Evrópusambandsumsóknin verði fyrir truflun, eignir ríkisins gerðar upptækar eða að AÞG-samningurinn og tengd lán verði sett í uppnám.
Allt er þetta afar ósennilegt. Aðstæður eru með allt öðrum hætti nú en í haust, þegar menn óttuðust að Ísland kynni að vera sú þúfa er velti hlassi fjármálakerfis Evrópu.
Á hverju byggir hann þessa skoðun sína. Finnst nú heldur betur ódýr skýring hans sem hann bendir á:
Meðal Breta og Hollendinga ríkir ekki reiði eða refsigleði í garð Íslendinga, fremur samúð, sanngirni og hjálpfýsi. Íslenskir bankar, eftirlitsaðilar og stjórnvöld eru að sönnu ekki hátt skrifuð meðal þeirra, en fyrirlitningin á þarlendum bankamönnum og yfirvöldum er engu minni.
Til að byrja með þá væri það mjög skrýtið ef að þessar þjóðir sem voru að semja við okkur fyrir 2 mánuðum og tala sjálf um að hafa tekið tillit til aðstæðna hér hjá okkur væru allt í einu í miklu betra skapi og væru til í aðra samninga. Og eins þá held ég að þarna séu sömu stjórnvöld enn við völd. Þó að hinn almenni Breti sé ekki reiður út í okkur þá eru það engin rök.
Það sem maður krefst þegar menn eru að skrifa um mistök annarra er að þeir bendi þá villurnar og sýni fram á aðrar niðurstöður með útreikningum og gögnum
Er ríkisstjórnin að gera samskonar mistök og útrásarvíkingarnir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Íþróttir
- Veit ekki einu sinni hvað gerðist
- Magnað afrek Ítalíu á HM
- Towns atkvæðamestur í borgarslagnum
- Eitt besta lið mótsins
- Hélt að ég myndi aldrei gefa þessa einkunn
- Landsliðstreyjurnar til sölu í Zagreb
- Nenntu ekki að spila á móti okkur
- Verður dýrasta knattspyrnukona heims
- Amorim braut sjónvarpsskjá
- Markvörður grípur Dota-boltann
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Ég er sammála þér hér. Og greinin þín um Kópavog var í meira lagi góð. Ég er Kópavogsbúi og tek undir með þér. Og þetta blað um Gunnar var algjör skandall. Ég mun geyma það til að sýna nemendum mínum í fjölmiðlun hvernig ástandið er hér á landi. Var það ekki annars örugglega þú sem skrifaðir greinina í Moggann?
Margrét Sigurðardóttir, 21.7.2009 kl. 09:53
Hann færir fram rök. Sumir eru bara rökheldir. Sjá ekki rökin. Dæmi, Jón bendir á að í forsendum Seðlabanka sé: "miðað við hagkerfið eins og það var árið 2007. Síðan þá hafa umfangmiklar atvinnugreinar, s.s. bankastarfsemi, að mestu horfið."
Eru þetta ekki rök?
Doddi D (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 10:01
Jú það passar. Ég skrifaði greinina. Ég henti blaðinu reyndar strax eftir lestur. En hefði betur geymt það. Og eins eintak af sama blaði þar sem var sagt frá einhverris innanfélags skemmtun hjá Sjálfstæðisfélaginu í Kópavogi þar sem á myndum sem fylgdu voru ekkert nema verktakar og fjárfestar og svo Gunnar í Krossinum. Það sýndi best hvaða öfl voru í raun að stýra Kópavogi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 21.7.2009 kl. 10:03
Doddi hann hefði þá átt að segja hvað það er sem ekki á að miða við árið 2007. Það er nokkuð ljóst að allir sem eru að meta þróun í heiminum næstu ár miða við að ástandið komi til með að ganga til baka að einhverju leyti.
Magnús Helgi Björgvinsson, 21.7.2009 kl. 10:05
"Það er nokkuð ljóst að allir sem eru að meta þróun í heiminum næstu ár miða við að ástandið komi til með að ganga til baka að einhverju leyti."
Þetta er afneitun. Ástandið í heiminum mun ekki ganga til baka. Ástandið á hlutabréfamörkuðum núna er kallað "Bear Trap". Bankar heimsins hafa farið með slíku offari að búa til peninga (með tilheyrandi bólum) að nú er svo komið að hagkerfi heimins ber ekki þetta fjármagn. Ég mæli með því að fólk almennt fari að kynna sér starfshætti bankakerfis heimsins og hvernig það arðrænir almenning alsstaðar. Tengillinn fyrir neðan sýnir hversu skelfileg staðan er í rauninni. Síðasta útskýringarmyndin er öllu skelfilegust því hún sýnir hversu máttlausar "björgunaraðgerðir" stjórnvalda eru. Jafn fáránlegt og að ætla að ýta bíl af stað með jarðarberi. Rót vandans alls staðar í heiminum er skipulag bankakerfisins. Þeim er veitt leyfi til þess að búa til (úr engu) yfir 90% af öllum peningum hagkerfa, og stendur þar með á bak við 90% af allri verðbólgu.
http://www.guardian.co.uk/business/dan-roberts-on-business-blog/interactive/2009/jan/29/financial-pyramid
Egill (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 12:17
Egill þetta er frétt af mbl.is í dag:
Magnús Helgi Björgvinsson, 21.7.2009 kl. 12:59
Þessi frétt er bara vísbending um að Bjarnargildran er að festa sig í sessi. Með haustinu fara slæmar fréttir að berast aftur. Til dæmis er CIT bankinn í USA sagður vera að fara á hausinn. Þetta er lítt þekktur banki en hann er samt þriðji stærsti fjármögnunaraðili lestarvagna í Bandaríkjunum og flugvéla í heiminum, auk þess að fjármagna um MILLJÓN smærri fyrirtæki, þar með talda 300.000 smásala. Ef þú ert búinn að skoða linkinn frá fyrri færslu þá sérðu að pýramídinn sem bankarnir eru búnir að búa til er einskonar keila sem er í lagi á meðan hún snýst(peningar fljóta um hagkerfin). En þú veist líka að þegar skopparakringla hættir að snúast...fer hún ekki á hliðina?
Allir sem komnir eru yfir fermingaraldur eiga að vita að ekki er allt sem birtist í blöðunum rétt. Sérstaklega ekki þegar helstu fjölmiðlum heims er stjórnað af banka auðvaldinu.
Egill (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 13:19
Þessi frétt er af www.pressan.is
Magnús Helgi Björgvinsson, 21.7.2009 kl. 14:08
Með því að stækka leturstærðina á fyrirsögnum gerir þú innihaldið ekkert "réttara". Gott og vel, kannski hef ég rangt fyrir mér og nú sé allt að verða betra og næsta uppsveilfa fer að byrja. En hversu stór verður þá skellurinn næst, því þegar ekki er tekið á vandamálinu verður það bara enn stærra næst. Eftir stendur að stjórnvöldum á Vesturlöndum mistókst að nýta tækifærið til þess að gera grundvallarbreytingar sem nauðsynlegar eru til þess að skapa raunverulegan jöfnuð í samfélögunum (og þá er ég ekki að tala um sósialisma). Í miðri næstu uppsveiflu munum við heyra gamalkunnar spurningar eins og "Hvert fer góðærið?". En henni er auðsvarað, góðærið fer til þeirra sem það hefur alltaf farið til: Bankamanna og þeirra fyrirtækja sem eru þeim þóknanlegir.
Egill (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 14:42
Sorry ég stækkaði þetta ekki. Það er auðsjáanlega annað format á síðunni sem ég corperaði þetta af. Annað heder kerfi.
Annars er ég sammála þér að ef við pössum okkur ekki þá fer aftur svona hjá okkur. Ég hef bent á það áður. Bent á allar bólur sem gengið hafa yfir Íslanda síðan að menn fóru að opna videóleigur í öðrum hverju bílskúr. Og pizzaveldin og svo framvegis.
Magnús Helgi Björgvinsson, 21.7.2009 kl. 14:55
MHB : Doddi hann hefði þá átt að segja hvað það er sem ekki á að miða við árið 2007. Það er nokkuð ljóst að allir sem eru að meta þróun í heiminum næstu ár miða við að ástandið komi til með að ganga til baka að einhverju leyti.
Persónulega myndi ég telja það frekar augljóst, það sem hann er að benda á þarna er að þessir útreikningar eru að nota rangar forsendur, sem segir frekar augljóslega að útkoma stenst ekki.
Er hagkerfið eins og það var 2007?
Hvað ef þeir hefðu notað hagkerfið sem var 1990 eða 1850 til að reikna þetta út?
Er möguleiki að hann hafi rétt fyrir sér og þetta sé ekki raunhæfur reikningur, getur verið að þeir sem hafi reiknað þetta út hafi gert það viljandi til að fá þá útkomu sem þeir vilja? Það er í raun ekkert mál að fá í raun hvaða útkomu sem er út úr svona reikningum ef þú gefur þér "réttar" forsendur til þess.
Þú heimtar rök frá þessum manni, persónulega myndi ég vilja fá rök frá þessu fólki sem bjó til skýrsluna afhverju þau geta gefið sér að nota þær forsendur sem eru notaðar t.d. hagkerfið eins og það var 2007.
p.s. ekki sami Doddi og skrifaði fyrri færslu.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 21.7.2009 kl. 16:03
Þegar menn deila á útreikninga þeirra sem við höfum ráðið til að gera fyrir okkur framtíðarspá landið og þjóðina. Menn sem hafa til þess aðgang að öllum gögnum þá verða þeir að skýra málið betur. Ég gæti komið með fullyrðingar um að allir veðurfræðingar hér hafi rangar forsendur í sínum útreikningum og hér verði landauðn í sepember vegn hita! Þetta gæti hrætt marga og skapað hér óþarfa vantrú á veðurfræðingum veðurstofunar. En mér finnst að ég þyrfti að sýna mína útreikninga á þessu ef að þetta mál skipti alla þjóðina máli.
Minni á að margar stærðir væntanlega í svona spám eru alþjóðlegar. Unnar úr gögnum sem eru sameiginlegar öllum löndum. Þetta eru eðlilega ótryggar spár þegar verið er að spá stöðu hér sem verður eftir 8 til 10 ár. Og þar gildir að staðan getur verð betri og hún getur verið verri en spáð er. Það er almennt ekki tíðkað að spá svo langt fram í tíman. T.d. 1995 voru örugglega engar spár sem spáðu þessari stöðu sem er í dag. En mðað við stöðuna sem við vorum í 1970 og hvernig mál þróuðust eftir það og svo aftur 1990 og hvernig mál þróuðust eftir það þá eru líkur á því hér verði komin uppsveifla árið 2016. Enda verðum við sennilega komin inn í ESB og jafnvel með nýjan gjaldmiðil.
Magnús Helgi Björgvinsson, 21.7.2009 kl. 16:44
Magnús þegar þroskaþjálfi fer í að deila á fræðimann við enn virtasta hagfræðiskóla í Evrópu, er æskilegt að til staðar sé talsvert mikil þekking á hagfræði. Mér finnst þú vera afar spar á þá þekkingu hér. Ef þér finnst þú þurfa að skrifa bara eitthvað vegna þess að þessi ,, vondi" Jón ræðst á ríkisstjórnina þína. Þá færðu eina stjörnu í kladdann. Ef þú ætlaðir þér í rökræður um skrif Jóns, þarftu að æfa þig meira.
Næst hlýtur þú að tæta skrif Ragnars Hall í þig. Hann hlýtur sjálfsagt að vera boðberi einhverra stjórnmalaafla að þínu áliti.
Sigurður Þorsteinsson, 21.7.2009 kl. 20:06
Sigurður ég er ekkert að deila á að hann viðri sínar skoðanir heldur vill ég fyrst hann er að skrifa grein um þetta í dagblað þar sem hann segir að sérfræðingar Seðlabanka ástundi einhverja exel hagfræði og gefi sér vitlausar forsendur í útreikningum þá segi hann meira en að í þessum útreikningum sé miðað við 2007. Hann er að tala um þetta í sambandi við IceSave og ég vill þá fá einhver frekar rök.
Og varðandi Ragnar Hall og Eirík Tómassson þá bendi ég á þessa grein úr Mogganum í dag eftir Ástráð og Ásu hæstaréttarlögmenn
„ÞEIR Ragnar H. Hall lögmaður og Eiríkur Tómasson lagaprófessor hafa á opinberum vettvangi haldið því fram að skuldbindingar vegna innstæðutrygginganna í Icesave-málinu hafi verið rangt reiknaðar. Takmarkaður rökstuðningur hefur fylgt fullyrðingum þeirra en þó verður helst skilið að þeir telji að réttur lagaskilningur leiði til þess að krafa ábyrgðarsjóðs innstæðutrygginga eigi að njóta einhvers konar aukins forgangs fram yfir aðrar forgangskröfur við úthlutun úr þrotabúi Landsbanka. Í því sambandi er vísað til þeirra reglna sem beitt hafi verið við úthlutun til Ábyrgðasjóðs launa eftir að hann hefur leyst til sín hluta af forgangskröfu launamanns.
Þessi skilningur á gildandi framkvæmd um úthlutun til Ábyrgðasjóðs launa er okkur framandi. Þó höfum við bæði fengist mikið við gjaldþrotarétt, bæði sem skiptastjórar og sem kennarar í fullnusturéttarfari. Þvert á móti teljum við að gildandi framkvæmd sé eindregið þannig að Ábyrgðarsjóður launa eignist einungis hliðsetta stöðu við launamanninn sem hann keypti hluta kröfu af þegar kemur að úthlutun úr þrotabúi en alls ekki neina frekari forgangsstöðu. Þetta teljum við að hafi verið óumdeild framkvæmd við gjaldþrotaskipti hérlendis um árabil. Á þetta hefur þó ekki reynt fyrir dómstólum svo okkur sé kunnugt.
Rétt er að taka fram að neyðarlögin svokölluðu koma þessu máli ekki við að öðru leyti en því að þau áskildu að innstæður skyldu taldar meðal forgangskrafna. Í 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. eru innstæður ekki taldar upp meðal þeirra krafna sem njóta forgangs við gjaldþrotaskipti. Forgangur innstæðna helgast hins vegar af ákvæðum neyðarlaganna og síðar laga nr. 44/2009 um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki. Í þeim er tekið fram að við slitameðferð fjármálafyrirtækis skuli: „kröfur um innstæður samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta jafnframt teljast til krafna sem njóta rétthæðar skv. 1. og 2. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.“ Í 115. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. er tekið fram að „[v]ið framsal eða önnur aðilaskipti að kröfu fylgja réttindi á hendur þrotabúi skv. 109.-114. gr.“ Í þessu felst árétting á þeirri almennu reglu sem ævinlega hefur verið talin gilda að gjaldþrotaskiptarétti og raunar hvarvetna í kröfurétti einnig, að framsalshafi kröfu eignist þann rétt sem framseljandi átti en ekki betri rétt eins og Ragnar og Eiríkur virðast álíta. Í 3. mgr. 10. gr. laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta segir: „Komi til greiðslu úr sjóðnum yfirtekur hann kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi. Krafa sjóðsins nýtur rétthæðar í samræmi við 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl....“ Tryggingasjóðurinn yfirtekur því hluta kröfu innstæðueiganda, að því marki sem sjóðurinn hefur greitt innstæðueiganda innstæðu sína. Þá verður í raun um að ræða tvær kröfur sem lýst verður í bú fjármálafyrirtækis vegna einnar innstæðu: kröfu Tryggingarsjóðs annars vegar og kröfu innstæðueiganda vegna þeirrar fjárhæðar, sem hann hefur ekki fengið bætta, hins vegar.
Það er því ljóst ef ákvæði laganna eru lesin að allar kröfur um innstæður samkvæmt lögum um innstæðutryggingar teljast forgangskröfur á grundvelli 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Ekki verður séð að neins staðar í þessum eða öðrum lagaákvæðum sé mælt fyrir um mismunandi rétthæðar þeirra eftir því hver kröfuhafinn er. Í 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. segir: „Næstar kröfum skv. 109.-111. gr. ganga að réttri tiltölu við fjárhæð hverrar kröfu:“ Er því síðan lýst hvaða kröfur eigi þar undir. Ekki er gerður neinn greinarmunur á tegund krafna innbyrðis, eins og er t.d. gert í 110. gr. laganna. Þá er hvorki í lögum um innstæðutryggingar að finna ákvæði sem kveður á um að kröfur Tryggingasjóðsins skuli vera rétthærri en aðrar forgangskröfur, né heldur er fjallað um það í lögum um fjármálafyrirtæki. Þau lagaákvæði, sem veita Tryggingasjóðnum og almennum innstæðuhöfum forgangsrétt við úthlutun, vísa einungis til 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Þar er ekki gert ráð fyrir innbyrðis forgangi þessara krafna heldur þvert á móti tekið fram að greiðast skuli upp í kröfurnar samkvæmt tiltölu.
Til að unnt væri að líta svo á að sumar forgangskröfur gengju framar öðrum þyrfti að vera til þess lagastoð eða sérstaklega um það samið milli upphaflegs forgangskröfuhafa og þess sem eignast hluta kröfu hans að sá síðarnefndi skuli njóta forgangs við úthlutunina."
Magnús Helgi Björgvinsson, 21.7.2009 kl. 22:33
RITSKODUN RITSKODUNN Á MOGGABLOGGINU 11.,,
Arnar Guðmundsson, 22.7.2009 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.