Leita í fréttum mbl.is

Afhverju er allur efi alltaf túlkaður tryggingarfélögum í hag?

Til hvers er fólk að borga líftryggingar um ára eða áratugaskeið ef að tryggingarfélög geta svo bara allt í einu við fráfall tryggingartakans neitað að borga?  Miðað við ásókn þeirra að selja fólki þessar trygginar þá ætti þeim að vera í löfalagið að fá réttar upplýsingar í upphafi. Eins og blóðrannsókn og vottorð frá læknum. Ekki að vera að láta fólk sem er að reyna að vernda fjölskyldur sínar halda að allt sé í lagi

Frétt af mbl.is

  Tryggingafélag sýknað af kröfu um greiðslu líftryggingar
Innlent | mbl.is | 18.12.2006 | 11:44
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu um að tryggingafélag greiði líftryggingu, sem karlmaður keypti árið 1995 en maðurinn varð bráðkvaddur á síðasta ári. Dómurinn segir að engum vafa sé undirorpið, að maðurinn hafi ekki gefið réttar upplýsingar um heilsufar sitt þegar hann keypti trygginguna.


mbl.is Tryggingafélag sýknað af kröfu um greiðslu líftryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnús maðurinn (blessuð sé minning hans) sagði ekki rétt frá er hann sótti um, basta lög eru lög og það er ekki hægt að ætlast til þess að menn taki einhverjar ákvarðanir í svona málum byggða á tilfinningum, þannig bara er það. Ef þú keyrir fullur á annan bíl og veldur skaða á öðrum einstaklingi á tryggingafélagið endurkröfurétt á þig, það fer ekkert að sleppa því útaf því að þú ert fínn gæi sem gerðir þetta óvart. Lögin eru til að vernda okkur borgarana og líka fyrirtækin þannig bara er það. Menn eiga alltaf að segja sannleikann sama hvað, það sagði Kant

ehud (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 17:17

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Reyndar eru þetta held ég reglur tryggingarfélagins en ekki lög. Ég veit að það á ekki að ljúga til um ástand sitt. En ég hélt að maður þyrfti að skila inn nákvæmu læknisvottorði. En hér fyrir svona 10-15 árum voru sölumenn trygginga á hverju strái og seldu líftryggingar hægri og vinstri og skv. minni reynslu voru þeir lítið að segja manni frá reglum og smáaletrinu. Ég keypti reyndar ekki líftryggingu en ég keypt heimilistryggingu sem skv. sölumanni átti nánast að dekka allt. Ég hef 2x látið reyna á hana út af smáatriðum sem ég hélt að ég ætti rétt á að fá bætt og ekki gengið í hvorugt skiptið.

Ég er því á því að það sé ansi hart að láta menn borga áfram af tryggingum þó að tryggingarfélagið sé upplýst um að það komi aldrei til með að borga nokkuð komi til með að reyna á trygginguna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.12.2006 kl. 22:28

3 identicon

það að borga iðngjöld táknar ekki að menn eigi inni hjá félögunum en ég er sammála þér að smáaletrið er siðlaust " " eða pirrandi. það eiga td allir að hrezza upp á trygginguna með því að kaupa auka tryggingar varðandi flóð innan og utan veggja heimilisins.

þetta eru ekki uppáhalds fyrirtækin mín belive me en þau vinna eftir ströngum reglum sem við verðum að kynna okkur vel áður en við skrifum undir hjá þeim

þau tóku mig einu sinni ósmurðan vegna þess að ég hélt að pirrandi

ehud (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 00:32

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég veit það að það eru alskyns skilyrði fyrir þessu líftryggingum en spurning fyrir fólk hvort þær borgi sig yfir höfuð. Mér var m.a. bent á að ég þyrfti að borga hærra gjald vegna þess að ég reykji. En það spurning að maðurinn var búinn að greiða til tryggingarfélagisns í 10 eða 11 ár. Það má lesa þenna dóm inn á www.domstolar.is . Þar er t.d. merkilegt að tryggingarfélagið getur við dauðsfall útvegað sjálft allar skýrslur um einstaklinginn. Það er því spurning afhverju það gerði það ekki þegar en það seldi honum tryggingu. Annars er ég bara sammála þér (aldrei þessu vant)

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.12.2006 kl. 01:00

5 identicon

Vilt þú að tryggingafélög fái allar upplýsingar um þig við gerð líftryggingar?

Í þessu tilfelli laug maðurinn blákalt á umsókn og eins og fram kemur í dómnum þá hefði honum verið neitað um tryggingu ef hann hefði fyllt hana rétt út.

Þessi niðurstaða er sú eina rétta enda er enginn efi í málinu, maðurinn reykti eins og strompur fékk kransæðastíflu og ákvað að  bruna út í KBlíf og fá sér líftryggingu eftir þetta. Hann laug á umsókn og fékk tryggingu, eigum við að verðlauna fólk sem reynir að ljúga? 

Kjartan (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 20:25

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Honum á þessum tíma hefði ekki verið neitað um tryggingu heldur látinn borga hærri greiðslu. Annars var ég mest að sjá hvort ég fengi einhverja umræðu um þetta og það tókst

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.12.2006 kl. 22:15

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Tilvitnun í rök stefnanda:

Á því er byggt      að stefndi hefði veitt eiginmanni stefnanda vátrygginguna árið 1995 jafnvel þótt þær upplýsingar sem aflað var síðar hefðu legið fyrir á því tímamarki og hefði þetta í mesta lagi leitt til þess að vátryggingin hefði verið veitt með öðrum kjörum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.12.2006 kl. 23:16

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei ég er ekki að gera athugasemd við dóminn. Ég er að benda á að á þessum tíma var verið bjóðamér líftryggingu þó ég reyki. Þá þurfti ég bara að greiða hærra iðgjald. En auðvita veit ég að með því að ljúga til á blaðinu þá fyrirgerði hann réttinum til bóta. En það er samt ýmislegt í þessu sem er á mörkunum. Maðurinn borgar í 10 ár af tryggingunni og því tel ég að líftryggingarfélög eigi að krefjast læknisrannsóknar áður en þau veita tryggingu. Eins það að það sé skýrt fyrir fólki að það hvaða afleiðingar það hefur ef fólk lýgur á spurnningarlistanum. EN svona listi er upp á svona 20+ síður minnir mig.

Eins er þess að geta að maðurinn hætti að reykja um 15 dögum áður en hann sótti um tryggingu sem og að ekki er sannað að hann hafi dáið vegna afleiðinga kransæðastíflu sem hann hafði fengið áður.

En nú læt ég þessu lokið um þetta. Enda veit ég að ég er á hálum ís.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.12.2006 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband