Leita í fréttum mbl.is

Þetta er ekki boðlegt!

Þingmenn eins og Guðfríður Lilja geta bara ekki sagt:

„Ég samþykki ekki Icesave í núverandi mynd. Ég hef lesið öll gögn og allt sem ég hef komist yfir varðandi málið og mun ekki styðja það í núverandi mynd,“

Þeir verða að segja hvað það er sem þarf að breytast og hvernig. Það er gjörsamlega óþolandi að allir segi að við verðum að standa við skuldbindingar okkar en enginn segir okkur hvað þeir þá telja ásættanlega niðurstöðu.

Eins þá er gjörsamlega óþolandi að fresta eigi ákvörðun fram í september. Ef að ljóst er að þingið kemur ekki til með að samþykkja þennan samning þá verður þingið að starfa áfram fram í september og vinna að laun málsins. 

  • Í stað þess að fella málið verður Alþingi að skipa samninganefnd þar sem í sitja fulltrúar allra flokka. Og í henni þurfa að vera þingmenn og legg ég áherslu á að þar fari þeir sem gagnrýna þennan samning mest eins og Þór Saari og Sigmundur Davíð.
  • Þessi samninganefnd verður að fá fundi með Hollendingum og Bretum þar sem að þau atrið samningsins sem ekki eru ásættanleg að þeirra mati verða yfirfarin og fundin lausn á þeim.
  • Þessu verður að ljúka sem fyrst með þá nýjum samning eða breyttum.

Það að þurfa að biða nú í 2 mánuði í viðbót eftir einhverjum lausnum á þessu máli og öðrum sem tengjast þessu beint eða óbeint er gjörsamlega óþolandi.

Þannig að þingið fer ekkert í sumarleyfi fyrr en þessu er lokið. Ef einhverjir þurfa eitthvað frí þá kalla þeir inn varamenn fyrir sig.

En ég endurtek að það eru engin rök að segja að fólk líki ekki kjörin sem okkur eru boðin, eða það sé farið illa með okkur. Það vita allir. Þingmenn verða að segja nákvæmlega hverju þeir vilja breyta. Og þeir verða að gera sér grein fyrir því að ef að við samþykkum þetta ekki, þá eru þeir líka orðnir persónulega ábyrgir fyrir þeim afleiðingum sem því kynni að fylgja.

T.d. verður Þór Saari að átta sig á því að Íslendingar mundu ekki sætta sig við lengi að lífskjör mundu falla hér gríðarlega. Dæmi hans um aðrar þjóðir finnst mér alltaf vera frá löndum þar sem að lífskjör eru mjög lág eins og í Afríku og Asíu. Þar sem fólk lifir miklum sjálfsþurftarbúskap. Þetta eru sem alltaf dæmin sem hann tekur þegar hann er að segja að við eigum að afþakka aðstoð frá AGS og önnur lán. Og eins er þetta með fleiri snillinga þarna niður á Alþingi.

 

Fyrir mig fávísan mann er greiðslu frestun þess Icesave láns mikill kostur sem gefur okkur kost á að vinna að lausnum á okkar málum. Eins þá virðast mér þessir föstu vextir vera lágir miðað við skuldatryggingarálag okkar og  því að í ESB er reiknað með að verðbólga eftir nokkur ár sé um 2% . Eins horfi ég til þess að Bretar og Hollendingar þurfa örugglega um 3% ávöxtun á þetta fé sem þeir eru að lán okkur til að tapa ekki á þessu á þessum 15 árum sem lánstíminn er. 

En þegar þingmenn tala um að það eigi að standa við skuldbindingar okkar en bara ekki svona þá spyr maður hvað vilja þeir. Nú er ljóst að upphæðinn er hvað um 700 milljarðar. Hana þarf að borga. Og hvað eiga þá þingmennirnir við?

  • Eru það lægri vextir?
  • Er það lengir lánstími?
  • Er það skýrara endurskoðunar ákvæði?
  • Ákvæði um hámark á greiðslubirgði okkar á hverju ári miðað við landsframleiðslu? En þýðir það ekki við værum að fara fram á að lánið mundi lengjast út í það óendanlega.
  • Er það skýrari réttur okkar til forgangs í eignir Landsbankans?

Og hvaða lýkur telja þeir á að þessu sé hægt að breyta?  Og hversu mikið þarf að breyta þessu til að þeir verði sáttir.

Við vitum að nú verða samningarnir aldrei þannig að okkur verði gefið neitt. Við þurfum að borga þessa upphæð miðað við stöðuna í dag. 

Þingmenn verða að gera okkur skýra grein fyrir andstöðu sinni áður en þeir fella að veita ríkisábyrgð. Og þeir eiga ekki að fara í frí fyrr en þessu máli er lokið. 


mbl.is Icesave sett á ís?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Ríkisstjórnin kaus að hafa framkvæmdina svona: að mála okkur út í horn með því að skrifa undir leynisamninginn Icesave 5. júní 2009, þar sem stendur að honum verði ekki breytt og hann ógildist ef Alþingi samþykkir hann ekki fyrir þinglok óbreyttan.

Þingmennirnir höfðu því bara já-nei valkost, enda sagði Steingrímur J. á Alþingi daginn fyrir undirskrift að ekki stæði til að skrifa undir strax. Þingmenn eiga ekki að þurfa að koma með annan samning eða viðbætur núna, einungis að hafna þessum ómögulega samningi. Ef þeir verða að samþykkja hann, þá er þetta ekki samningur, heldur nauðung.Það skrifar enginn undir fyrir okkar hönd.

Ívar Pálsson, 23.7.2009 kl. 10:16

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jú Ívar þingmenn verða að koma og segja okkur hvað væri ásættanlegur kostur að þeirra mati. Því að bæði já og nei hefur afleiðingar. Og það viðurkenna allir að þetta mál þurfi að leysa því það hefur tengingar beint og óbeint í allar aðrar lausnir sem við erum að leita á okkar málum. Og ef verstu spár rættust þá verður þjóðin að hafa það á hreinu hvað þingmenn telja að væri ásættanlegt í samningnum því allir viðurkenna þeir (eða flestir) að við komumst ekki hjá því að borga þessa 700 milljarða. Þá er það bara spurning hvernig hægt sé að laga þetta mál þannig að þeir geti samþykkt þetta.

Við höfum ekkert að gera og töpum gríðarlegu á að hafa hér biðstöðu eða frekar niðursveiflu á meðan að þetta mál hangir fyrir okkur. T.d. líkur á:

  • Lækkun á lánshæfi enn frekar
  • Lengir tími þar til að hægt verða að fara að byggja hér upp aftur.
  • Engar fjárfestingar hér
  • Engin lán hægt taka
  • Og í versta falli viðskiptaþvinganir 

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.7.2009 kl. 10:26

3 identicon

Sammála

ASE (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 10:44

4 Smámynd: Einar B  Bragason

Aha, nú er það ljóst Icesave setur á ís og bíður þess að ESB umsóknin lendi þar við hliðina á sér.

Einar B Bragason , 23.7.2009 kl. 11:19

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Kannksi rétt að minna á líka að Alþingi er æðsta stofnun Íslands. Þar eru þeir 63 einstaklingar sem við veljum til að fara með málefni þjóðarinnar fyrir okkar hönd. Og því er nauðsyn á að þetta fólk geri okkur grein fyrir því hvaða úrræði það vill fyrst að það sættir sig ekki við þau sem eru á borðinu. Og eins ber þeim að meta hvaða áhrif görðir þeirra hafa.

Og það væri því tilvalið ef ekki er meirihluti er fyrir þessum samningi að Alþingi gangi í málið. Og skipi nefnd til að fara og ræða við viðsemjendur okkar og komi heim með betri samning. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.7.2009 kl. 11:23

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Einar IceSave verður ekki sett á ís. Það er frestur fram í sept að ákveða með ríkisábyrgðina annars eru samningurinn í raun ekki í gildi. Og Hollendingar og Bretar geta í raun þá hafði málarekstur gegn Landsbankanum og svo framvegis.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.7.2009 kl. 11:25

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held líka að margir þingmenn séu bara á móti þessum samning án þess að hafa aðrar lausnir. Þeir vilja bara geta sagt ef hann verður samþykktur að þeir hafi verið á móti. Og síðar að þeir hefðu nú haft lausnir sem væru miklu ódýrari en hafa þær ekki og eru ekkert rukkaðir um þær.þ

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.7.2009 kl. 11:29

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Magnús Helgi, það er marg- búið að benda á aðrar lausnir en þessa Icesave- skuldahít, sem er ekki lausn fyrir nokkurn nema Breta og Hollendinga. Helsta lausnin er að hafna ábyrgð ríkisins. Þá vinnst:

  • Lánshæfismat íslenska ríkisins batnar (v. minni skuldbindinga)
  • Uppbygging hefst fyrr (v. minni skuldbindinga).
  • Fjárfestingar hefjast fyrr (v. minni skuldbindinga).
  • Láveitingar hefjast fyrr (v. minni skuldbindinga).
  • Eðlileg viðskipti hefjast fyrr (v. minni skuldbindinga).

Kúgun ESB með hótunum um viðskiptaþvinganir leiðir til þess að viðskiptin beinast í annan í farsælli farveg, sem lætur ESB að lokum koma fram sem eðlilegur viðskiptaaðili, ekki drottnandi kratabatterí á ofstjórnartrippi.

Mótstaða Íslands verður að finnast, sama hvað á undan er gengið. Annars er valtað yfir hagsmuni okkar og auðlindir til framtíðar.

Ívar Pálsson, 23.7.2009 kl. 12:07

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ívar skv. því sem ég hef lesið er þetta í meginatriðum rangt hjá þér

  • David Riley, forstöðumaður lánshæfismats ríkissjóða hjá Fitch Ratings, segir að samþykkt Icesave samningsins gæti, ásamt endurfjármögnun bankanna, farið langleiðina með að tryggja lánshæfismat Íslands í fjárfestingaflokki. Þetta kemur fram í hagsjá Landsbankans.
  • Getum ekki byggt neitt upp þar sem við getum ekki flutt inn nema fyrir það sem við seljum erlendis. Og þ.a.l höfum við ekki gjaldeyrir til að flytja inn vörur til fjárfestinga
  • Við fáum ekki lán nema að við göngum frá þessu mál. Þar sem að engin tekur áhættu á að lána þjóð sem á yfir sér óvissu upp á 700 milljaðrða sem gætu þá lent sem krafa á okkur með einni greiðslu
  • Það lánar engin þjóð sem gerir ekki upp skuldir sínar.
  • Það tala allir sérfræðingar erlendis um að það sé traust sem við þurfum að byggja upp um leið og þeir segja að það að hafna þessari skuldbindingu mundi rýra traust okkar varanlega og engin lánar okkur ef hann sér fram á að  miklar lýkur eru á að við greiðum ekki.
  • Minni þig á að við erum að komast í alvarlega stöðu þar sem að öll orkufyrirtækin eru að komast í þá stöðu að geta ekki endurfjármagnað sig.
  • Þau hafa ekki möguleika  á að bíða í mörg ár á meðan að við reynum að endurvinna þann trúverðuleika sem við missum með því að greiða skuldir sem við vorum búin að samþykkja að greiða.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.7.2009 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband