Fimmtudagur, 23. júlí 2009
Þetta eru ekki hótanir! Þetta er raunveruleikinn!
Fyrir þá sem halda að hér verðu bara allt í "goody" þó að við neitum að borga IceSave og það verði jafnvel til að lánamöguleikar okkar erlendis aukist, þá er þetta ágætist áminning um hversu vitlaus sú skoðun er.
Nú bíður
- lánið frá AGS
- Lán nágranaþjóða okkar
- Norrænir fjárfestingar bankar búnir að loka á okkur
- Evrópskir fjárfestigarbankar búnir að loka á okkur
- Alþjóða matsfyrirtæki eru að meta hvort eigi að flella lánshæfi okkar niður í ruslflokk
Allir þeir ofangreindu aðila sem hafa tjáð sig segja að frágangur á IceSaveskuldinni sé skref fram á við hjá okkur og komi til með að kalla fram jákvæð viðbröðg að utan.
Þessi viðbrögð eru náttúrulega ekki skrítinn ef fólk hugsar um það. Mundum við lána þjóð sem væri búinn að lýsa því yfir að hún sé ekki tilbúinn að greiða skuld sem hún hefur viðurkennt. Nema að þeir sem hún skuldar taki á sig tap vegna lánsins. Ég held ekki.
Ég ætla að birta hér athugsemd við fyrri færslu hjá mér frá einum mikilvirkum bloggara
Magnús Helgi, það er marg- búið að benda á aðrar lausnir en þessa Icesave- skuldahít, sem er ekki lausn fyrir nokkurn nema Breta og Hollendinga. Helsta lausnin er að hafna ábyrgð ríkisins. Þá vinnst:
- Lánshæfismat íslenska ríkisins batnar (v. minni skuldbindinga)
- Uppbygging hefst fyrr (v. minni skuldbindinga).
- Fjárfestingar hefjast fyrr (v. minni skuldbindinga).
- Láveitingar hefjast fyrr (v. minni skuldbindinga).
- Eðlileg viðskipti hefjast fyrr (v. minni skuldbindinga).
Kúgun ESB með hótunum um viðskiptaþvinganir leiðir til þess að viðskiptin beinast í annan í farsælli farveg, sem lætur ESB að lokum koma fram sem eðlilegur viðskiptaaðili, ekki drottnandi kratabatterí á ofstjórnartrippi.
Mótstaða Íslands verður að finnast, sama hvað á undan er gengið. Annars er valtað yfir hagsmuni okkar og auðlindir til framtíðar.
Ívar Pálsson, 23.7.2009 kl. 12:07
Hann var þarna að svara bloggi hjá mér þar sem ég varaði við því að staða okkar yrði hræðileg ef við göngum ekki frá þessu samkomulagi um IceSave sem allra fyrst.
En hér eru enn til fólk sem telur að IceSave og að neita að borga það skaði okkur ekki neitt. Ég var að í fyrri færslu að segja að það væri ekki boðlegt fyrir þingmenn að segja bara að kjörinn á þessum samningi væru óásættanleg, þingmenn verða að segja okkur hvaða kjör eru ásættanleg og hvaða líkur séu á því að við fáum þau kjör í samninginn. Þingmenn verða að átta sig á því að ef þeir synja ríkisábyrgð á þennan samning hvaða afleiðingar gætu orðið. Þeir verða að segja fólki frá því hvað þeir vilja í staðinn og líkunum á því að svo verði. Dæmið um Ívar hér að ofan finnst mér allt of algengt viðhorf. Þ.e. að þetta verði bara ekkert mál.
Hættir að lána Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:34 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Hvenær viðurkenndi íslenska þjóðin þessa Icesaveskuld?
Óskar Aðalgeir Óskarsson, 23.7.2009 kl. 21:01
16. nóveber 2008 gerðum vð þetta samkomulag.
Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)
16.11.2008
Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari samningaviðræðum.
Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna. Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.
Aðilar eru ásáttir um að hraða fjárhagslegri aðstoð við Ísland, þar með talið samþykkt lánafyrirgreiðslu sem beðið hefur samþykktar stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) undanfarnar vikur. Erindi Íslands hjá IMF verður tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember.
Umsamin viðmið
Reykjavík 16. nóvember 2008
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.7.2009 kl. 21:14
SAMNINGURINN ER BARA EKKI NÓGU GÓÐUR.
það á að henda honum í þá aftur með nýrri samningarnemd svona á þetta að vera, Og í kaupbæti fái þeir alla útrásarvíkingana, Í JÁRNUM ÞÁ ER MÁLIÐ LEIST
Jón Sveinsson, 23.7.2009 kl. 21:17
Við fylgjum bara fordæmi breta og segjum að við höfum ekki efni á þessu.
Sjá:
http://49beaverbrook.blog.is/blog/49beaverbrook/#entry-916293
Heldur vil ég deyja úr hungri en aumingjaskap og sem gólftuska nýlendukúgara.
En opps Magnús það vita allir heilvita menn að það er alþingi en ekki ríkisstjórn sem skulbindur þjóðina þannig að þetta plagg hér að ofan er ekki pappírsins virði NEMA það sé samþykkt af alþingi.
Svo ættum við að splæsa í tjöru og fiður fyrir þennan íslensk stjórnarmann í NIB.
Eggert (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 21:40
Jón Sveinsson hvernig mundi góður samningur líta út! Og hvaða líkur heldur þú að að Breta og Hollendingar geri saming við okkur sem þeir hugsanlega tapa á. Minni þig á að það erum við sem skuldum þeim!
Og hvað heldur þú að gerist ef þeir segja sorry þetta er það besta sem við getum boðið! Eigum við þá bara að fara heim og smella í lás og lifa hér á fjallagrösum og hundasúrum.
Sjáið þið ekki að allar stofnanir og bankar eru að loka á okkur vegna icesave. Landsvirkjun færi ekki lán og komin í ruslaflokk í lánshæfi, Orkuveitan fær ekki lán frá Evrópska fjárfestingabankanum, nú er Norræni fjárfestingarbankinn að loka á okkur. Og ástandið er enn alvarlegra því að þessar lokanir geta umbylt öllum áætlunum sem AGS og Ríkisstjórnin komu sér saman um og því gæti það lán dottið uppfyrir enda farið að dragast úr hömlu. Þá falla lán Norðulandana niður því þau eru bundin því að AGS meti að áætlanir okkar séu raunhæfar og þeir og fleiri segja að það sé erfitt að meta það þegar yfir okkur hangir lán upp á 700 milljaða sem við viljum ekki greiða nema á vildarkjörum. Þetta þýðir að hér verður engin gjaldeyrisforði. Gjaldeyrir sem við höfum af fiskinum dugar ekki fyrir innflutning á nauðsynjum nema í takmaraðan tíma. Og þá verður engin gjaldeyrir til að skipta í krónur. Og síðan eru hér menn sem eiga hér tugi eða hurndruð milljarða á reikningum hér sem mundu endanlega tæma gjaldeyrisforða okkar.
Við erum að semja við Breta og Hollendinga um upphæðir sem þeir eru búnir að greiða einsaklingum á grundvelli þess að við ætluðum að greiða okkar hluta með því að taka lán hjá þeim. Þeir sennilega tóku lán fyrir þessum greiðslum. Þeir lána okkur með föstum vöxtum 5,55% sem eru alls ekki háir miðað við að skuldatryggingarálag íslands er 6,7% ofan á vextina. Þeir lána okkur með 1,2% álagi sem þykir bara gott.
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.7.2009 kl. 21:48
Eggert þetta með að yfirlýsing ríksstjórnar gildi ekki er náttúrulega kjaftæði. Hvernig heldur þú að heimurinn yrði ef það væri ekkert að marka samniga sem forsetisráðherra skrifar undir eða annar ráðherra. Ég kaupi ekki svona.
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.7.2009 kl. 21:50
Argentína stóð ekki við sínar skuldbindingar... ekki er allt svo skelfilegt hjá þeim.
Við höfum alltaf gjaldeyristekjur af fisk og áli. Sama hvort við semjum um Icesave eða ekki. Afhverju eigum við að viðurkenna þessa skuldbindingu? Bretar og Hollendingar myndu augljóslega ekki krefjast þessarar ábyrgðar ef að hún væri augljós og það væru allir sammála að við skuldum þetta.
Afhverju eigum við að vera fleyta fyrirtækjum sem eru ekki að ganga áfram á erlendu lánsfé?
Jóhannes (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 21:57
Já Argentína er á barmi gjaldþrots núna!
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.7.2009 kl. 22:09
Þetta eru nýjust fréttir af Argentínu:
Argentína er enn ekki þátttakandi á lánamörkuðum og enn 8 árum eftir gjaldþrot talin líklegust ríkja til að verða á ný gjaldþrota. - Argentína er hinsvegar eins og heil heimsálfa og sjálfri sér nóg um flest, en við framleiðum ekki einu sinni öngla og snæri til að veiða fisk eða þræði til að tvinna band fyrir net, hvað þá tæki og tól og jafnvel ekki hnífa af neinum toga til að gera að eða flaka fisk, hvað þá annað, það er ekkert til al-íslenskt.
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.7.2009 kl. 22:10
Svo væri gott að einhver af þeim þingmönnum sem eru á móti IceSave samninginum mundu benda á hvað nákæmlega þarf að breytast til að þeir geti samþykkt hann. Það hefur engin sagt berum orðum. Þeir nefna eitt í dag og annað á morgun.
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.7.2009 kl. 22:18
Þú verður samt að horfa á þá staðreynd að Argentína var líka í verri málum en við fyrir "gjaldþrot" það spilar líka mikið inní.
Við þurfum ekki að framleiða allt sjálf. Við höfum útflutningsvörur sem veita okkur gjaldeyri sem aftur gera það það verkum að við getum keypt vörur. Þeir taka við peningum í útlöndum og eru ekki lengi að gleyma einhverju eins og Iceslave.
Varðandi lánleysi fyrirtækja og að koma mörkuðum í gang hér heima þá er gáfulegra að gera það í formi verðbólgu og prentun peninga heldur en með erlendu lánsfé.
Jóhannes (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 22:44
Þær duga bara ekki til. Bendi þér á að fiskur skila um 100 milljörðum í gjaldeyrir á ári. Það er líka sú staðreynd að enginn vill eiga við skipti við okkur nema að við staðgreiðum vörur. Og við framleiðum ekkert nema að flytja inn hráefni þannig að markaðir hér komast ekki á nema að hafa aðgang að láns fé.
Það er nokkuð ljóst að ef ástandið verður svona á lánamörkuðum fyrir okkur þá falla hér lífsskilyrði á nokkrum misserum niður um áratugi. Öll fyrirtæki sem það geta flytja höfuðstöðvar sínar erlendis þannig að sem mest af tekjum þeirra verði í sömu mynt og þau kosta í reksturinn. Sem og að þar hafa þau aðgang að fjármagni.
Fyrirtæki geta ekki stækkað nema með lánsfé.
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.7.2009 kl. 22:53
Magnús, það er eitt að greiða þær skuldbindingar sem á okkur standa vegna Icesave og það er annað samþykkja þá afarkosti sem eru í Svavarssamningnum. Málið er einfalt: Eigur Landsbankans upp að vissu marki rennar til Tryggingasjóðs innistæðueigenda til að greiða hverjum og einum innistæðueiganda að hámarki 20.887 EUR í samræmi við tilskipun ESB. Geri eigur Landsbankans betur en að duga fyrir þessum innistæðu (það innifelur ekki í sér vextina á innistæðunum), þá fer afgangurinn í að greiða kröfuhöfum í samræmi við gildandi gjaldþrotalög á Íslandi. Það er ekki skylda Íslands samkvæmt tilskipuninni að greiða innistæðueigendum innan tiltekinna tímamarka og það er ekki skylda Íslands að greiða Bretlandi eða Hollendingum vexti af peningum, sem þessar þjóðir hafa borgað innistæðueigendum. Þær ákváðu sjálfar að fara þá leið að borga út eða veita hærri trygginga og það er okkur algjörlega óviðkomandi. Hafa skal í huga að Landsbankinn hefði getað byrjað fyrir löngu að greiða innistæðueigendum út hluta af innistæðum sínum, en það voru bresk stjórnvöld sem komu í veg fyrir það.
Ég verð að viðurkenna, að frekar vil ég fara í gegnum nokkur ár af harðræði, en að láta undan kúgunum aðila út um allan heim sem ætla að hefna sín á landsmönnum fyrir rustalega framkomu íslenskra bankamanna. Ef þú ert svona æstur í að borga, þá máttu líka borga minn hlut og fjölskyldu minnar. Eitt er víst, ég mun aldrei samþykkja að greiða þessa "skuld" í samræmi við ákvæði Svavarssamningsins.
Marinó G. Njálsson, 23.7.2009 kl. 22:53
Magnús, það skiptir ekki máli hverju þú trúir, raunveruleikin er að alþingi skuldbindur þjóðina og engin annar, alþingi er ekki afgreiðslustofnun fyrir misvitra stjórnmálamenn eins og sumir halda, sé icesave ónýtur samningur þá er hann felldur á alþingi og stjórnin fallin ekki flókið mál og það vita allir sem vilja vita.
Vonandi verður hann felldur, að láta kúga alþing til að samþykkja samning með svona hótunum og gerðum er algjörlega ólýðandi og eitt og sér næg ástæða til að fella hann. þetta er aðför að landi og þjóð og það er bara eitt sem hægt er að gera en það er að segja NEI sama hvað það kostar!
ALLT annað er aukaatriði
Eggert (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 23:02
Marínó! Málið er að Bretar og Hollendingar eru þegar búnir að greiða þessu einstaklingum þessar upphæðir.Við semjum við þessar þjóðir um eina ákveðna upphæð hvora. Við erum ekki greiða þeim hærri upphæðir skv. þessu láni en sem nemur tryggingum innistæðna.
Í reglugerð um innistæðutryggingarsjóðinn setndur m.a.
Hvíli greiðsluskylda á sjóðnum gagnvart innstæðueiganda ber að inna greiðslu afhendi eigi síðar en þremur mánuðum frá því að álit Fjármálaeftirlitsins liggur fyrir,
sbr. 2. gr. eða úrskurður hefur verið kveðinn upp um töku bús aðildarfyrirtækis tilgjaldþrotaskipta."
En Marínó af hverju að ganga í gegnum harðræði í nokkur ár ef það endar með því að við þurfum hvort eð er að borga. Það eru allir sammála um það.
Bendi þér m.a. á þetta af www.mbl.is
" Það væri brot á jafnræði að veita slíkan forgang segir Dyrberg, gagnvart öðrum innstæðueigendum í Bretlandi og Hollandi. Væri slíkt gert þyrfti að horfa til Evrópuréttar og þar þyrfti Ísland að geta fært haldgóð fyrir því að tryggja innlendum innstæðueigendum forgang.
Það sé hvergi minnst á hvað sé átt við í tilskipun ESB um innstæðutryggingar hvað sé átt við með kerfishruni bankanna. Hvergi sé minnst á hversu stórt hrunið þyrfti að vera. Megintilgangur tilskipunarinnar sé að fólk geti treyst því að það fái greiddar innistæður sínar ef það verði bankahrun. Því sé ekki rétt að nýta þessi rök sem grundvöll fyrir því að ekki eigi að borga.
Dyrberg sagði að ákvæðu Íslendingar að láta reyna á málið fyrir dómstólum, hlyti það að þýða að þeir hefðu séð eitthvað sem öllum hinum 27 þjóðum ESB hefði yfirsést."
Við höfum viðurkennt okkar ábyrgð á þessum innistæðutryggingum. Við getum ekki bara mætt og sagt hér eru einhverja eignir þær duga kannski upp í skuldir okkar en kannski ekki en annað fáið þið ekki. Svona bara gerast hlutirnir ekki því þá mundi engin lána neinum!
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.7.2009 kl. 23:10
Dyrberg! það vita allir að hann mundi segja að það væri svarthol á laugavegi ef hann héldi að það mundi tryggja að við kæmumst inn í ESB.
Eggert (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 23:19
Magnús, ég veit alveg hvað stendur í íslenskum lögum og reglum, en það er ekki það sem deilan lítur að. Hún lítur að tilskipuninni.
Það kemur okkur ekkert við hvort Bretar og Hollendingar eru búnir að greiða innistæðueigendunum. Það er algjörlega þeirra mál og breytir á engan hátt ferlinu. Þessar þjóðir öðlast engan rétt á vöxtum við það frekar en innistæðueigendurnir myndu gera.
Ég viðurkenni alveg að Tryggingasjóðurinn þarf að greiða 20.887 EUR að hámarki til hvers innistæðueiganda, en hann á ekki að þurfa að greiða Bretum og Hollendingum vexti og hann er forgangskröfuhafi. Bretar og Hollendingar eru ekki forgangskröfuhafar og þurfa því að sætta sig við að fara í almenna kröfuröð.
Ég vil fá nýjan samning og hvet Alþingi til að hafna Svavarssamningnum.
Varðandi Dyrberg, þá hvet ég hann til að kynna sér álit seðlabanka Frakklands og Svíþjóðar. Þessir aðilar eru fyrir löngu búnir að átta sig á því að innistæðutryggingakerfi ESB virkar ekki þegar kerfishrun verður. Svo skulum við muna að Ísland hafði ENGA aðkomu að gerð tilskipunarinnar og í henni er ekki tekið tillit til þeirra aðstæðna sem eru í smærri ríkjum EES samningsins.
Marinó G. Njálsson, 23.7.2009 kl. 23:41
Skrítið hvernig þú, Magnús Helgi, ert með þetta á hreinu að við eigum að borga og höfum enga lagalega stöðu á meðan það eru alltaf að koma fleiri og fleiri lögfræðingar í fjölmiðlum að segja þveröfugt. Ég veit hvorum ég trúi.
Fyrirtæki sem eru rekstrarhæf - þ.e. eru að skila nægilegum tekjum á móti gjöldum verða aldrei í vanda með að fá lánsfé sama hvað þú segir. Þú þarft ekkert að segja mér né neinum öðrum að ef ég er með félag sem er með stöðugan hagnað uppá XX milljónir og það sé ljóst að það sé ekkert að breytast að fyrirtæki vilji ekki lána mér vegna þeirrar lands sem ég er frá. Þannig virka lánamarkaðir hreinlega ekki. Hugsanlega mögulega gæti lánaálag á íslensk fyrirtæki hækkað en fyrir mér er það jákvætt, það ætti að leiði til algengari INNLENDRI lántöku.
BTW, afhverju ættu íslenskir bankar ekki að geta séð um lánsfé fyrir íslensk fyrirtæki?
Einnig er augljóst að gjaldeyrir sem fæst fyrir útflutning er einmitt það sem á að duga fyrir innflutningnum, ef það dugar ekki þá er ástandið bara að versna. Og þar sem að það mun ALDREI gerast að ekki sé tekið á móti helstu útfluningsvörum okkar þá eigum við að hafna þessu. Við munum alltaf getað leitað annara leiða, annaðhvort í gegnum USA eða Rússland. Það verður aldrei bara lokað. Veistu t.d. hve mikilvægur fiskur okkar er í verðmyndun á sumum fisktegundum? Sérfræðingur í þessum efnum sagði mér það að við stöndum fyrir yfir 20% af einhverjum tegundum seldum í Bretlandi.
Við eigum ekki að láta kúga okkur heldur á að leysa málið í dómstólum og ef að dómsstólar segja að við eigum að greiða þá skulum við greiða. En ekki vegna þess að þjóðir hóta að útskúfa okkur og hleypa okkur í ESB.
Jóhannes (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 23:44
Marínó byrja þú nú ekki á að tala um dómstóla. Við sögðum okkur frá gerðadómi EFTA og ESB um þetta mál því að okkur varð fljótt ljóst hvaða niðurstaða kæmi þar. Um aðra dómstóla er ekki að ræða. Útflutningur okkar var í fyrra um 400 milljarðar. Landsframleiðsla hér var um 1400 milljaðrar. Síðan bendi ég þér á að fyrirtæki hér skulda erlendis mörghundruð milljarða. Líttu t.d. á Landsvirkjun, OR HS orku og önnur félög. Einnig má nefna að Íslandshluta fyrirtækja eins og ALCAN, ALCOA og Norðurorku. Ríkið skuldar orðið hundruð milljarða. Erlendir kröfuhafar í bankana eiga þar milljarða sem þeir gætu sumir viljað leysa út.
Öll stærri fyrirtæki skulda erlendis og þurfa að endurfjármagna sig. Ég bendi þér á að öll fyrirtæki, bændur og útgeriðir þurfa gjaldeyrir til að kaupa hráefni og þar þarf gjaldeyri.
Við höfum ekki traust erlendis til að kaupa vörur nema gegn staðgreiðslu.
Og ég bendi þér á hvað verður um krónuna ef við eigum engan gjaldeyri til að verja hana og skipta.
Ég á því að land sem orðið hefur fyrir hörmungum eigi fáa kosti nema að fara að byggja sig upp. Það kemur ekkert til með að hjálpa okkur að fara í stríð við aðrar þjóðir á þessum punkti.
Og svona rök eins og að henda í einhverja einhverjum eignum eru ekki boðlegar í milliríkja samningum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.7.2009 kl. 00:00
http://eyjan.is/blog/2009/07/23/engin-lan-fra-nib-til-islands-fra-hausti-2007-stodvun-lana-ari-fyrir-bankahrun-thrystingur-vegna-icesave/
Ef þessi frétt er rétt þá er Sigurður Þórðarson stjórnarmaður í NIB ekkert annað en föðurlandssvikari.
Eggert (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 00:01
Marínó ekki snúa útúr áliti Frakka þeir sögðu að í tilfelli algjörs hruns þá mundi innistæðutryggingarsjóður ekki ráða við það heldur mundi ríkisstjórnir þurfa að koma þar til hjálpar. Því að það æri skv. tilskipunni algjört lykilatrið að innistæður upp að 21 þúsund evrum væru tryggðar því annars mundi þetta hafa víðtækar afleiðingar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.7.2009 kl. 00:04
Sorry ef ég rugla á milli ykkar Jóhannes og Marínó þið verðið bara að taka til ykkar sem ykkur ber í þessum commentum mínum
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.7.2009 kl. 00:05
Einmitt, Magnús, tryggja skal innistæður upp að EUR 20.887. Það er það sem ég er að segja og hef alltaf sagt. Fyrst við erum sammála, hvað er þá málið? Svavarssamningurinn er um allt annað. Hann er um að greiða 20.887 EUR plús vexti plús kostnað plús heilmikið til Breta og Hollendinga út af viðbótartryggingum. Það er allt þetta aukadót sem ég vil út, en 20.887 EUR hámarkið það má standa eftir.
Ég vissi ekki að þú værir orðinn svona pirraður á mér, að ég væri orðinn af öllum skrifa athugasemdir hjá þér
Marinó G. Njálsson, 24.7.2009 kl. 00:11
Þetta átti náttúrulega: "..að ég væri orðinn að öllum sem skrifa.."
Marinó G. Njálsson, 24.7.2009 kl. 00:12
Það eru fáir lögfræðingar sem segja að við þurfum ekki að borga. Þeir aftur benda á þeim finnst að það þurfi að laga samninginn. Peter Dyrberg, forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar HR sem vann með samninganefndinni segir:
Hann sagði líka
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.7.2009 kl. 00:15
Marínó málið er að það er búið að borga þetta fyrir okkur. Þar með höfum við undirgengist að þetta er lán sem við ætlum að borga til baka á 15 árum. Það væri með öllu óeðlilegt ef að það lán bæri ekki vexti. Ég sló á það um daginn að upphæð þessara lána til okkar nema um 10 til 16 þúsund á hvern Breta og Hollending. Þetta er fyrir utan það sem þeir borgðuðu einsaklingum sem áttu meira inn á þessum reikningum. En raunverulega skv. jafnræðisreglunni hefðu þeir getað krafið okkur um að greiða heildar innistæður á IceSave skv. yfirlýsingu okkar um að allar innistæður í íslenskum bönkum væru tryggðar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.7.2009 kl. 00:19
Vel mælt Magnús Helgi.
Óskar, stjórnvöld fullyrtu í þrígang skriflega fyrir hrun að ríkið myndi ábyrgjast innistæðurnar ef eitthvað færi úrskeiðis. Geir Haarde, Árni Mathiesen og Björgvin G. voru þeir sem undirrituðu þessi bréf að mig minnir.
Mér finnst líka alveg stórfurðulegt hvað Sjálfstæðismenn setja sig upp á móti þessum samning, það voru þeir sem störtuðu honum!!
Þoli ekki heldur þegar fólk er enn að væla um dómsstólaleiðina - sættið ykkur við það að sú leið er og verður ekki fær, Bretar og Hollendingar munu ekki samþykkja að fara hana, og það er grundvöllurinn fyrir þeirri leið, að báðir aðilar samþykki. Við getum svosem látið hollenska og breska ríkið kæra okkur, en ekki haldiði í alvöru að það komi betur út fyrir okkur.. það mun koma verr út.
Það er rétt að langflestir háttvirtir lögfræðingar hafa mælt með því að samþykkja samninginn, þótt gallalaus sé hann ekki.
Það er bara mjög mikið um það að Íslendingar hafa rifið í sig að "þeir ætli ekki að borga skuldir sem þeir beri ekki ábyrgð á" án þess að koma með nein rök eða lausnir um hvað er þá hægt að gera í staðinn. Sama hvað maður útskýrir og segir, eins og þú Magnús hefur vel gert, þá þýðir það ekkert - niðurstaðan er alltaf "við viljum ekki borga!" - Sama hvað það þýðir fyrir þjóðina :/
Ég held það sé ekki að ástæðulausu sem stuðningur við Icesavesamninginn aukist með aldri og menntun.
Ég er reyndar ung en ég held það verði mjög slæmt ef við höfnum samningnum, það er ekki raunhæft að við fáum betri samning!
Barráttukveðjur og áfram ísland
Sigríður Björk (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 08:56
Ég reikna með að það sé margt gallað við þennan samning. Hins vegar getum við EKKI neitað að borga. Það er margt bæði fyrir og eftir bankahrunið sem kemur okkur í þessa stöðu. Það sem við þurfum hins vegar að gera er að gera einhverja ábyrga. Manni dettur í hug að það þjóni einhverjum tilgangi að gera þessa umræðu áberandi að við eigum ekki að borga. Á meðan fólk er upptekið við þetta að þá talar engin um hvar ábyrgðin er. Hver mundi hagnast á því að ríkisstjórnin falli? Hverjir hagnast á því að umræðan um ábyrgðina fyrir þessu þagni nánast? Svarið við fyrri spurningunni er augljóst (enda hafa þeir verið duglegir í umræðunni, og það held ég sé augljóst að þar eru þeir ENN og aftur ekki að hugsa um þjóðarhag). Seinni svarið er líka augljóst, Fyrverandi Lansbankamenn og Útrásarvíkingar eru nokkuð stikkfríir (og geta jafnvel verið að koma sér betur í skjól á meðan) á meðan almugurinn er að rífast um Icesave.
Það ætti frekar að vera meiri pressa á að fangelsa þá menn sem komu okkur í þessa stöðu. Þá sem eru ábyrgir. Það hefur mikið verið sagt um hvernig loforð voru brotin við að koma IceSave úr landi. Það eru einhverir sem vissu allan tíman (eða sögðust vita) hvert stefndi en gerðu lítið sem ekkert. Það virðist bara vera í lagi og ef eitthvað er að þá vilja sumir fá þá menn aftur í stjórnmál!!!! Fyrir bankahrun var marglofað að Íslendingar mundu koma til bjargar fari bankarnir á hliðina. Ef þessir ráðamenn sem lofuðu þessu á sínum tíma hafa vitað um hvað málið snerist (sem ég er ekki endilega viss um) að þá ættu þeir líka að lenda bak við lás og slá og kanski meiri landráðamenn en hinir sem eru að reyna að púsla saman brotunum. Eins var með neiðarlögum komið svo fyrir að Íslendingar fengu allar sínar innistæður tryggðar. Auðvitað viljum við hafa slíkt öryggi en að því að ÍceSave var rekið sem útibú frá Íslandi að þá voru það mjög kuldalegar kveðjur út í heim að segja að Íslendingar fái ALLT sitt borgað en útlendingar fái ekki neitt vegna þess að um kerfishrun væri að ræða. Auðvitað áttu íslendingar bara að fá trygginguna (þótt sárt sé). Svo Á AÐ FARA AÐ TAKA Á ÞEIM MÖNNUM SEM LÉKU SÉR MEÐ FJÁRSJÓÐI OKKAR OG "EIGA" ENN FULLT AF PENINGUM Á LEINIREIKNINGUM EINHVERSTAÐARÐAR og gátu jafnvel tekið "SÍNA" fjármuni út EFTIR að bankarnir féllu!! Við eigum ekki að látta þessa menn vera stikkfrí á meðan rífast um Icesave. Það á að ná þeim aurum sem þessir menn "stálu" frá okkur og nota til að borga hluta af þessu. Ég ættla ekki að fara að berjast um að við eigum að borga IceSave samningin óbreyttan. það getur vel verið að hann sé gallaður. En ef við viljum fella samningin að þá verðum við samt að koma greinilega þeim skilaboðum á framfæri að við séum EKKI að hlaupa frá skuldunum heldur viljum lagfæra einhverja vankanta á samningnum (vegna þess hversu mikill skellur þetta er fyrir lítið samfélag).
Fyrirgefðu hvað þetta er langt hjá mér.
Kjarri.
Kjarri (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 15:04
Hvenær urðu Geir H.,Árni M. og Björgvin íslenska þjóðin(þeir eru að vísu hluti af henni),en málið er það að þessir einstaklingar hafa engan rétt til þess að skuldbinda heila þjóð. Það getur Alþingi eitt gert. Allt annað er hreint og klárt stjórnarkrárbrot. Látum þessa nýlendukúgara og arðræningja bara vaða yfir okkur á skítugum skónum í þeirri von að komast inn það helvíti sem kallast ESB.
Óskar Aðalgeir Óskarsson, 24.7.2009 kl. 23:05
Hittir akkúrat nagglan á höfuðið með því að segja deilitöluna á okkar greiðslubyrgði eða 1400 millj. á meðan að það er einungis hægt að nota 400 til verksins.
Hvernig er hægt að borga skuldir með brúttótekjum? Taka kúlulán?
Tölurnar undir síðasta strikinu gilda og engar aðrar, það kostar gjaldeyri að búa til peninga á Íslandi, svo einfallt er það. Þó að misvitrir stjórnmálamenn og flugumenn þeirra haldi öðru fram.
Sindri Karl Sigurðsson, 24.7.2009 kl. 23:15
Sindri þetta er nú bara ekki rétt hugsað hjá þér. Ef að þessi rök væru rétt þá gæti t.d. enginn keypt sér húsnæði. Því að ef húsnæði kostar 25 milljónir og þú hefur aðeins um 5 milljónir í tekjur þá skv. þessari skýringu gætir þú aldrei borgað og því ekki keypt.
Síðan er þetta með útfluttningstekjur og svo lansframleiðslu. Það er nefnilega í flestum löndum að stór hluti framleiðini landa eru í raun bara þjónusta og verslun innanlands. Sem er drifinn af innlendum gjaldmiðli, og kaupum og sölu af honum. Því stjórnar seðlabanki með þvð að prenta peninga. En öllum kerfum eru nauðsyn að fá inn einhver verðmæti og það gerir útflutningstekjur svo mikilvægar. En það er viðurkend staðreynd að miða við landsframleiðlsu þegar metin er greiðslu geta og hún er um 1400 milljarðar. En það sem háir okkur er og verður ef við fáum ekki lánin að engin vill skipta krónum og því verðum við að eiga hér gjaldeyrisvaraforað til að styrkja trú manna á að krónan sé eitthvað sem menn trúi að borgi sig að skipta við í framtíðinni þar til að við höfum fengið Evrur
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.7.2009 kl. 23:51
Óskar þú veist það vel sjálfur að ráðherrar eru fulltrúar meirihluta Alþingis og þarf af leiðandi fulltrúar meirihluta kjósenda og þar með talsmenn þjóðarinnar. Þannig er það bara.
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.7.2009 kl. 23:53
Já það er nefnilega vandamálið í þessu. Ég veit að það þarf að skipta íslenskum krónum í gjaldeyri. Gjaldeyririnn sem er til ráðstöfunar er ekki 1400 milljónir, en það er deilitalan. Hún er því varlega áætlað röng, ekki satt? Burt séð frá viðmiðum og óskhyggju varðandi framtíðargengi krónunnar.
Fáránlegt að eyða gjaldeyrisláni í að reyna að sýna einhverjum að við séum betri en við erum... Sama ruglið og var fyrir ári nema aðrir aðilar í ruglinu.
Sindri Karl Sigurðsson, 25.7.2009 kl. 00:01
Og skál, úr því þú setur könnuna aldrei niður...
Sindri Karl Sigurðsson, 25.7.2009 kl. 00:02
Magnús og Marinó!! Reynið að sjá alla myndina.
Til dæmis:
Hvernig gátu hollendingar og bretar tryggt allar innistæður í öllum starfandi bönkum ? Voru þeir miklu efnaðri en íslendingar ?
Af hverju eru Íslensku bankarnir enn starfandi í þessum löndum að verja eignir ef starfsemi þessara banka var á einhvern hátt glæpsamleg. ?
Ef þið nennið að lesa skírslu Jean-Claude Trichet núverandi seðlabankastjóri Evrópu frá 99 Sem þið vitnið báðir í þá fann hann út að þetta innistæðutryggingakerfi gengi ekki upp ef alvöru kreppa yrði í heiminum. Hann segir í skírslu sinni um kerfið. "Although the goal of enhancing the stability of the banking system was clearly stated, the system introduced in France, as in most countries possessing formal deposit guarantee schemes, was not meant to deal with systemic crises, for which other measures are needed." Ekki tekur Trichet meira á því hvað "other measures " eigi að vera en í ljósi þess að ECB er nú farinn að rétta út evrur til allra þeirra sem þess óska (nema íslendinga) með veði í ástarbréfum þá virðist ljóst að í dag þýðir "other measures " að prenta evrur. Þetta eru kallaðir björgunarpakkar í dag og bæði Bretar og Hollendingar hafa þegið þá.
Það gefur auga leið að við getum ekki verið þátttakendur í samstarfi EU um frjálst fæði fjármagns án þess að njóta sama skjóls fyrir fjármálafyrirtækin okkar og hin aðildardíkin.
Hérna er grein sem ég tók saman um þetta.
Og Sindri Karl ég er mjög innilega samála þessu
"Fáránlegt að eyða gjaldeyrisláni í að reyna að sýna einhverjum að við séum betri en við erum... Sama ruglið og var fyrir ári nema aðrir aðilar í ruglinu. "
Guðmundur Jónsson, 25.7.2009 kl. 10:13
Í skýrslunni segir líka um þetta:
Það er að við kerfisbundið hrun sér innistæðutryggingarkerfið ekki hannað til að standast það og verði því Seðlabankinn og Ríkisstjórn að koma að þessu. Því eins og segir segir í tilskipun ESB og EES þá eru innistæður upp á tæplega 21. þúsund tryggðar án undantekninga. Og það er ríkjana að koma upp kerfi sem tryggir það án undantekninga.
Við erum ekki með frjálst flæði fjármagns vegna þess að við þurfum að verja þann litla gjaldeyrir sem við eigum til að geta keypt inn vörur og þjónustu. Við gætum prentað krónur út í það óendanlega en það hjálpar okkur ekkert í vöruskiptum af því að enginn vill skipta við verðslausan gjaldmiðil. Og til þess að hann eigi möguleika á að auka verðgildi sitt verða að vera eignir eða önnur verðmæti að baki honum. Sumir nota Gull. Við komum okkur upp Gjaldeyrisvarasjóð.
Magnús Helgi Björgvinsson, 25.7.2009 kl. 12:23
Skemmtilegt að lesa þetta. Annar hver maður hamast við að segja að við eigum ekki að borga. Hvað heldur þetta fólk að gerist þá? Væntanlega verður bara Ýsa og lambakjöt í öll mál hér eftir. Ávextir (frá útlöndum) nánast óþekkjanlegir á borðum (nema eitthvað úrkast sem við gætum keypt). Grænmeti af skornum skammti og þá helst seinnipart sumars. Semsagt áratugi aftur í tíman. Við getum ekki verið sjálfum okkur nóg. Við þurfum á viðskiptum við útlönd að halda. Ef Icesave samningurin sé svo slæmur að ekki komi til greina að samþykkja hann að þá veður að taka upp þráðin við samninga (aftur) en að neita að borga held ég að sé ómögulegt. Hins vegar er rétt með hriðjuverkalögunum í Bretlandi að þá gerðu þeir mikið á okkar hlut en að hluta til er að sakast við síðustu ríkisstjórn (og jafnvel þáverandi seðlabankastjóra). Við eigum að reyna að fá bætur (eða betri samning) vegna þessara aðgerða. Það samt gerir okkur ekki stikkfrí. Við sleppum ekki við einhverjar greiðslur.
Kjarri
Kjarri (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 14:54
Magnús. Athugaðu að Það er beinlínis bannað að ríkistryggja fjármálafyrirtæki á EES svæðinu. Þessi setning "It is accepted........ supervisors, central bank, government." vísar bara í þá sam hafa peningaprentunar valdið. það er hinsvegar líka bannað að prenta peninga á evrusvæðinu og Trichet getur því ekki sagt það beinum orðum, en þetta er leyst nú með því að afhenda völdum seðlabönkum/ríkjum evrur gegn umsemjanlegum veðum. Við prentum vitanlega ekki krónur til að verjast bankaáhlaupi í Bretlandi. En ECB og sambandið hefðu að sjálfsögðu átt að leysa þetta á sama hátt og nú er verið að gera annarstaðar á evrusvæðinu.
Guðmundur Jónsson, 25.7.2009 kl. 17:17
Í tilskipun EES segir að til staðar eigi að vera kerfi sem tryggja lámarks innistæður Og það er ríkjana að koma þeim á. Það eru allar innstæður einstaklinga tryggðar upp að 21 þúsund evrum tæpum. Og ríkjunum ber að tryggja að til séu eitt eða fleiri kerfi sem tryggja það. Því segir Franska skýrslan að í tilfellum kerfishruns komi til kasta ríkisins eða seðlabankans.
Magnús Helgi Björgvinsson, 25.7.2009 kl. 18:55
Í þessari söm tilskipun segir líka að hafi tryggingasjóðunum verið komið á fót eftir reglunum tilskipunarinnar, sé viðkomandi ríkissjóður ekki ábyrgur fyrir innistæðunum. Catch 22. Og athugaðu að það skipti engu máli þó íslenska ríkið hefði verið allt að vilja gert til að trygga innistæðurnar því ísenska ríkið átti ekki fyrir þeim.
Ég mæli með frábæri greiningu Elviru Mendaz Dr í Evrópurétti á þessu.
Guðmundur Jónsson, 25.7.2009 kl. 22:12
Þetta sagði Elvira á fundinum fræga hér um daginn í Háskólanum:
Magnús Helgi Björgvinsson, 25.7.2009 kl. 22:44
Magnús ! það er búið að greiða lámarkið. og gott betur, Bretar og Hollendingar gerðu það með hjálp ECB.
Guðmundur Jónsson, 25.7.2009 kl. 23:00
Þetta er hræðsluáróður ríkisstjórnar er hundléleg blaðamennska hjá mogganum, þessi banki hefur ekki lánað okkur peninga síðan 2007
Recent loans
Sjá nánar hér
Sævar Einarsson, 5.8.2009 kl. 05:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.