Leita í fréttum mbl.is

Það má segja að það eigi að blóðmjólka þessa grein EVU hjá Mogganum.

Önnur frétt um þetta mál sem er undir fyrirsögninni:

Stöndum ekki undir skuldabyrði

Og sú fyrirsögn fór í taugarnar á mér. Þarna hefði mátt vera spurningamerki. Bæði er ljóst að Eva er ekki sérfræðingur í hagfræði eða rekstri ríkja. Þó að stuðningur hennar við okkar málstað sé lofsverður! En einmitt í framhaldi af þessu langar mig að benda á ágæta grein eftir Jón Siguðrsson fyrverandi foramann Framsóknar á www.pressan.is í dag þar sem hann fjallr um mál sem mér hefur verið hugleikið. En það er þegar menn eru nú á síðustu mánuðum farnir að gera lítið úr embættismönnum og starfsfólki ráðuneyta sem og samningamönnum okkar. Meðal annars frá þingmönnum og svokölluðum sérfærðingum  Hann segir í grein sinni:

En þessar efasemdir gefa ekki tilefni til þess að fara lítilsvirðingarorðum um nefndarmennina sem sömdu um málið fyrir Íslands hönd. Engin ástæða er til að efa að þeir unnu verk sitt af heilindum, samviskusemi og vitund um alvöru málsins. Sum ummæli sem fallið hafa um samningamennina eru höfundum sínum til skammar.

Og framvinda málsins gefur ekki heldur tilefni til að draga athafnir fjármálaráðherra í efa sérstaklega. Allir vita hvernig hann kom að þessu máli. Allir vita að aðrir en hann stóðu að þessu og enn aðrir höfðu fjallað um þetta áður en hann tók á sig ábyrgð á viðbrögðum. Steingrímur J. Sigfússon er eins og margir aðrir að því leyti að áður hafði hann notað alltof stór orð um þetta mál. En það breytir því ekki að hann hefur tekið á sig þungt verkefni fyrir þjóðina, vaxið í starfi og á annað skilið en hnjóðsyrði fyrir viðleitni sína í þessu máli.

Bent hefur verið á flókin lögfræðileg atriði í Icesave-samningnum sem þarfnast sérstakrar skoðunar. Menn efast um að endurskoðunarákvæði samningsins séu nógu skýr. Dregið hefur verið í efa að skilmálar sem Evrópusambandslöndin höfðu viðurkennt hafi í raun mótað samninginn. Og vakin hefur verið athygli á því að enn hefur forsætisráðherra ekki reynt til þrautar að hnika málinu á hæsta stigi stjórnsýslu þjóðanna þriggja sem málið snertir mest.

Miklar umræður hafa orðið um mat á framtíðarhorfum varðandi greiðslur vegna Icesave. Sumt í ummælum manna um þetta vekur furðu. Vandaðar rökleiðslur opinberra stofnana um þetta hafa orðið að skotspæni nokkurra gáfumanna. En sumir þeirra hafa svert eigin málstað með tilhæfulausum stóryrðum og fullyrðingum. Auðvitað er framtíðin óvissu háð - og þarf ekki heil sjö ár til!

Jón Sigurðsson er alltaf að vinna sig í áliti hjá mér. Hann er maður sem kemur með yfirvegaðar athugasemdir og skoðn á málin. Væri ekki rétt að ríkisstjórnin reyndi að fá hann í vinnu t.d. við undirbúning ESB aðildarumsóknina?

 


mbl.is Ísland – það sem læra má af efnahagshruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já þetta er sárt fyrir "Samspillinguna".

Magnús Sigurðsson, 1.8.2009 kl. 14:46

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu nafni! Ert þú með einhvern flokk frekar sem þú vildir hafa við stjórn?

Kannski Framsókn og Sjálfstæðisflokk aftur?

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.8.2009 kl. 16:12

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Ég sé ekki að það sé verið að blóðmjólka neitt.  Annarsvegar er sagt frá birtingu greinarinnar undir því sem mér finnst vera hárétt fyrrisögn, það þarf ekkert spurningamerki fyrir aftan hana!  Hinsvegar er þýðing á greininni. 

Icesave er aðeins smáhluti af þeirri gífurlega skuldasafni sem íslenska ríkið, fyrirtæki og einstaklingar stenda frammi fyrir.  Skattahækkarnir og samdráttur í framkvæmdum á öllum sviðum svo og skerðingar á velferðarsamfélaginu eru algjörlega fyrirséðar næstu ár og áratugi.  Íslendingar notuðu "góðærið" til að safna óheyrilegum skuldum og standa nú með galtóma budduna þegar harðnar á dalnum.  Ríkisstjórnir síðustu 20 ára eða svo hafa ekki haft bein í nefinu til þess að stjórna einu eða neinu.  Ríkisstjórnin sem nú situr hefur hreinlega ekki lengur vald til þess að stjórna!  IMF, Bretland, Holland og Norðurlöndin halda í spottana og láta dúkkuna dansa eins og þeim sýnist. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 1.8.2009 kl. 16:38

4 identicon

eva joly virðist hafa kjark til að segja það sem íslenskir "stjórnmálamenn" (einsog nefndur J.S. ) hafa ekki haft manndóm til að viðurkenna.við virðumst nú komin í þá ömurlegu stöðu að til að fletta ofan af lögbrotum leitum við til þeirra sömu og sömdu lögin á sýnum tíma.allavega miðað við þína uppástungu með að ráða J.S í vinnu kannski við hlið Svafars Gestssonar?og nú ætla íslenskir dómstólar að vinna helgarvinnu fyrir KB banka við að hilma yfir upplýsingar sem með réttu hefðu átt frekar að leka úr herbúðum rannsóknanefnda heldur úr spillingargreni glæpamanna.

zappa (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 16:48

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Finnst það nú furðulegt að koma með svona fullyrðingu í fyrirsögn þegar að allir þeir sérfræðingar sem hafa aðgang að öllum forsendum hafa fullyrt að við gegum borgað þessar skuldir. Minni á að AGS lánin eiga að greiðast upp áður en en fyrsti gjalddagi er af IceSave. Og þau lán á sem minnst að nota nema bara til að vera gjaldeyrisvarasjóður eða "gullfótur" undir krónuna. Viðurkenni að lán seðlabankans vegna fáránlegra lána hans valda okkur erfiðleikum. IceSave lánið er með fysta gjalddaga 2016 og þá eru nú líkur á að hér verði allt breytt.

Ég bara minni á að Eva Joly er sérhæfð í rannssaka fjárhagsbrot og er lögfræðingur. Hún er ekki sérfræðingur á þvi sviði sem hún skrifar um. Heldur er hún að vekja athygli á málstað okkar og málar hann eðlilega svartan til að fá athygli á stöðu okkar það finnst mér fínt. En fólk ætti að varast að líta svo á að þessi gren hennar sé fræðileg úttekt á greiðslugetum okkar.

Vísa aftur í ágæta grein Jóns sem ég vitnaði í hér að ofan. Þetta er víst leiðari í Fréttablaðinu í dag: En hann segir:

Vandaðar rökleiðslur opinberra stofnana um þetta hafa orðið að skotspæni nokkurra gáfumanna. En sumir þeirra hafa svert eigin málstað með tilhæfulausum stóryrðum og fullyrðingum. Auðvitað er framtíðin óvissu háð - og þarf ekki heil sjö ár til!

Þetta eru eðli málsins skv. bestu útreykningar sem við höfum því þessar stofnanir hafa aðgang að öllum gögnum. En ýmsir "sérfræðingar" hafa farið hamförum að gera lítið úr vinnu fólk í ráðuneytunum og Seðlabanka sem unnið hefur þar sennilega dag og nótt síðustu mánuði í að reikna út stöðu okkar og framtíðar möguleikum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.8.2009 kl. 16:56

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Zappa ég get alveg tekið undir með þér að Eva er ekkert hrædd við að láta okkur vita hvað er að ef hún sér eitthvað. Held að skv. því að hún er ráðgjafi við embætti sérstaks saksóknara þá væri búið að syngja í henni ef að einhver væri að sleppa.

En eftir lestu á fréttum um hvað var að gerast í Kaupþingi þá sagði ég athugasemd hjá Agli Helgasyni áðan

"

Burtu með þetta pakk allt saman! Líka þá starfsmenn Kaupþings sem unnu að þessum gjörningum og hafa ekki sagt frá því? Alveg niður skalan. ´Ég hef verið á því að bíða eftir að rannsókn ljúki en nú verða þeir sem ekki hafa sjálfviljugir sett sig í samband við rannsóknarnefndina, FME eða sérstakan saksóknarar og látið vita af þessu að fara að leita sér að annarri vinnu því það verður ekki undað vð það að þetta fólk starfi áfram í bönkunum eftir að hafa tekið þátt í þessu án þess að tilkynna það réttum yfirvöldum.

Alltaf að koma betur í ljós að þetta kerfi hefði hrunið í hausinn á okkur þó að engin kreppa hefði komið hér. Þegar menn eru farnri að lána fé úr bönkum sem fleiri þúsundir hluthafa eiga í, eins og þetta sé einkabanki þeirra og bara án veða ef því var að skipta þá hafa þeir brotið lög án nokkrus efa. Menn verða að muna að hlutahafar í þessum bönkum skiptu tugum þúsunda bæði beint og í gegnum sjóði og lífeyrisstjóði.

Burtu með þetta pakk!!!!!!!!!!!!!!!!!!!"

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.8.2009 kl. 17:02

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Eru Sjálfstæðis og Framsóknarflokkurinn ekki lengur angi af "Samspillingunni"?

Það er sérkennilegt að vitna í "ágæta" grein eftir gamlann formann framsóknar þegar  Eva Joly tekur upp á því að tala eins og hún hafi Íslenskt hjarta.

Magnús Sigurðsson, 1.8.2009 kl. 18:08

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, þetta er rétt hjá magga.

Afhverju velur Morgunblaðið þessa fyrirsögn ?

Hvaða útreikninga kemur eva með þessu viðvíkjandi o.s.frv.

Þar sem þetta kemur við sögu í greininni er hún að segja eitthvað á þá leið, að velferðakerfið verði skorið svo mikið niður að unga fólkið muni flytja burt og færri muni standa að þjóðfélaginu og þar af leiðandi muni ísland ekki geta borgað þegar þar að kemur.  Hvorki IMF eða nokkrum lánveitenda, skilst mann.

Það eru önnur atriði sem eru miklu meiri þungamiðja í greininni en moggi velur að gera þetta að fyrirsögn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.8.2009 kl. 19:31

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er nú alltaf gott að hafa sérfræðinginn í þroskaþjálfanum úr Kópavoginum. Hann veit allt, hann kann allt. Ef málið sýst um að velja flokkinn sinn þá er hann með öll svör. Það þarf bara að sparka í rassinn á honum þá rekur hann út tunguna, og bullar flokksruglinu út.

Nú er það Eva Joly sem ekkert veit og ekkert kann.

Magnús þú gerir fyrst og fremst lítið úr þér með málflutningum.

Sigurður Þorsteinsson, 1.8.2009 kl. 23:31

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sigurður ég er á því að Eva Joly sé frábær á þeim sviðum sem hún hefur sérhæft sig í. Og jafnvel með klárustu lögfræðingum á sínu sviði. Ég var bara að benda á að hún hefur ekki hingað til svo ég viti verið sérfræðingur í greiðslugetu og hagfræði. Né sérfróð um málefni Íslands. Fagna greininni hennar og málflutning í þessar grein. En bendi á að sérfræðingar hafa reiknað það út að við getum ráðið við þetta þó að aðrar þjóðir hafi ákveðið að gefa okkur ekki peninga. Og í raun verið hörð við okkur og jafnvel ósanngjörn. En það var allt í lagi að Eva Joly notaði svona sterkar lýsingar.

Og svo verður þú að átta þig á að á blogginu þá leyfist manni að hafa sínar skoðanir. Eins og stendur í UM HÖFUND hjá mér:

"Magnús eða Maggi B er þessi dæmigerði maður sem situr og les fréttirnar og hefur skoðun á flestu. Og til þess að hlífa ættingjum og vinnufélögum við rausinu þá skrifar hann þetta hér inn. Og ekki er verra ef að fólk sem hefur sömu eða andstæðar skoðanir skrifi í athugasemdir. Því þá skapast grundvöllur fyrir umræður. "

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.8.2009 kl. 23:50

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Magnús Sigurðsson, 2.8.2009 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband