Leita í fréttum mbl.is

Hvað eiga Hagsmunasamtökin við með "óásættanlegt ójafnræði milli lántakenda"?

Var að lesa yfirlýsingu Hagmunasamtaka Heimilanna. Þau eru ekki ánægð með þetta úrræði fremur en önnur.

Fyrst væri nú gott að vita hvað þau eiga við með þessari klausu:

Eins og hér hefur verið rakið nýtist úrræðið einna helst ákveðnum hópi. Því má spyrja hvaða úrræði verða í boði fyrir aðra hópa? Ef skuldaaðlögun Nýja Kaupþings er ætluð til að skapa friðþægingu fyrir stjórnvöld gagnvart kröfunni um leiðréttingu á lánum heimilanna er að lokum mikilvægt að taka framað úrræðið felur hvorki í sér leiðréttingu né afskrift, og skapar jafnvel óásættanlegt ójafnræði milli lántakenda.

Hvað var þá með hugmyndir um 20% niðurfærslu lána. Var þar ekki um óásættanlegt ójafnræði milli lántakenda að ræða. Eins finnst manni furðulegt að þeir skuli taka lækkun á íbúðaverði inn í útreikninga sína það er ekki hægt að ætlast til að allir sem hafi orðið fyrir lækkun á Íbúðaverði fái leiðréttingu á lánum vegna þess. Það mundi ekki ganga upp. Þeir kenna AGS um að almennar lækkanir lána gangi ekki upp. Hefur þeim dottið í hug að kröfuhafar hafi kannski ekki samþykkt það svona almennt?

Almennt má gera ráð fyrir að í þeim hópi lántakenda sem áttu hlutfallslega lítið eigið fé til íbúðakaupa finnist margir yngri lántakendur sem jafnvel voru að festa kaup á sinni fyrstu eign, nýkomnir á vinnumarkað. Á hinn bóginn má gera ráð fyrir að fjölskyldur sem áttu meira eigið fé hafi verið  vinna fyrir því á lengri tíma þar sem fyrirvinnur þeirra heimila hafi verið lengur á vinnumarkaði en fyrstu kaupendur. Tap þeirra (heimili A) vegna hruns efnahagskerfisins er því í raun mun meira  kaupenda (heimili B).

Á þá að lækka lán enn frekar á þeim sem áttu meira eigið fé í sinni íbúð? Eru Hagsmunasamtökin að fara fram á að fólk eigi hlutfallslega jafn mikið eigið fé í íbúðum sínum eftir allt hrunið. Og Hagmunasamtökin muna sennilega ennþá eftir því að um 70% allra lána vegna íbúðakaupa eru við Íbúðarlánasjóð? Og að það voru margir sem þorðu ekki að taka gengistryggð fasteignalán vegna gengisáhættu. Eiga þá þeir sem voru varkárir að sitja uppi með minni leiðréttingar? Og á þá í framtíðinni alltaf að bæta fólki upp ef að íbúðaverð fellur?

Fullt af spurningum sem vakna við þetta.


mbl.is Friðþæging fyrir stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna um bráðaaðgerðir í efnahagsmálum eru mjög skýrar og voru settar fram í febrúar. 

Þær fela ekki í sér 20% niðurfærslu á öllum lánum.  Heldur að leiðréttingar fari fram á grundvelli þeirrar upphæðar sem fólk fékk lánað.  Sjá nánar hér:

http://www.heimilin.is/varnarthing/about/tilloegur-samtakanna

Ég vona að þessar upplýsingar svari þeim spurningum sem kunna að vakna.  Hægt er að senda samtökunum póst á heimilin@heimilin.is

Öllu góðu Samfylkingarfólki bendi ég á þessa ræðu Sigrúnar Elsu Smáradóttur sem flutt var á samstöðufundi HH á Austurvelli í vor. 

http://www.heimilin.is/varnarthing/about/vidburdir/328-raeea-sigrunar-elsu-smaradottur-a-austurvelli-23-mai-2009

Í henni segir m.a.:  ,,Á landsfundi Samfylkingarinnar flutti ég ásamt fleirum tillögu um almennar aðgerðir vegna verðtryggðra lána heimilanna, þess efnis, að leitað verði sanngjarnra leiða til að skipta ófyrirséðu tjóni milli lántakenda og lánveitenda vegna efnahagshrunsins og hækkunar verðtryggðra lána því samfara. Tillagan var samþykkt með meginþorra atkvæða."

Þórður Björn Sigurðsson, 3.8.2009 kl. 20:59

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hugmynd: hækkum húsnæðisverðið bara þannig að neikvæð eign breytist í jákvæða. Þetta eru hvort sem er allt saman bara tölur á blaði einhversstaðar.

Skárra en að bjóða fólki upp bara á lengri reipi, og nú í fjölbreyttu litaúrvali.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.8.2009 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband