Leita í fréttum mbl.is

Bið nú menn að fara varlega í yfirlýsingagleði sinni! Sér í lagi ráðherra!

Hvað eiga menn við með að aflétta bankaleynd? Á bara að leyfa að birta allar upplýsingar um alla eða erum við að tala um afmörkuð mál? Er verið að tala um stöðuna núna eða við hrunið? Og þá spyr maður um þá sem tóku lán þegar þessi bankaleynd var í gildi eiga þeir þá rétt á skaðabótum vegna skertrar samkeppnisstöðu? Erum við að tala um einstaklinga líka?

Það gæti orðið okkur dýrt spaug ef að ríkið yrði skaðabótaskylt vegna þessa. Samt er maður algjörlega á móti þessu lögbanni sem var sett á einn fjölmiðil RÚV og veldur því að maður heldur að Kaupþing hafi vitað um að RUV væri með eitthvað meira í pokahorninu og svona þöggun er náttúrulega ólíðandi.

En finnst að það þurfi að láta færustu lögfræðinga okkar skoða þetta mál mjög vel áður en við rjúkum í eitthvað sem gæti kostað okkur milljarða í skaðabætur í viðbót við allt sem við þurfum að greiða. Eftir þeirra leiðbeiningum verði lögin löguð að því að opna þetta eins og hægt er án þess að hin almenni viðskiptavinur þurfi að hafa áhyggjur af því að hans upplýsignar verði gerðar opinberar.


mbl.is Vill aflétta bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Gjaldþrota banki er ekki banki lengur!   Í lögum um fjármálafyrirtæki(2002/161) stendur m.a.:

14. gr. Hlutafé og stofnfé.
Hlutafé viðskiptabanka og lánafyrirtækis og stofnfé sparisjóðs, sbr. þó 77. gr., skal að lágmarki nema 450 milljónum króna en þó aldrei lægri fjárhæð en nemur jafnvirði 5 milljóna evra (EUR) í íslenskum krónum miðað við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni.

Hvert er hlutafé gjaldþrota banka???   

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 3.8.2009 kl. 16:03

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nú er verið að tala um bæði gömlu og nýju bankana og við vitum að ríkið er að endurfjármagna þá. Og því væri vont að rugga þessu akkúrat núna. Þó ég sé alveg á því við eigum rétt á því að vita um það ótrúlega ferli sem var í gangi í bönkunum fyrir hrunið þá er alltaf spurning hvernig að slíkar upplýsingar og hvaða eru gerðar opinberar. Við þurfum minnstakosti að tryggja að það hafi ekki áhrif á það að þeir sem skulda þessi lán eigi ekki kröfu á að sleppa við að borga þau, eða rétt á skaðabótum vegna brota á þeim.  En að því sögðu þá finnst mér algjörlega út í hött að bankanir fari um og fái lögbann á upplýsingar sem óvíst er hvaðan koma.

Bendi líka á hvað kröfuhafar bankana eru viðkvæmir sbr:

Fulltrúar kröfuhafa Landsbankans stóðu upp í fússi á föstudag, hótuðu málsóknum og flugu af landi brott. Fjármálaráðuneytið er einnig afar ósátt við að FME víki skilanefndarmönnum á ögurstund í uppgjörsferlinu. Þetta getur sett alvarlegt strik í reikninginn í Icesave samkomulagi.

Og þetta voru bara viðbrögð við þvi að einhverjum skilanefndarmönnum var sagt upp!

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.8.2009 kl. 16:20

4 identicon

Sæll.

Fóru í fússi! Hvað skyldi valda því ? Kannski var aukin ástæða til að kveðja þá og þakka fyrir vel unnin störf eða hvað. (Athugasemd í anda andrúmslofts tortryggni og samsæriskenninga)

Kv.JAT  

Jón Tynes (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 16:58

5 identicon

Magnús..... færustu lögfræðingar, stjörnulögmenn. Getum við treyst þeim? Ég er að verða þreyttur á lýsingarorðunum; færustu, hæfustu. Leitum frekar til ungra óspilltra lögfræðinga. Þeir hljóta að vera til.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 17:20

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég var nú alls ekki að meina lögfræðinga eins og Ragnar Hall, Jón Steinar eða hvað þeir heita. Ég var að meina lögfræðinga t.d. sem kenna í háskólanum eða eru sérhæfðir í þeim hluta lögfræðinar sem snertir þetta mál. Ég er orðinn þreyttur á aleiðingum þess að við séum ekki að vanda okkur eins mikið og hægt er. En er sammála því að stjörnulögfræðingar okkar hafa nú margir tekið þátt í framgangi útrásarbrjálæðingana. T.d. er Ragnar Hall einn af lögfræðingum Jóns Ásgeirs.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.8.2009 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband