Leita í fréttum mbl.is

Þetta er einmitt það sem ég set fyrir mig varðandi trúnna!

Nú er þetta blessaða fólk þarna í USA að gera nákvæmlega það sem trúin boðar. Þ.e. að ef það biðji nógu heitt muni Guð koma og lækna. Hér á landi eru líka haldna svona lækningasamkomur þar sem að forstöðumenn safnaða segja að fari fram kraftaverk á hverjum degi og Guð lækini alveg hægri og vinstri. Og við skulum ekki tala um Benny Hinn! En það er nú sjaldnast að við fáum að sjá nokkra sönnun þess nema orði einhverja. Og miðað við þetta ættu aðilar innan þessa safnaða að vera með heilsuhraustu manna í heiminum.

En svo er raunin þegar fólk treystir þessum boðskap fullkomlega þá í raun myrða þau barnið sitt.

Neumann, sem er 47 ára og hefur starfað í hvítasunnusöfnuði í Wisconsin, sagðist hafa talið að ef hann leitaði til læknis vegna dóttur sinnar væri hann að taka lækninn fram yfir Guð. Þá sagðist hann ekki hafa gert sér grein fyrir því hvað stúlkan var veik og talið að hún væri með inflúensu

Svo segja trúaðir bara að það fái ekki allir lækningu og að vegir Guðs séu órannsakanlegir! Þeir segja líka að Guð sé góður. En hverskonar góðmennska er það að láta 11 ára stelpu deyja úr sykursýki á meðan að foreldrar báðu fyrir henni. Sjúkdóm sem vel er hægt að halda niðri.


mbl.is Reyndu að lækna dóttur sína með bænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Styrmir Reynisson

Vel mælt, þetta er sorglegt. Það er ekki betra að maður veit að þetta gerist 10 sinnum á hvert eitt skipti sem kemst í fréttir

Styrmir Reynisson, 2.8.2009 kl. 12:35

2 identicon

Það er staðreyndin að trúin er einfaldlega ekki góð, allt of mikið af fólki sem bæði mistúlkar hana og/eða misnotar.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 14:10

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Allir öfgar fara mikið í taugar mínar,t.d. að neita að þyggja blóð eða banna að ættingja sé það gefið,þótt vitað sé að annars sé það hans bani.

Helga Kristjánsdóttir, 3.8.2009 kl. 00:10

4 identicon

Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir, og það að trúa á hjálp hans getur getur styrkt fólk í sínum gjörðum. Að trúa því að eitthvað yfirnáttúrulegt geri hlutina fyrir mann er barna trú og hefur ekkert að gera með skynsemi sem við mennirnir fengum á einhvern hátt (?) en notum svo lítið.

merkúr (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband