Leita í fréttum mbl.is

Hvað á stjórnarandstaðan við með " Að standa við skuldbindingar okkar"?

Hef nú síðustu vikur verið að reyna að skilja hvað stjórnarandstaðan á við með: „Að sjálfssögðu ætlum við að standa við okkar skuldbindingar" En svo koma menn eins og Höskuldur í næstu setningu og segjast ætla að fella samninginn. Hvernig ætlar Höskuldur að standa við skuldbindingar okkar þá? Þeir segja ekkert um hvað þeir vilja gera. Þeir tala um dómstólaleið en nefna ekki hvernig á að fara að því. Það er nú þegar búið að fara með málið í gerðardóm. Við sögðum okkur frá honum en hann úrskurðaði samt að við værum ábyrg fyrir þessum innistæðutryggingum. Það hefur verið nefnt að skv. uppgjörshefðum þá eigum við að eiga forgang í eignir þrotabúsins. Og vísað í önnur lönd en þegar það er kannað þá reynist það ekki rétt sbr. Minnisblað LEX um úthlutun úr búi fjármálafyrirtækis vegna krafna sem eiga rætur að rekja til innstæðna samkvæmt dönskum og norskum rétti

Þannig að það væri gott að fá að vita hvað menn eiga eiginlega við? Hvernig ætla þeir að standa við skuldbindingar okkar? 

Og þegar þeir tala um að fella samninginn og semja aftur hvað vilja þeir þá fá? Halda þeir að okkur verði gefið eitthvað eftir að hafa fellt samning þar sem Hollendingar og Bretar hafa gefið eftir þó nokkuð af upprunalegum kröfum sínum? Og á hvaða forsendum?  


mbl.is Ræða breytingar á Icesave í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband