Leita í fréttum mbl.is

Sterkasta niðurstaðan!

Frábært að einn fulltrúinn í lögfræðingateyminu sem vinnur textan skuli vera úr Indefence sem og Eiríkur Tómasson. Við það vaknar sú von að flestir geti fylkt sér á bak við þessa niðurstöðu og gerir stöðu okkar sterka þegar við förum og fræðum við Breta og Hollendinga um fyrirvara sem þingið setur. Um leið er það bæði sigur fyrir stjórnanna ef hún kemur þessu máli í gegn og styrkur fyrir stjórnarandstöðu að taka þátt í að laga þetta mál til. Vonandi verða svo þessir fyrirvarar samþykktir af Bretum og Hollendingum og þetta mál komið úr sögunni í bili. Alveg komið nóg núna.
mbl.is Fundur í fjárlaganefnd klukkan 15
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla rétt að vona að tekist hafi að koma vitinu fyrir Samfylkinguna í þessu máli!

Sigurður (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 15:18

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Gott að heyra að þið Samfylkingarmenn eruð að vitkast.  Gaman verður í framtíðinni að reikna út, þegar niðurstaða liggur fyrir í málinu, hver ávinningurinn af því að svínbeygja Samfylkinguna í málinu varð.  Mig grunar að hann verði svo stór að Samfylkingin eigi sér ekki viðreisnar von  !!!!

Allir á Austurvöll í dag kl. 5

Sigurður Sigurðsson, 13.8.2009 kl. 15:25

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikil er gleði er ætíð yfir óförum annarra. Ég held að ef hægt er að tala um sigurvegara, þá sé það einmitt Samfylkingin. Þetta mál átti að nota til að buga stjórnarflokkana, sérstaklega Samfylkinguna til uppgjafar við það risavaxna verkefni sem stjórnvöld eru að fást við, það er endurreisn Íslands úr rústum fortíðarinnar. Stjórnarandstaðan misreiknaði málið, þó hún eyddi þvílíku púðri á að koma höggi á stjórnina, þá stóð hún föst fyrir.

Guðbjartur Hannesson hefur með mikilli festu, góðri málefnavinnu og mikilli lagni, leitt vinnuna í fjárlaganefnd. Hann er vanur að sinna ungum spriklandi krökkum og aðferð skólastjórans veikrar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.8.2009 kl. 16:36

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hólmfríður algjörlega sammála þér. Og sérstaklega varðandi Guðbjart. Ég hef sagt það áður að ég var mjög efins um hann sem formann fjárlaganefndar en hann hefur reynst frábær. Og fulltrúar minnihlutans hrósa honum líka.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.8.2009 kl. 16:43

5 identicon

Hólmfríður mín, mikið misskilur þú málið allt. Þetta snérist um að koma vitinu fyrir Samfylkinguna og Steingrím J. sem í upphafi vildu samþykkja samninginn umræðulaust og án þess að þingið fengi að sjá hann.

Líf einnar ríkisstjórnar er hjóm eitt miðað við þær hörmungar sem það hefði leitt yfir þjóðina.

Það er dæmigert fyrir ykkur Samfylkingarpésana að reyna að snúa þessu mesta hagsmunamáli þjóðarinnar fyrr og síðar upp í einhverja tilraun til að fella stjórnina.

Það lýsir betur ykkar innra manni en nokkuð annað.

Sigurður (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 16:44

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei Sigurður það var fljótlega ljóst að gerðir yrðu fyrirvarar. Og Steingrímur vilidi að fjálaganefnd mundi skoða málið og setja þá fyrirvara sem rúmuðust innan samningsins. Stjórnarandstaðan vildi hinsvegar fella ríkistábyrgð og fara og semja aftur. En í dag skiptir það engu máli. Málið fer í gegnum Alþingi og því meiri samstaða því betra

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.8.2009 kl. 16:52

7 identicon

Mikill er spuninn Magnús. Þingflokkur Samfylkingarinnar samþykkti einróma að samningurinn yrði samþykktur óbreyttur eftir að skrifað var undir hann (án þess að þingmenn hefðu séð hann). Ekki var rætt um neina fyrirvara. Mikil áhersla hefur verið lögð á að enga fyrirvara yrði hægt að setja við samninginn, allt þar til útséð var um að meirihluti næðist fyrir því á Alþingi.

Að halda því fram að Samfylkingin hafi leitt þetta mál til lykta er út í hött.

Hinsvegar held ég að flestir geti verið sammála um að úr því sem komið er og eftir allt klúður Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og síðast VG í tengslum við þennan samning sé illskást að kvitta upp á með öflugum fyrirvörum sem tengja greiðslur við hagvöxt og setja þak á það sem við þurfum að borga.

Sigurður (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 17:01

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nú hver hefur stýrt þessu þá Sigurður. Vg ráðherra leggur þetta fram. Guðbjartur er formaður fjárlaganefndar og stýrir vinnu þar. Ef honum hefur tekist að fá einróma álit allrar nefndarinnar þá er það sennilega m.a honum að þakka.  Þá hefur Guðbjartur frá upphafi opnað á fyrirvara. Steingrímur flutti málið og sagði að það væri þingisins að vinna málið áfram. Það væri á ábyrgð þess. En að málið komist í gegn um ALþingi er sigur fyrir stjórninna. Hvernig sem þú túlkar málið. Og reyndar held ég að það verði stjórnarandstöðunni líka til góðs.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.8.2009 kl. 17:15

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Reyndar set ég alla fyrirvara við fögnuð minn eftir að hafa hlustað á fulltrúa indefence áðan á rás 2 þar sem hann sagði að markmiðið væri enn það mikilir fyrirvarar að það þyrfti í raun nýjan samning. Vona að þetta sé rangt!

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.8.2009 kl. 17:23

10 identicon

Sú staðreynd að það tekst væntanlega að koma í veg fyrir að ríkisábyrgðin kæmist í gegnum þingið án strangra fyrirvara (NB málið er ekki í höfn enn), er stórsigur fyrir stjórnarandstöðuna. Það á eftir að koma í ljós hversu miklar fjárhæðir þessi barátta hefur sparað okkur. Mismunurinn skrifast á ríkisstjórnina.

Tek þó undir að Guðbjartur hefur staðið sig ágætlega í þessu máli og a.m.k. unnið með stjórnarandstöðunni í að sannfæra stjórnina um alvöru málsins. Þar gerði hann vel og mættu aðrir þingmenn og ráðherrar stjórnarinnar taka hann sér til fyrirmyndar.

Sigurður (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband