Laugardagur, 15. ágúst 2009
Líst ágætlega á að InDefence einbeiti sér að baráttu fyrir málstað Íslendinga
Eftir allt hrunið er það einmitt þetta sem InDefence á að einbeita sér að:
Um þessar mundir segir Ólafur samtökin einbeiti sér meira af því að kynna málstað Íslendinga erlendis með greinaskrifum og öðru. Nú þurfum að fylgja þessu eftir með málflutningi, það er það sem við setjum mest púður í, segir hann og kveður um fimmtíu sjálfboðaliða koma að þeirri vinnu.
Því þetta er einmitt það sem við þurfum. Annað í þessari frétt hljómar eins og InDefence sé eitthvað afl sem geti ráði hvað Alþingi og stjórnvöldi gera. T.d. finnst manni þetta hljóma furðulega:
Hann segir að málið verði skoðað ofan í kjölinn og borið undir hagfræðinga og lögfræðinga, hér á landi og erlendis.InDefence mun að sögn Ólafs taka afstöðu til frumvarpsins í núverandi mynd þegar það hafi verið gaumgæft í bak og fyrir.
Þeir geta náttúrulega skoðað málið aftur á bak og áfram en samt sem áður eru þeir bara hópur manna sem hefur skoðun á málinu. Það er meirihluti Alþingis sem er búinn að taka ákvörðun og nú er þetta í höndum Alþingis og stjórnvalda.
Þeim veitir samt ekki af stuðuningi við málið og Íslandi veitir ekkert af því að rétta álit annarra á okkur erlendis. Því vona ég að InDefence einbeit sér að því.
P.s. bendi fólki á stórmerkilega grein Jóns Baldvins um icesave á pressan.is
Þar svarar hann grein Sigurðar Líndal og tekur ábyrgð okkar vegna icesave ágætlega fyrir.
InDefence mun gaumgæfa málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:04 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
InDefence er ekki bara "einhver hópur", heldur öflug samtök sem hafa oftast reynst hafa miklu meiri samhljóm með skoðunum þjóðarinnar en ríkisstjórninni hefur nokkurntíma tekist.
Og afsakaðu mig meðan ég æli yfir því sem evrópumaðurinn Jón Baldvin kallar lagalega túlkun á ábyrgð Íslands. Hann blandar saman íslenska ríkinu og sjálfseignarstofnuninni Tryggingasjóði Innstæðueigenda án þess að gera greinarmun á því að þetta er tveir aðskildir lögaðilar. Auk þess voru það stjórnendur Landsbankans sem báru ábyrgð á starfsemi hans, hafi þeir gerst brotlegir var það ekki íslenskum yfirvöldum að kenna þó þau hafi vissulega klúðrað eftirlitinu. Annars væri það eins og að segja að lögreglan sé ábyrg fyrir því þegar einhver fer yfir á rauðu ljósi.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.8.2009 kl. 01:45
Sorry ég fór eftir upplýsingum af síðunni þeirra þar sem stendur undir tengil sem heitir "Um okkur"
Um okkur
Markmið þessarar vefsíðu er að auka gagnkvæman skilning á milli þjóða Brelands og Íslands á þessum erfiðu tímum efnahagskreppu. Síðunni var hleypt í loftið 20. október 2008 af hópi Íslendinga sem hafa búið og lært á Bretlandseyjum og hafa áhyggjur af því hvernig breska ríkisstjórnin og fjölmiðlar hafa fjallað um íslenska þjóð á undanförnum vikum.
Fulltrúar hópsins eru:
Athugið
Ofangreindir einstaklingar bera ábyrgð á ávarpi því sem kemur fram á þessari vefsíðu, en bera enga ábyrgð á athugasemdum sem aðrir setja inn á þessa vefsíðu. Við áskiljum okkur rétt til að eyða sérhverri athugasemd sem telst óviðeigandi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 16.8.2009 kl. 02:15
Heill og sæll Magnús
Ég heiti Ólafur Elíasson og er meðlimur í hinum svokallaða indefence hópi. Það er alveg hárrétt hjá þér að þetta kom eitthvað einkennilega út þarna á mbl.is. Blaðamaðurinn spurði mig bara um álit okkar á fyrirvörunum sem liggja nú fyrir. Okkar starf að undanförnu hefur fyrst og fremst snúist um það að fá icesave samninginn og fylgiskjöl hans upp á yfirborðið og stuðla að málefnanlegri og upplýstri umræðu um þetta mál sem snertir okkur öll. Okkar hlutverk er því auðvitað fyrst og fremst að taka þátt í málefnalegri umfjöllun um málið en að öðru leyti eigum við ekki aðild að störfum þingsins þótt það hafi leitað leitað til okkar um álit.Við höfum þó líklega haft einhver áhrif á framvindu mála þar sem ekki má gleyma því að áður en við fórum að taka þátt í umræðunni stóð ekki einu sinni til að sýna þingmönnum okkar samninginn heldur átti bara að skrifa undir. Við höfum einnig lagt á það áherslu að verja hagsmuni íslands með því að kynna sjónarmið íslendinga í erlendum fjölmiðlum.Ef þú vilt fá hugmynd um starf okkar á þeim vettvangi hvet ég þig til að líta á eftrifarandi greinasafn í erlendum fjölmiðlum sem má að miklum hluta rekja til okkar baráttu: http://indefence.is/Greinar-og-hlekkir Kær kveðja.Ólafur Elíasson
Ólafur Elíasson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 02:38
Ekki veitir af að einhver taki upp varnir fyrir okkur erlendis. Ekki hafa stjórnvöld gert það og allra síst heilög Jóhanna.
Sigurður (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 10:06
Mér finnst Indefence hópurinn búinn að standa sig alveg frábærlega og ég man bara vel þegar samningurinn var samþykktur af ríkisstjórninni og engir alþingismenn áttu að fá að sjá hann hvernig þessi hópur greip inn í.
Núna bíð ég eftir áliti þessa hóps um nýju fyrirvarana því ég trúi því og það hefur ekkert sýnt mér annað en að þessi hópur sé að vernda hagsmuni Íslands og ég treysti þeim annað en stjórnmálaflokkunum og fólkinu sem stjórnar landinu.
Flott starf - Áfram Indefence -) Áfram Ísland
Auðbjörg (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 11:12
Ég vil þakka Ólafi Elíassyni fyrir skýringarnar. Ég kaup þær alveg. Ég er einn af þeim sem skrifaði mig á listann þeirra í haust og fannst og finnst það rétt hjá þeim að við megum vera duglegri að kynna málstað okkar erlendis. Ég hinsvegar hef deilt á þá skoðun þeirra að við eigum ekkert að borga eins og þeir kynntu lengi vel. Og eins hef ég deilt á málflutning þeirra gagnvart þeim sem unnu að samningum fyrir okkur. Fannst þeir ekki hafa rétt á að gera jafn lítið úr samninganefnd, sérfræðingum sem unnum með þeim sem og starfsfólki ráðuneyta. Eins hef ég deilt á það sem þeir kynntu í upphafi að það ætti bara fella samninginn. En það má samþykkja það að þeir hafa átt þátt í að kalla fram ýmsar upplýsingar sem við hefðum kannski ekki í dag ef ekki væri fyrir þá
Finnst að þeir sem vel tengdur hópur eigi að halda áfram að vinna málstað okkar fylgi erlendis sem ætti kannski að byggjast á því að fá ESB í framtíðinni til að koma meira inn í þetta mál og styðja við bakið á okkur í framtíðinni til að komast fyrr út úr kreppunni. T.d. með stuðning við krónuna sem á móti tryggir að við eigum meiri möguleika á að standa við skuldbindingar okkar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 16.8.2009 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.