Leita í fréttum mbl.is

Gætið að þvi sem þið segið á þessu stigi!

Finnst að allir þurfi að gæta að þvi sem þeir segja um þetta blessaða Icesave og fyrirvarana áður en að Holland og Bretland hafa fjalla um þetta og samþykkt.

Held að ummæli eins og höfð er eftir Ragnari t.d. í RUV gætu orðið skaðleg ef þau berast viðsemjendum okkar áður en stjórnvöld eru búin að kynna þetta og fá þá til að samþykkja fyrirvarana. Því eiga allir að varast svona ummæli:

„Þessi fyrirvarar eru þannig að ég lít svo á að hér sé um að ræða gagntilboð til Breta og Hollendinga. Þetta er það mikil breyting á samningnum sem verið er að gera að við erum alls ekki að samþykkja ríkisábyrgð á þeim samningi sem lagt var af stað með",

Ragnar H Hall á www.ruv.is

Og eins

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, útilokar ekki að Íslendingar þurfi að semja á nýjan leik við Breta og Hollendinga um Icesave reikninga Landsbankans. Hún telur að viðbrögð þeirra við þeim breytingartillögum sem fjárlaganefnd samþykkti í fyrrinótt geta orðið með þeim hætti að semja þurfi upp á nýtt

Þetta hjálpar okkur ekki ef að þetta verður til þess að fá þessa fyrirvara samþykkta. Því að þarna eru þau bæði að tala um að um fyrirvaranir kalli á nýjan samning. Það er jú verið að reyna að gera núverandi samning þolanlegan en ekki verið að reyna að svindla nýjum samning inn að viðsemjendur okkar. Það er óþarfi að fara með þetta í opinbera umræðu áður en við erum formlega búin að kynna þeim þetta mál. Við viljum ómögulega að þeir fyrtist við heldur að þeir taki jákvætt í þessar breytingar.


mbl.is „Gleður mitt litla hjarta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag; Magnús Helgi !

Séuð þið Kópavogs kratar; svona smáir í hugsun, skal mig ekki undra, það, að samborgarar ykkar, treysti ykkur ekki, fyrir meirihluta stjórn, í ykkar ágæta bæ.

Ragmennska sú; - sem undirlægjuháttur, gagnvart einum stærstu þjófum Mannkynssögunnar (Bretum og Hollendingum), í nýlendum sínum, allt til okkar daga, er með þeim endemum, að það ættu allir Íslendingar, að geta sammælst um, að hleypa ykkur ekki, að lands  stjórninni, héðan í frá.

Hætt er við; að Þorskastríðin hefðu ekki unnist, ef roluskapur ykkar, hefði átt að ráða för, Magnús minn.

Af hvaða reikistjörnu; ertu annarrs upp sprottinn, drengur ?

Með; afar nöprum kveðjum - vestur yfir Sýslumörk, að þessu sinni /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 16:15

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Óskar þetta heitir stjórnkænska og samningatækni. Þetta byggist á því að sína ekki of snemma á spilin sem þú hefur. En þið eruð sennilega svona forn þarna fyrir austan að þið þekkið þetta ekki, kannski vitið ekki hvað spil eru heldur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.8.2009 kl. 16:20

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Mikið ertu eitthvað viðkvæmur Magnús minn. Má ekki undir neinum
kringumsstæðum styggja kúgara okkar í icesave. Alveg DÆMIGERT
sósíaldemókratiskt uppgjafarviðhorf og hræðslu-undirgefni. En, jú VONANDI
bregðast þessir erlendu kúgarar hinir verstu við og fella samninginn. Hef
þó enga trú á því, því fyrirvararnir halda ekki vatni þegar á reynir.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.8.2009 kl. 16:24

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þammig þú getur verið bara salla rólegur Magnús minn.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.8.2009 kl. 16:26

5 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Magnús Helgi !

Kom ég; við einhvern auman blett, þarna ?

Við sum öfl; þýðir ekki, að beita stjórnkænsku og samninga tækni, af neinu tagi, Magnús minn. Svo einfalt; er það. Jú; jú, eitthvað, könnumst við hér eystra, við spil, og eiginleika þeirra, ágæti drengur. Að minnsta kosti; þá við félagarnir, í Hraðfrystihúsi Stokkseyrarar (1983 - 1991), spiluðum Póker og 21, í kaffitímum - þá var oft, glatt á hjalla, piltur sæll.

Forneskjan; er einungis, til sæmdar mikillar - ekki til vanza, Magnús minn, svo til haga sé haldið.

Þökkum; Guðmundi Jónasi, sem oftar - skorinyrt innlegg, hér sem víðar, um síður, að lokum.

Nú; með mun mildilegri kveðjum, Vestur yfir /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 16:51

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta birtist á www.visir.is

Stjórnvöld hafa kynnt breytingartillögur fjárlaganefndar Alþingis á ríkisábyrgð vegna Icesave samkomulagsins fyrir Bretum og Hollendingum. Þjóðirnar bíða með viðbrögð þar til Alþingi hefur lokið umræðum um málið. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur að það gæti orðið þrautin þyngri að sannfæra ráðamenn þjóðanna um að fallast á breytingarnar. Önnur umræða um frumvarpið fer væntanlega fram í vikunni.

Sýnir hvað staðan er viðkvæm

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.8.2009 kl. 18:51

7 Smámynd: Benedikta E

Það er ekkert að ótast Magnús þetta er bara hræðslu áróður í Össuri eins og honum er lagið - sem ekki minnsta mark er á takandi.

Benedikta E, 16.8.2009 kl. 19:58

8 identicon

Beðið verður með viðbrögð þar til búið er að kvitta upp á allt klabbið. Þá verður farið í einhverjar sýndarviðræður þar sem Hollendingar og Bretar æsa sig aðeins en gúddera svo allt, því þeir vita sem er að þessir fyrirvarar halda ekki vatni.

Össur og félagar snúa svo heim sigri hrósandi yfir að hafa snúið niður nýlenduveldin og landað "glæsilegum samningi".

Sigurður (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 20:26

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er í sjáflur sér allt í lagi að sýna viðbrögð við samningum en svona yfirlýsingar eins og hjá Raganar um að þetta sé í raun gagn tilboð og svoleiðis er óþarfi.

Og viðbrögðin Sigurður sem ég var að tjá mig um er einmitt að þetta séu svo sterkir fyrirvarar að þeir jafngildi nýjum samning. Þannig að eitthvað ert þú að skilja þetta örðuvísi en Bjarni Ben, Ragnar Hall, og fleiri.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.8.2009 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband