Leita í fréttum mbl.is

Helvítis fantar!

Ef við skoðum málið er eins og heimurinn í heild sé á móti okkur (að minnsta kosti gæti maður haldið):

Helvítis bankarnir sem neyddu fólk til að taka gengistryggð lán. Jafnvel að skuldbreyta eldri lánum í gengistryggð lán.

Helvítis ríkisstjórnir sem leyfðu sér að tryggja innistæður í bönkum af því að öll önnur lönd gerðu það. Og gleymdu alveg þeim sem áttu skuldir í bönkum því eins og fólk veit eru það eign(?)

Helvítis ríkisstjórn sem skaffar ekki peninga í að færa allar skuldir hér niður ( Og láta bara erlenda kröfuhafa borga eða finna bara peninga fyrir þessu af því hún á aðgang að svo miklum peningum)

Helvítis Innlits/útlits þættirnir sem hvöttu fólk til að henda í Sorpu öllum innréttingum og húsgögnum svo hægt væri að kaupa húsgögn eins og voru í þáttunum á lánum.

Helvítis bílasölunar sem neyddu fólk til að kaupa sér nýjan bil þó að gamli bíllinn hafi verið í fínu lagi. Og helvíti kaupleigufyrirtækin og bankarnir sem neyddu fólk til að fólk til að taka þetta allt á lánum.

Helvítis Bretar og Hollendingar sem leyfa sér að rukka inn innstæðutryggingar á reikningum í íslenskum bönkum

Helvítis alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem   vogar sér að segja okkur fyrir verkum varðandi endurreisn hér á landi. (skilja þeir ekki að við kunnum þetta svo miklu betur)

Helvítis nágranaþjóðir okkar (sem vilja að AGS komið hér á einhverju vitræðnu efnahagslífi áður en þeir lána okkur)

Helvítis starfsmenn og embættismenn ríkisins sem hafa nú dag og nótt unnið að því að leysa úr margra ára uppsafnaðri óreiðu.

Helvítis helvíti!

En samt er nokkuð ljóst að þetta er ekki okkur að kenna. Þó við höfum jú keypt okkur helmingi stærri íbúð, nýjan bíl en spörðum okkur að flytja með því að henda öllu sem við áttum og keyptum allt nýtt í nýju íbúðina því að það var akstur innifalinn. Og nýi bíllinn kostaði ekki neitt í upphafi því við áttum ekki að byrja að borga fyrr en 4 mánuðum eftir að við keyptum hann. Og sumarbústaðurinn hefði borgað sig upp á 40 árum með því að sleppa við leigu á sambærilegum. Og eins var það með íbúðina á Spáni.

En þetta var ekki okkur að kenna. Og því á ríkið að borga lánin fyrir okkur. Jafnvel þó við borgum það aftur í sköttum.

Það er ekki okkur að kenna þó við höfum gjörsamlega hundsað gömlu gildin að eiga fyrir því sem okkur langaði í eða hluta þess.

(ATH þetta á ekki við um alla! Sumir lentu í þessari stöðu þrátt fyrir aðhald og sparsemi)


mbl.is Alvarleg skilaboð felast í minni greiðsluvilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Einmitt "helvítis fanntar" langt síðan ég sá orðið fanntur á prenti. Var það goðgá fyrir marga að stækka við sig þegar fór að fjölga á heimilinu. Tek undir hvert orð þitt.

Finnur Bárðarson, 18.8.2009 kl. 16:11

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Alveg rétt einu "n" ofaukið búinn að laga þetta

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.8.2009 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband