Leita í fréttum mbl.is

Hér er umræðan öll komin á haus!

Hef verið að hlusta á umræður síðustu daga og meira að segja á virta hagfræðinga þar sem mér finnst að menn séu komnir út í tóma vitleysu.

  • Það eru allir að tala um aðgerðir fyrir heimilin. Og rök styðja það með að nú sé svo mikið búið að gera fyrir fjármagaeigendur og því þurfi nú að snúa sér að skuldum heimilanna. Það gangi ekki að gera upp á milli þessara hópa. Ég verð að segja að ég hef aldrei skilið þetta.
    • Nú er það nú þannig að þeir sem áttu inneignir á almennum reikningum voru nú sennilega nær allir landsmenn á þessum tíma. Og þeir eðlimálsins voru kröfuhafar í bankana ef þeir hefðu farið í stöðvun
    • Þeir sem áttu peninga í peningamarkaðsreikningum töpuðu frá 15 til 35% af því sem þeir áttu þar.
    • Þeir sem höfðu fengið lánað hjá bönkunum voru náttúrulega ekki kröfuhafar heldur voru lán þeirra eignir bankana. Því get ég ekki séð mismuninn.
  • Og nú þegar verið er að tala um almennan niðurfærslu lána til allra þá hefur enginn skýrt út fyrir mér af hverju þetta ætti að vera svona auðvelt. Lilja Mósesdóttir talar að miða eigi við niðurfærslu lána við flutning frá gömlu í nýju bankana en það á aðeins við um 30% lánanna því hitt er hjá Íbúðarlánasjóði sem er með ríkisábyrgð á öllum sínum lánum. Og því gæti hann illa fært mikið af lánum niður án þess að við þyrftum að leggja honum til fé. Og hvar fáum vð það fé?
  • Eins fá ég ekki séð að lúxus bílar á bílalánum séu fjölskyldum nauðsynleg og að skattfé verði notað til þess að greiða þau öll niður. Verður þetta ekki að vera samningur milli þeirra fyrirtækja sem eiga þessi bílalán eða kaupleigu og þess sem keypti bílinn.

En mér finnst að ég hafi ekki séð ennþá raunhæfar tillögur frá neinum um hvernig við fjármögnum svona heildar niðurfærslur.

Mér reyndar dettur í hug núna þegar ég skrifa þetta að kannski væri hægt að nota hugmynd Tryggva Þórs um innsköttun á lífeyrissjóðsgreiðslum til að greiða niður lánin. Því að það er sama fólkið og er að greiða í þessa sjóði sem er með þessi lán. Var það ekki um 40 milljarðar á ári sem það átti að geta gefið í skatttekjur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband