Leita í fréttum mbl.is

Fjölmiðlar ekki að vinna með okkur núna!

Held að það sé rétt hjá mér að tölur hagstofunar mótast af því að fólk af erlendu bergi brotið sem var hér í byggingarvinnu er að flytja aftur heim sem og fólk sem var að klára vinnu við Kárahnjúka og á Hellisheiði. Hér er þetta blásið út eins og ég veit ekki hvað. Þetta hjálpar okkur ekki neitt. Vissulega stefnir hér í fólksflótta en vornandi ekki of stóran. En óþarfi að ýkja þetta:

Eins og málin hafa þróast síðustu ár hefur streymt hingað fólk til að vinna. Var ekki talað um að um 70% af byggingar og verktastarfsmönnum væru erlendir ríkisborgarar sem nú eru flestir á leið burtu þar sem enga vinnu er að hafa. Svona hefur þetta þróast síðust rúm tuttugu ár:

                                Aðfluttir Brottfluttir

1986

2.7032.964
19873.6162.408
19884.1512.685
19892.7553.841
19903.1663.847
19913.9892.982
19922.9593.213
19932.6982.901
19942.6763.436
19952.8674.285
19963.6644.108
19973.9903.921
19984.5623.682
19994.7853.663
20005.2033.489
20015.0024.034
20024.2154.490
20033.7043.837
20045.3504.820
20057.7733.913
20069.8324.577
200712.5467.414
200810.2889.144
janúar - mars 20091.5512.262

Því er eðlilegt þegar að hér hafa þúsundir flutt hingað til að vinna og hafa svo misst vinnunna að fæðngar hér nái ekki að dekka þann fjölda sem er að flytja í burtu.  Bendi líka á að það hefur gerst oft áður að brottfluttir séu fleiri en aðfluttir.  T.d. árin 2003,2002, 1996, 1995, 1994, 1993, 1992 og fleiri ár.

Þannig að ég held að okkur vanti upplýsingar um hversu margir íslenskir ríkisborgarar hafa flutt í burtu frekar.


mbl.is Íslendingar sagðir flýja sökkvandi skip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég rak augun í þessa skýrslu en mjög stutt svo það er möguleiki á að ég fari ekki með réttar upplýsingar hér, það voru 109 færri á landinu núna en á sama tíma og í fyrra.

Þessi skýrsla hélt líklegast eingöngu utan um Íslenska ríkisborgara, þess vegna eru þínar tölur ekki í takt við skýrsluna þar sem þær innihalda væntanlega alla sem hafa flutt til og frá landsins, hvort sem íslenskir ríkisborgara eða ekki.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 19.8.2009 kl. 23:36

2 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/08/19/ibuum_a_islandi_hefur_faekkad/

Samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár voru landsmenn 319.246 hinn 1. júlí 2009, en voru 319.355 fyrir ári síðan. Þetta jafngildir því að íbúum á landinu hafi fækkað um 109 á einu ári eða um 0,03%, samkvæmt upplýsingum Hagstofu, sem segir að landsmönnum hafi ekki fækkað milli ára síðan 1889.

Hér er fréttin frá MBL sem þetta er líklegast upphafið af.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 19.8.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband