Leita í fréttum mbl.is

Þörf ábending til þeirra sem fara með fjárveitingar

Nú hef ég starfað með fólki með fötlun í 25 ár. Og tel mig því hafa nokkuð viðamikla reynslu af þessum málum. Og í ljósi þessa hörmulega atburðar finnst mér rétt að benda á eftirfarandi atriði.

  • Fólk með fötlun er eins misjafnt og þau eru mörg. Og því má fólk alls ekki setja stimpil á þau öll út af þessari frétt!
  • Sambýli eru heimili þessa fólks sem er gert að búa með öðrum vegna sparnaðar við að fleiri búi saman.
  • Margir fatlaðir eiga vegna fötlunar sinnar erfitt með að tjá sínar langanir og vilja. Og því lenda þau oft í því að vera misskilin eða fólk áttar sig ekki á löngun þeirra eða vilja. Því eiga þau til eins og aðrir að reiðast án þess að aðrir átti sig á því af hverju það er. Þ.e. að þau í raun tjá sig með neikvæðu atferli af því það kallar fram viðbrögð frá umhverfinu.
  • Eins og áður sagði eru ekkert þeirra eins og því eru t.d. sum hömlulaus vegna fötlunar sinnar eða geðrænna vandmála.
  • En fyrir alla muni munið að þetta tilfelli er sem betur fer undantekning.

En það sem mig langaði að ræða um er aftur á móti fjármagnið sem rennur til þessara mála. Nú hef ég verið forstöðuþroskaþjálfi um árabil og því lent á mér m.a. að gera rekstraáætlanir og standa í margra vikna ferli þar sem forstöðumaður reynir að standa vörð um þá þjónustu sem hann hefur á meðan að ráðuneytin setja okkar yfirmönnum nokkuð stífar skorður. Og þrátt fyrir góðærið þá var reynslan sú að mikið af viðbótar fé fór í að fjölga þeim sem fengu þjónustu í þessum geira því þar var uppsafnaður vandi. Á meðan hefur eldri starfsemi verið tálguð eins og hægt er og sumstaðar má ætla að þjónustan sé að nálgast öryggismörk eða meira. Þannig getur verið að hún dugi ágætlega í vikur eða mánuði en þegar eitthvað kemur upp á þá vantar tilkinnalega fólk. Fjárhagur okkar hefur ekki leyft að manna margar stöður á hverjum stað með fagfólki. Og í raun hefur maður heyrt af stöðum þar sem forstöðumenn var bent á að ráða fólk um 20 ára því að það var ódýrast. 

Það sem hefur bjargað miklu er að til starfa á þessu stöðum hefur upp til hópa ráðist fólk sem hefur áhuga og ánægju að aðstoða fólk við að ná betri tökum á að lifa lífinu við sem eðlilegastar aðstæður. Þetta fólk hefur jafnvel þurft að vinna aðra vinnu með til að hafa efni á að vinna á Sambýli. Í raun að hluta til hugsjón hjá mörgum. En vegna lágra launa hefur samt verið mikil starfmannavelta og þessir staðir oft í miklum vandræðum að ráða inn fólk og því hafa verið þar gríðarlegar vinnutarnir.

En nú þegar harnar á dalnum verða menn að muna að á þessum vettvangi er ekki hægt að spara öllu meira. Og í raun má ætla að sparnaður nú verði að kostnaði síðar því að þar með minnka líkur á því að þeir einstaklingar sem búa t.d. á sambýlum getir bjargað sér sjálfir.

Og enn er stefnt að því að sveitarfélög taki við þessum málaflokki 2011 og þau verða að vera með það á hreinu að það er ekki nokkur leið að minnka kostnað í þessum kerfum og sveitarfélög verða að varast að gera sömu mistök og þau gerðu þegar þau tóku við Grunnskólunum án þess að fá nægt fé með.


mbl.is Slasaðist á hlaupum undan vistmanni á sambýli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband