Leita í fréttum mbl.is

Biðlaunin kosta 200 milljónir

Getur einhver sagt mér hversvegna er nauðsynlegt að breyta Flugumferðastjórn (Flugmálastjórn) í hlutafélag?

Og eins afhverju það er svona illa undirbúið?

Fréttablaðið, 28. des. 2006 00:01

Biðlaunin kosta 200 milljónir

Íslenska ríkið er skyldugt til að greiða biðlaun helmingi þeirra flugumferðarstjóra, sem ekki ætla að starfa hjá Flugstoðum ohf. eftir áramót. Alls er um rúmlega 200 milljónir að ræða, sem þeir fá greiddar árið 2006, „fyrir að gera ekki neitt," segir Loftur Jóhannsson, formaður íslenskra flugumferðarstjóra.

„Ofan á þetta kemur síðan allt tap flugfélaganna [vegna óhagkvæmari flugleiða og tafa] og ég tala nú ekki um álitshnekki stjórnvalda og Flugstoða."

Félag íslenskra flugumferðarstjóra getur tryggt þeim flugumferðarstjórum, sem ekki eiga þennan biðlaunarétt, tekjur fyrstu tvo til þrjá mánuði ársins.

Loftur bendir á að flugumferðarsvæðið sem um ræðir sé gífurlega stórt. Þegar flugumferðarstjórar fóru í verkfall árið 2001, hafi allt flug lagst niður. „Þá voru 32 flugumferðarstjórar að störfum. Nú eru enn færri og miklu færri ef þú telur bara þá sem hafa réttindi. Auðvitað verður gífurleg röskun á flugi," segir Loftur, en hann telur að þeir sem geti muni fljúga utan íslenska svæðisins. Aðrir fljúgi ekki.

Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri og verðandi forstjóri Flugstoða, segir að allt önnur staða hafi verið árið 2001, því þá hafi flugumferðarstjórar á Keflavíkurflugvelli einnig farið í verkfall. Að auki hafi svo viljað til að verkfallsdaginn var óvenju vont veður.

Eftir því sem næst verður komist verða 26 flugumferðarstjórar að störfum í janúar hjá Flugstoðum. Engar viðræður eru milli deiluaðila.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband