Leita í fréttum mbl.is

Fyrir alla muni ekki leyfa ykkur að vera bjartsýn!

Finnst með afbrigðum dómadagsspár sem rigna yfir okkur nú þessa vikur. Þrátt fyrir að stöðugt fleiri jákvæðar fréttir streymi til okkar sem ættu að fylla okkur áræði og bjartsýni þá keppast fjölmiðlar og bloggarar um hver geti komið með verstu hugsanlegu möguleika og framtíðarsýn fyrir Ísland.

Svo mjög kveður að þessu að fréttir eins og þessar vekja nær enga athygli:

  • Að ESB sé tilbúið og búið að semja við okkur um aðstoð við að komast út úr kreppunni hverfa.
  • Það vekur enga athygli að ráði að ýmsir fjárfestar eru tilbúnir að koma hingað og fjárfesta
  • Að atvinnuleysi hér er "aðeins" um 7,7% sem er bara svona miðlungs ef miðað er við ríki á Vesturlöndum.
  • Minni samdrætti hér en reiknað var með
  • Lægri upphæðum sem við þurfum að leggja nýju bönkunum til

Heldur vilja fjölmiðlar gleypa við yfirlýsingum eins og:

  • Að nauðungasölum hafi fjölgað um helming frá síðasta ári. Þeir gleyma því alveg að í fyrra voru þau mun færri en þau hafa verið. Þannig eru mörg ár sem eru með mun fleiri nauðungaruppboð.
  • Sífellt verið að tala um að skriða nauðungaruppboða séu að skella á. Þetta hefur verið reglulega fréttir frá því á síðasta ári.
  • Sífellt er verið að tala um fólksflótta í miklu mæli en staðan sú að flóttinn hefur látið á sér standa. Enda möguleikar fólks ekki svo miklir á störfum annarstaðar.
  • Meirihluti dæma sem tekin eru um erfiða stöðu heimila eru á þann hátt að fólk er að kaupa sér íbúðir á háum lánum, eða endurfjármagna íbúðir sínar. Þau taka gengistryggð lán þrátt fyrir að sérfræðingar hafi varað við þeim í fjölmiðlum um ára raðir. En íslendingar hafa alltaf fallið fyrir því að heyra sögur af nágrana sínum sem var að græða svo mikið. T.d. á pýramídabréfum, hlutabréfum og svo gengistryggðum lánum. Fólk talað um að þau greiddu sig næstum sjálf.

Síðan er það kafli út af fyrir sig sífellt væl um að ríkið sé ekki að gera þetta og hitt nægjanlega fljótt en staðreyndin er sú að engin er sammála um hvað sé rétt. Og staðreyndin er sú að ef farið hefði verið eftir sumum af þessum kröfum um aðgerðir þá værum við búin að eyða gríðar fé í aðgerðir sem sennilega hefðu engu skilað.

Og svo er alltaf að koma í ljós að aðgerðir stjórnvalda þó hægt fari eru þau skref sem þarf að stíga og eru að miða okkur í rétta átt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Þjóð sem búið er að hneppa í skuldadrápsklyfjar til áratuga sbr.
landráðasamningurinn með icesave, og á svo að afsala sér stórs hluta
fullveldis og auðlinda sinna með innlimun í ESB,  getur varla verið bjartsýn.
Þess vegna þarf að koma þessari and-þjóðlegu vinstristjórn frá sem allra
fyrst. Þá fyrst væri hægt að tala um bjartsýni og von fyrir íslenzka framtíð.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.9.2009 kl. 16:35

2 Smámynd: Eygló

Ég studdi Geir og Ingibjörgu. Trúði því að þau gerðu sitt besta.

Sátt við að þau færu. Sátt og trú(ð)i á núverandi og ætla þeim ekki annað en að þau geri sitt besta.

GJK  Hvers er að vænta ef þessi stjórn hrökklast frá. Ég óttast það meira en ástandið.

Eygló, 12.9.2009 kl. 21:33

3 Smámynd: Eygló

Fyrirgefðu Maggi, ég ávarpaði gestinn á undan gestgjafanum.

Þú kemur stundum með jákvæðar yfirlýsingar sem eru eins og regnbogi í hlandveðri með skítkasti.

Annað hvort þorir fólk ekki að skrifa eins og þú hefur stundum gert eða ÞAÐ SÉR EKKI út fyrir svartnættið.  Sumum er þó virkilega vorkunn og ekki von að þeir eygi nokkra von.

En að enginn geri nokkurn skapaðan hlut, engu sé breytt, ekki sé verið að bæta neitt á nokkurn hátt, - það er bara ekki satt.

Eygló, 12.9.2009 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband