Leita í fréttum mbl.is

Furðuleg afstaða álitsgjafa!

Varð hugsi í dag þegar ég hlutstaði á Ólaf Arnarson bæði í Þættinum á Sprengisandi og svo síðar í Silfri Egils. Til að byrja með þá velti ég því fyrir mér hvað það væri sem hann væri að reyna að ná fram. Allt sem frá honum kemur er neikvæðni. Hann er með á heilanum að allir séu að flýja land. Og samt sem áður skil ég ekki hvað það mundi gagnast fólki. Því skv. því sem vinur minn kynnt sér þá hverfa skuldir fólks ekki og elta þau í raun á milli landa nema að þeir flytji t.d. til Bretlands. Og eins talar hann eins og það séu fullar flugvélar á leið héðan með fólki sem er alfarið en þess sést ekki merki í tölum ennþá.

Maður fer að velta fyrir sér hvort að hann sjálfur sé svona skuldsettur enda skv. heimsíðu hans var hann á kafi í vinnu fyrir útrásarvíkingana og því eðlilegt að hann hafi smitast af þeim. Sbr. af heimasíðu hans:

2003 flutti Ólafur ásamt fjölskyldu sinni aftur heim til Íslands. Hann hefur starfað með íslenskum fyrirtækjum í tengslum við fjárfestingar í Bretlandi og Skandinavíu. Einnig hefur hann tekið að sér verkefni fyrir banka og fjármálastofnanir. Þá hefur Ólafur unnið með alþjóðlegum eignastýringarfyrirtækjum, sem leitað hafa fyrir sér með viðskipti við íslenska fagfjárfesta. Árið 2008 starfaði Ólafur að viðskiptaþróun hjá Landic Property

Veit ekki hvað hann heldur að ávinnist með þessum greinum sem hann skrifar á www.pressan.isþar sem hann fjallar m.a. um skv. síðust færslum

13. sep. 2009 - 14:46 Ólafur Arnarson

Blekkingarleikur Seðlabanka og ríkistjórnar

Í nýrri hagspá Seðlabankans kemur fram, að samdráttur í hagkerfinu verði minni á þessu ári en búist hafði verið við. Hann verði 9 prósent í stað 11 prósent. Þá hefur fjármálaráðherra greint frá því að landsframleiðslan dragist saman um 7.5 prósent, eða tveimur prósentustigum minna en spáð hafði verið. Viðskiptaráðherra hefur lýst ánægju sinni með að þetta sé ekki svo frábrugðið samdrættinum annars staðar í Evrópu, sem búist er við að verði um 4 prósent.

Hér stendur ekki steinn yfir steini – hvorki hjá Seðlabankanum né þeim Steingrími J. Sigfússyni og Gylfa Magnússyni. Það er verið að bera saman krónur annars vegar og evrur hins vegar. Þetta er eins og að bera saman epli og appelsínur.

Hann veit náttúrulega betur en allir aðrir

Jóhanna verður að víkja!

Enn er lýst eftir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Á dögunum sást henni bregða fyrir er hún bað afsökunar þá, sem urðu fyrir illri meðferð á Kumbaravogi, í Heyrnleysingjaskólanum og víðar. Vissulega er það virðingarvert að forsætisráðherra þjóðarinnar bregðist skjótt við og taki á slíkum málum. Ekki skal ég gera lítið úr því.

Ríkisbankarnir sitja hins vegar ekki aðgerðalausir. 1. nóvember næstkomandi fellur úr gildi bann við nauðungarsölum á íbúðum fólks. Bankarnir ætla sér greinilega að fá fljúgandi start um leið og bannið rennur út og þessa dagana hafa stefnuvottar á höfuðborgarsvæðinu ærinn starfa af því að afhenda fólki fjárnámsboðanir. Ríkisbankarnir, sem eru undir stjórn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, ætla engan tíma að missa heldur byrja að selja ofan af fólki strax í byrjun nóvember.

Hvað veit hann um hvað bankarnir ætla að gera?

09. sep. 2009 - 08:00Ólafur Arnarson

Joseph Stiglitz á villigötum - Verðtrygging er tól andskotans

Bandaríski nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz telur að betra sé að miða verðtryggingu lána við launavísitölu en verðlagsvísitölu. Þannig megi forðast misgengi launa og lána. Stiglitz er einnig á móti því að farið verði í almennar afskriftir lána – betra sé að lengja í þeim og lækka þannig greiðslubyrði. Ekki sé sanngjarnt að þeir, sem ekki hafa lent í vandræðum með lán sín, þurfi að taka á sig byrðar vegna hinna, sem lent hafa í vandræðum.

Þarna skjátlast Stiglitz hrapallega.

Hvað verðtrygginguna varðar, hefur reynslan sýnt að launavísitala hækkar mun meira en verðlagsvísitala yfir langt tímabil. Á þetta hafa bæði Tryggvi Herbertsson og Greining Íslandsbanka bent. Það myndi því koma verr út fyrir lántakendur að miða við launavísitölu en verðlagsvísitölu.

Hvað auðvita veit hann betur en Stiglitz

Svona væri hægt að fara í gegnum flestar færslur hans og í raun ætti maður ekki að ráðleggja það neinum því maður fyllist algjörri svartsýni við það.

En á Sprengisandi og í Silfrinu var þó fólk sem benti honum á að þessi meinti fólksflótti væri ekki skollinn á og m.a. á Sprengisandi var honum bent á að ástandið eins og hann lýsti því að allir væru bara komnir í þrot og væru að leita að vinnu erlendis, væri bara ekki staða sem aðrir viðmælendur í þættinum könnuðust við. Enda held ég að flýja frá skuldum hjálpi bara fólki ekki neitt þar sem skuldirnar mundu bara bíða þess að fólkið kæmi aftur og skv. vini mínum þá gildir að innheimta má skuldir m.a. á Norðurlöndum.

Vildi gjarnan að menn eins og Ólafur notuðu menntun sína og vilja til að tjá sig í að hjálpa þeim einstaklingum sem eru í vandræðum því að hann virðist hafa það allt á hreinu hvað á að gera.

Síðan væri nú gaman að heyra í einhverjum örðum svona líka takk fyrir! T.d. hinum sem hafa skrifað um hrunið. Þeir hafa bara fengið að tjá sig þegar þeir voru að kynna bækur sínar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara aumur hægri maður með tremma eftir fall sinnar trúar  ! 

JR (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband