Leita í fréttum mbl.is

Bara að benda fólki á flotta færslu varðandi hrunið og framtíðina

Langar að benda fólki á færslu erti Vilhjálm Þorsteinssson sem heitir Átta lífseigar flökkusögur um hrunið Hann tekur þarna til nokkrar fullyrðingar sem hafa verið í umræðunni og fólk lagt trúnað á.

T.d.

1. "Afskriftir skulda [útrásarvíkings X] lenda á almenningi."  Rangt, þær lenda á kröfuhöfum gömlu bankanna.  En í tilviki Landsbankans er Tryggingasjóður innstæðueigenda og síðan ríkissjóður meðal forgangskröfuhafa, þannig að þar má segja að tap gamla bankans sé tap almennings.  Svo er þó ekki í Glitni eða Kaupþingi  (nema óbeint í gegn um lífeyrissjóði og að einhverju leyti Seðlabanka).

Og eins

6. "Það á að setja afturvirk lög til að geta refsað [útrásarvíkingi X]". Slíkt er bannað skv. 69. gr. stjórnarskrár Lýðveldisins íslands: "Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað." Ákvæði sama eðlis eru í mannréttindasáttmálum, enda er hér um að ræða eina af meginstoðum lýðræðis og réttarríkis.  Það væri verr af stað farið en heima setið að ætla sér að krukka í þessu

Og hann líkur upptalningunni með

8. "Allt er farið í steik og það er eins gott að pakka saman og fara." Vísbendingar í hagtölum eru frekar jákvæðari en svartsýnar spár gerðu ráð fyrir.  Samdráttur landsframleiðslu verður minni en ætlað var á þessu ári, og ekki meiri en víða annars staðar.  Vöruskiptajöfnuður hefur snúist hratt við og er vel jákvæður um þessar mundir. Atvinnuleysi er minna en spáð var.  Búið er að vinna úr Icesave deilunni og verið er að endurreisa bankana.  Umsókn um aðild að ESB er á góðu róli, en stefna á aðild og evru mun veita okkur kærkominn stöðugleika og viðspyrnu.  Og við munum geta lokað stórum hluta fjárlagagatsins með þeirri einföldu aðferð að skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóði í stað útgreiðslna.

Eins og sönnum Íslendingi sæmir, dreg ég rökrétta ályktun: Þetta reddast.

Sammála Vilhjálmi en endinlega lesa alla færstluna hún er góð


mbl.is Vongóður á vilja kröfuhafanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu sæll; Magnús Helgi !

Ég hefi ekki; séð eftir öðru meir, hér í spjallheimum, en að setja inn athugasemdir, hjá þeim dygga flokks rakka, sem Vilhjálmur Þorsteinsson, reynist vera, einn þeirra sauðtryggu krata; hver hefir hagsmuni Samfylkingarinnar, að leiðarljósi, númer 1 - 2 og 3.

Land- og þjóðar hagsmunir, eru aukaatriði, í ranni þessa drengs, algjörlega, Magnús Helgi.

Skriftlærður þurs; hver, mér er til efs, að þekki mun á krókstjaka, til hafs - fremur en stunguskóflu, til lands.

Enda; einkar handgenginn forystu ykkar, í öllum málum, þó; meira að segja þér, þættu sum þeirra, orka tvímælis, Kópavogs byggjari góður.

Með ágætum kveðjum; vestur yfir Sýslumörk /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband