Fimmtudagur, 17. september 2009
Ég er svona að velta fyrir mér hvað Hagsmunasamtökin ætla að gera fyrir mig?
Nú bý ég í búsetuíbúð.
Ég borga um 100 þúsund á mánuði í búsetugjald.
Vegna fyrri íbúðakaupa og fleira skulda ég
Eitt lífeyrissjóðslán sem ég tók 1989 og var upp á 1. milljón. Ég hef borgað af því í rúm 20 ár og reiknast til að ég sé búinn að borga af því um 2,5 milljónir. Og enn eru 500 þúsund eftir af því
Annað lífeyrislán sem ég tók fyrir nokkrum árum upp á 1. milljón og stendur nú í um 1,2 milljónum
Loks er ég með bankalán sem er óverðtryggt og stendur í 400 þúsundum í dag.
Svo keypti ég notaðan bíl á 690 þúsund á kaupleigu í erlendri körfu og er búinn að borga um 600 þúsund og lánið stendur í 600 þúsundum.
Á móti þessu á ég búseturétt upp á 1,5 milljón og 2 bíla sem eru að virði um 500 þúsund saman í dag.
En formlega séð á ég ekki íbúð á ég þá ekki að fá neina leiðréttingu á mínum lánum aðeins að borga hærri tekjuskatt til að hægt sé að lækka lán á þá sem eiga íbúðir?
Ég væri gaman að vita hvað með alla sem leigja íbúðir í dag. Dóttir mín er að leigja rúmlega 100 fm íbúð á 150 þúsund. Og það eru tugir þúsunda sem búa í leigu og búsetuhúsnæði í dag og eru margir að borga dýra leigu. Á ekkert að gera fyrir þau? Hvað með bændur sem hafa verið að taka há erlend lán til endurbóta hjá sér? Á ekkert að gera fyrir þá? Nú og svo öll fyrirtæki og aðrir sem skulda. Á ekkert að gera fyrir þá?
Hvar halda menn að þetta endi? Ef að allir fengju flatan niðurskurð þá þýðir þetta mörg hundruð milljarða. Og a.m.k. öll lán íbúðarlánasjóðs og lífeyrissjóða sem verða lækkuð þarf að bæta viðkomandi. Og það þýðir hækkun á tekjuskatti hjá okkur því að allur niðurskurður og skattahækkanir nú fara í að tækla fjárlagagatið nú upp á 200 milljarða..
Og hvað með unga fólkið sem ekki skuldar neitt og útskrifast úr skólum næstu árin. Halda menn að þau endist hér á landi þar sem þau þurfi að borga kannski 65% í beina og óbeina skatta næstu áratugina. Það eru væntanlega um 5000 skuldlausir einstaklingar sem koma á atvinnumarkaðinn á ári næstu ár. Og þau fara væntanlega ekki að kaupa hér húsnæði ef að skattar verða eins og þeir gætu orðið ef við eyðum mörg hundruð milljörðum núna í viðbót við allt.
Nú tala menn um að þessar leiðréttingar eigi að greiða t.d. með skuldabréfum frá ríkinu til 30 - 40 ára sem væntanlega verður til þess að tekjuskattur verður hærri sem því nemur næstu áratugina. Er það ekki þá einmitt það sem fólk sagði við Icesave að þessir kynslóð sé að setja sínar skuldir yfir á næstu kynslóðir.
Væri nú ekki ráð að breyta hér á landi um hugsun? Af hverju rekum við hér svona harða stefnu um að allir eigi sitt húsnæði? Nú hef ég prófað bæði og segi það að ég kann betur við búsetukerfið heldur en að eiga íbúðir. Og ég veit að svo væri um marga ef að leigu og búsetukerfinu væri gert hærra undir höfði. Og eins að aðstoð við heimilin tryggi að fólk geti búið áfram í húsnæði sínu á viðráðanlegum kjörum. Fólk finnur jú ekkert fyrir því þó eignarhluti þeirra sé tímabundið lítill ef það er ekki að hugsa sér að flytja úr húsnæðinu.
Troðfullur salur í Iðnó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Þú gleymir einu stóru atriði Maggi. Það er þegar búið að henda inn í bankana 200 milljörðum (mínir skattpeningar og þínir) til handa fjármagnseigendum - var notað til að hægt væri að greiða fólki út úr peningamarkaðssjóðum skilst mér. Þarna er því þegar búið að mismuna fólki og skuldarar vilja að að sjálfsögðu ekki una því.
Ég hef sett þetta svona upp: ég skulda lífeyrissjóði húsnæðislán sem hefur hækkað mjög mikið vegna hrunsins auk þess sem húseignin sem er veðsett fyrir láninu hefur hrunið í verði. Mér þykir eðlilegt að ég og viðkomandi lífeyrissjóður deilum tjóninu af hruninu í stað þess að sjóðurinn hagnist á því og ég sitji í súpunni.
Annað mjög mikilvægt atriði sem gleymist líka að gera ráð fyrir er að ef stór hluti fólks er settur í þær aðstæður að rétt hanga í því að greiða af lánum og eiga í sig að éta er ekkert eftir til að setja út í hagkerfið. Hefur hagkerfið efni á að tapa segjum 10 ára neyslu þessa fólks? Ég held ekki.
Mér líst best á tillögu Einars Árnasonar hagfræðings; 25% afskrift með 7mkr. þaki. Að sögn Einars yrði þetta litlu dýrara en 200 milljarðarnir sem þegar er búið að láta fjármagnseigendur fá og þar með skapa fordæmi.
Bestu kveðjur,
Unnur Á.
Unnur (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 21:41
þú getur labbað út úr leiguíbúðinni hvernær sem þú vilt, ég sett 10.000.000 í íbúðarkaup fyrir 3 árum og það eina sem ég vill er að losan við eignina en ef ég geri það þá þarf ég að borga 13.000.000... eða haldið áfram að borga af erlenda láninu þetta er 85 fm íbúð fyrir sama penning get ég leigt 150 fm íbúð og slepp við viðhald á húsinu.
lalla (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 21:41
Lalla ég er búinn að gera það áður. 1988 setti ég allt sem ég átti í íbúðir sem ég varða að selja og sat uppi með skuldir. Og ég get ekki flutt út hvenær sem er, því að ég þarf að selja þennan búseturétt eins og með aðra íbúðir. Og í peningamarkaðssjóðum voru einmitt margir af þeim sem höfðu tekið hærri lán á íbúðir sínar til að ávaxta í sjóðunum. Þekki nokkra. Það hét að taka lán og láta peningana vinna fyrir sér. Þannig er það með marga. Þeir töpuðu þrátt fyrir að ríkið lögðu í í þessa sjóði fé, um 25 til 35% af því sem þeir höfðu lagt þar inn.
Og Lalla ég held að allir séu sammála um að gengistryggð lán verði að leiðrétta. Það eða að krónunni sé komið á skrið upp á við. Ég er aðallega að horfa í verðtryggðu lánin. Og lausnir sem gera fólki kleift að greiða af sínum lánum og lifað sæmilegu lífi.
Unnur
Búsetugjaldið mitt hefur hækkað nú á 1 ári úr 77 upp í 100 þúsund og því hlýt ég að eiga rétt á því að fá það bætt eins og aðrir því gjaldið er auðsjáanlega verðtryggt og Búseti er að borga hærra af sínum lánum. Og eins þá bendi ég á að fyrir fólk sem er að leigja hlýtur að muna ef að ofan á lægri laun, koma auknir skattar og leigan er enn jafn há. Og þeir sem leigja er mjög oft með lægstu launin.
Unnur ég hef nú líka verið að velta fyrir mér ef að við segðum að lán mundu lækka um 25%. OK upp að 7 milljónum. Hvað heldur þú að mundi gerast. Jú fólk mundi skuldsetja sig til að klára að borga af bílum og á endanum vera komin í 100% veðsetningu aftur og lánin verðtryggð. Og verðbólga hér enn í gangi og viti menn þá á fólk aftur minna en ekkert í sínu húsnæði og hvað þá?
Held að leggja ætti áherslu á gengistryggðu lánin því þau voru jú öll hjá bönkunum og þeir hlóta að sá sér hag í að koma þeim í greiðsluhæft ástand þannig að tekjur þeirra séu tryggðar af þessum skuldum en ekki eins og nú þar sem fólk ræður ekkert við lán sem hafa hækkað um 100%. Það eru hamfarir. Verðtryggð lán hafa áður hækkað vegna verðbólgu.
Ígildi í íslenskum krónum
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.9.2009 kl. 22:09
Eftir stendur aðalmálið: að fordæmið er komið - með 200 milljarða inngreiðslu í peningamarkaðssjóðina og þar með mismunun sem er algerlega óviðunandi - skuldarar voru ekki spurðir þá. Það er vitað mál að stjórnvöld létu þarna undan þrýstingi fjármagnseigenda.
Við sem erum komin á miðjan aldur munum svo alveg hvernig hlutirnir voru hér, ég seldi íbúð 1985 eftir að hafa greitt af henni í ca 3 ár (þetta var þegar verðtryggðu lánin voru nýtilkomin). Kom út á núlli og mátti víst þakka fyrir það. Þetta eru einfaldlega ekki boðlegar aðstæður og ekki hægt að afsaka stöðu verðtryggðra lána nú með því að svona hafi þetta verið áður! Greiðsluplanið mitt gerði ekki ráð fyrir hruni, það gerði hins vegar ráð fyrir allnokkurri verðbólgu - að sjálfsögðu. Þarna liggur hundurinn grafinn og ríkisstjórnin (sem ég reyndar styð) verður að horfast í augu við að það verður ekki sátt um málið nema eitthvað verði að gert - annað en að hengja draslið allt aftanvið höfuðstólinn!
Gengislánin eru svo kapítuli útaf fyrir sig - spurning hvernig dómur fellur í því máli sem nú er á leiðinni fyrir dómstóla. Veit um konu sem átti slatta af evrum á gjaldeyrisreikningi og vildi fá að greiða með þeim inn á evruhlutann af láninu sínu en fékk ekki!! Hvað er þar í gangi?
Til í debat um þessi mál hvenær sem er yfir kaffibolla í Síðumúlanum:)
Kv.
UÁ
unnur (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 22:25
Hann Maggi er alveg dásamlegur. Hvað eiga Hagsmunasamtök heimilanna að gera fyrir hann. Fjölskylduhjálpin er líka að hjálpa fólki, og hverning hjálpa þeir Magga vini mínum. Það skemmtilega við þetta að í morgunkaffinu í vinnunni hjá mér í morgun var þessi sama spurning sett fram af konu á vinnustaðnum. Hverning ætla Hagsmunasamtök heimilanna að hjálpa mér. Ég spurði, "og hvað skuldar þú".
,,Ekki neitt" sagði samstarfskona mín brött.
,, Hvaða hjalp vildir þú þá frá frá Hagsmunasamtökum heimilanna" spurði ég
,, Jú, ég vil fá góðan kall" svaði hún.
Nú veit ég ekki hvaða hjálp Maggi vill fá.
Sigurður Þorsteinsson, 17.9.2009 kl. 22:37
Nú Sigurðu skulda ég um 4 milljónir rúmar. Og og þarf að eins og aðrir að eiga heimili fyrir mig og mína. Ég átti engar innistæður í október sem þurfti að tryggja. Ég átti ekki peninga í peningamarkaðssjóðum. Á hvaða forsendum þarf ég að borga hærri tekjuskatt næstu áratugi til að mynda eign hjá þeim sem enn eiga eignir sem eru ekki yfirveðsettar? Og nei takk ég hef ekki áhuga á góðri konu. Hef klárað þann pakka í bili næstu árinn?
Það sem ég er að deila á er að ég get skilið að margir sem hafa tekið lán síðust ár út á verð á íbúðum sem var blásið út. Og lán sem voru gegnistryggð voru slæm og þarf að laga. En þetta er ekki í fyrst skipti sem hér verður verðbólga það hef ég gengi í gegnum og það voru flestir sem héldu greiðsluvilja þá. En nú er umræðan komin út um víðan völl og allir vilja fá eitthvað. En hvað með þá sem hafa kosið að fara varlega? T.d. hvað með mig sem hef lágar meðaltekjur og hef í 20 ár verið að koma mér út úr skuldum. Er í dag farinn að hafa það nokkuð gott. Nú er verið að hækka skatta hjá mér eins og öðrum til að koma skikki á fjármál ríkisins og svo vilja menn bæta aukalega við til að allir hvort sem þeir ráða við sínar skuldir eða ekki fái niðurfærlur á íbúðarlán svo þeir mynid eign í þeim. En ég hef nú 15 ára reynslu að búa í íbúðum í kaupleigu/búsetaformi. Og get fullyrt að eignarhluti fólks í húsi hefur andskotans ekkert hlutverk nema að fólk ætli að taka sér hærri lán. Það er aðeins þegar fólk ætlar að selja íbúðarhúsnæðið sitt að eignarhluti skiptir mál. Það er greiðslubirgði sem skiptir miklu meira máli.
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.9.2009 kl. 22:55
Jæja Mangi minn, er liturinn að fölna hjá þér ? kanski rétt að hugsa til þess að þið eruð á fyrsta hlekk í keðjuverkun sem er á "dead slow" en ferðin eykst að muna þegar fram sækir, vertu viss, bara forsmekkurinn af því sem koma skal er í sjónmáli ! viltu semja ennþá ?
www.icelandicfury.com verður með "kynningu" bráðlega
kveðja, sjoveikur
Ps. mannstu eftir sögunni um "sandkornagönguna" ?
Sjóveikur, 17.9.2009 kl. 23:27
Sæll Maggi. Ég gagnrýndi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir efnahagsstjórnina og síðar efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Forysta þessara flokka ber mikla ábyrgð. Síðan tekur við ríkisstjórn Samfylkingar og VG og því miður verður að segjast að ríkisstjórnin hefur haldið illa á spilunum. Þeim er að vísu vorkunn, þar sem verkefnið er mjög erfitt, en flestir eru farnir að sjá það sem öllum hefði átt að vera ljóst að þetta var ekki verkefni fyrir tvo flokka. Hér hefði þurft samstillta þjóðstjórn. Stjórn sem hefði samstillt með fólkinu í landinu tekist á við þann vanda sem við er að eiga þannig að hagur þinn og hagur þeirra sem nú skulda mikið lagaðist.
Sigurður Þorsteinsson, 17.9.2009 kl. 23:59
http://talsmadur.is/Pages/55?NewsID=1072
Gísli Tryggvason (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 01:26
Flott Gísli! Kominn tími til að þróa hér leigumarkað og þó fyrr hefði verið!
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.9.2009 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.