Leita í fréttum mbl.is

Ísland ohf.

Var að lesa grein á visir.is eftir Ögmund Jónasson þar sem að hann er að fjalla um Matís ohf. Og þá aðallega um tregðu þeirra til að semja við stéttarfélög. Þetta vekur spurningar hvort að eigendur beri ekki ábyrgð á því sem stjórnendur þessa nýja fyrirtækis er að gera. Og hvort að þetta sé með vitund og vilja Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra? En hann er handhafi hlutabréfsins í þessu fyrirtæki. Þarna virðist ekki eiga að gera samninga við stéttarfélög heldur eru gerðir samningar við hvern og einn starfsmann. Ég sé kannski ekkert að því í sjálfusér að gerðir séu einstaklingsbundnir samningar en til að tryggja öryggi starfsmann tel ég nauðsynlegt að til séu einhverjir rammasamningar. Annars er dæmt til að klíkuskapur og annað innan ríkisfyrirtækja ohf. verði ógurlegur. Frændur ráðnir og vinir ráðnir inn á betri kjörum og þingmenn eins og við vitum hafa takmarkaða möguleika á að fylgjast með.

Þessi ohf. væðing fynst mér furðuleg. Nema að hún sé leið sem ríkið er að fara til að koma þessum stofnunum í sölu. Eins þá finnst mér með afbrigðum hvað þetta er illa undibúið bæði hjá Matís og Flugstoðum. EN hér kemur smá kafli úr grein Ögmundar:

Enda þótt óskiljanleg kergja sé í flestum stjórnum hlutafélagavæddra fyrirtækja gagnvart starfsmönnum og stéttarfélögum virðist stjórn Matís ohf. ætla að slá flest fyrri met. Félagið neitar nefnilega að gera rammasamkomulag sem vísar inn í framtíðina við stéttarfélög hins nýja fyrirtækis. Friðrik Friðriksson, formaður stjórnar Matís ohf., lýsti því yfir á fundi með starfsmönnum skömmu fyrir hátíðar að ekki stæði til að leggjast yfir kjarasamningagerð með stéttarfélögum.

Þess í stað hafa starfsmenn verið króaðir af einn og einn þar sem þeim hefur verið boðið að skrifa undir ráðningarsamninga sem forsvarsmenn stéttarfélaganna segja vera afar loðna. Friðrik Friðriksson getur státað af því að vera fyrsti formaður Frjálshyggjufélagsins. Það félag varð til á níunda áratug síðustu aldar og var eitt helsta áhugamál félagsmanna að grafa undan verkalýðshreyfingunni. Getur verið að Friðrik Friðriksson hafi nú loksins komist í aðstöðu til að láta hugsjónir sínar rætast? Hvað segir handhafi hlutabréfsins í Matís ohf., Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra? Varla er hann án ábyrgðar í þessu máli?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband