Leita í fréttum mbl.is

Sennilega er þetta það sem veldur því að ég er fátækur

Ég bara skil ekki svona fréttir. Og skil ekki að neinir nema innvígðir fjárfestar hafi í sjálfusér áhuga á svona fréttum. Framsetning þessara frétta er ekki mjög skýr fyrir svona aumingja eins og mig. Þegar maður rýnir í svona fréttir þá eru oftast félög í eigu einstaklinga að selja bréf til félaga sem að mestu eða öllu eru í eigu sömu einstaklinga. Er að velta fyrir mér afhverju að útlendingar eru ekki meira hér á markaði fyrst að allar sölur hér virðast vera með hagnaði. EN þessi frétt er kannski ekkert um þetta ég bara veit það ekki. Prófið þið að lesa þetta hér fyrir neðan:

Viðskipti | mbl.is | 29.12.2006 | 09:12

Straumborg yfirtekur framvirka samninga um kaup á hlut í Kaupþingi

Straumborg ehf., félag fjárhagslega tengt Brynju Halldórsdóttur, stjórnarmanni í Kaupþingi banka hf., hefur yfirtekið tvo framvirka samninga um kaup á samtals 617.500 hlutum í bankanum.

Annars vegar er um að ræða framvirkan samning dags. 10. mars 2006 um kaup á 500.000 hlutum í bankanum sem er tekinn yfir á genginu 944 kr. á hlut. Gjalddagi samningsins er 29. desember 2006. Hins vegar er um að ræða framvirkan samning, dags. 22. desember 2006, um kaup á 117.500 hlutum í bankanum, sem er tekinn yfir á genginu 856,26439 kr. á hlut. Gjalddagi samningsins er 28. desember 2006. Gjalddagi á báðum samningunum verður nú 10. janúar 2007.

Þá hefur Norvest ehf., félag fjárhagslega tengt Brynju, framlengt framvirkan samning, dags. 24. nóvember sl., um kaup á 800.000 hlutum í bankanum, sbr. tilkynningu sem var birt þann 24. nóvember sl. Gjalddagi samningsins er nú 28. maí 2007.

Brynja Halldórsdóttir á 9.206 hluti í bankanum. Aðilar fjárhagslega tengdir Brynju eiga samtals 13.112.048 hluti í bankanum. Þá eiga aðilar fjárhagslega tengdir Brynju 4.817.500 hluti


mbl.is Straumborg yfirtekur framvirka samninga um kaup á hlut í Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband