Leita í fréttum mbl.is

Spennusagan heldur áfram

Nú koma fréttir á klukkustundar fresti um hvort að Saddam verður drepinn í dag, morgun, næstu viku og áfram. Svo er sjónvarpstöðvar að velta fyrir sér hvort sjónvarpað verði frá þessu.

Verður sjónvarpað frá aftöku Saddams?

Bandarískar sjónvarpsstöðvar velta nú fyrir sér hvernig þær eigi að haga fréttaflutningi sínum af aftöku Saddams Hussein um helgina. Búist er við því að aftkan verði tekin upp á myndband og hugsanlega sýnd í sjónvarpi í Írak. Fundað var sérstaklega um fyrirhugaðan fréttaflutning hjá að minnsta kosti tveimur bandarísku sjónvarpsstöðvanna í gær.
Ég verð bara að segja að mér verður óglatt við að fylgjast með þessu. Er þetta heimur eins og við viljum hafa hann. Þar sem hálfur heimurinn er á öndinni yfir því hvort og hvenær verður framið löglegt morð af opinberlega skipuðum morðingja. Og svo er spennan hvort að það fylgir ekki vaxandi óöld í kjölfarið. Ógeðslegt

mbl.is Saddam kann að verða hengdur á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég kem til með að gráta er hann verður hengdur þvílík mannvonska að drepa þetta grey, og í húsi Guðs koma til með að heyrast grátstafir milljóna sem þar búa í dag þökk sé honum, sem koma til með að harma dauða hans.

ég hef miklu meiri áhyggjur af því að fyrrverandi fyrirmynda ríkið ykkar vinstrimanna rússland er að koma sér í einokunaraðstöðu yfir náttúruauðlindum og kúga tugmilljónir til hlýðni með hótunum, svo ég tali nú ekki um allar þær tugþúsundir téténa sem þeir hafa myrt,pyntað , limlest og nauðgað undanfarin ár fyrir framan augun á alheiminum og enginn,,ENGINN segir Múkk

þannig að Saddam er ekki efst í mínum huga í dag

ehud (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 13:50

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég er bara alfarið á móti því að menn geti á einhvern hátt haft rétt til að drepa aðra nema í einstaka tilfellum þegar lögregla gæti þurft að beita því til að bjarga mannslífi. Það er búið að koma honum í fangelsi og hann ættir að vera þar til dauðadags örðum til viðvörunar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.12.2006 kl. 14:08

3 identicon

það hefði átt að senda hann ti Haag....  athyglisvert þegar bjarga þarf mannslífum hummm þegar Ísraelski  herinn fer og upprætir sjálfsmorðssellur sem eru á leiðinn að fremja hryðjuverk eru þeir að bjarga mannslífum ekki satt....

hvað með pyntingar á mönnum sem hafa upplýsingar um hryðjuverk er réttlætanlegt að pynta þá til að fá fram upplýsingar sem geta bjargað mannslífum???

ehud (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 14:34

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svörin eru já hefð mátt senda hann til Haag. Ef að maður er sannlega með sprengju á sér á leið að sprengja sig og aðra þá ber að stoppa hann. Ef ekkert annað dugar þá verður að skjóta á hann. EN þarf að myrða hann?

Pyndingar eiga ekki rétt á sér. Og þar eru Ísraelsmenn ekki til fyrirmyndar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.12.2006 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband