Leita í fréttum mbl.is

Björn Bjarnson telur að Jón Ásgeir eigi fjölmiðla aðalega til að hafa áhrif á umræðuna

Alveg er það makalaust að Jón Ásgeir þurfi svona marga fjölmiðla til að láta í sér heyra. Mér finnst ofsóknarkendin hans Björns vaxa dag frá degi. Held að hann sem dómsmálaráðherra ætti að hætta að tætast í kring um þetta mál eins og hann gerir nú í mörgum færslum. Það endar með því að þær eiga eftir að koma sér illa sérstaklega ef að upp koma einhver sakamál gegn Jóni eða Baugi.

Nú er hann að leika sér með því að vitna í þann merka mann Pál Vilhjálmsson sem hefur oft jafn skrítnar hugmyndir og skoðanir og Björn.  Og saman eru þeir svarnir andstæðingar Baugs. Páll er nú frægur af endemum sem einn mesti andstæðingur Samfylkingarinnar en var samt (eða er?) fromaður Samfylkingarfélagsins á Seltjarnarnesi) Með þvi að nota hans og orð og svo í gær orð Péturs Gunnarssonar kemur Björn máli sínu á framfæri.

Björn segir m.a. í dag:

Enn urðu sviptingar í fjölmiðlaheiminum í dag og Páll Vilhjálmsson lýsir þeim á þennan veg á vefsíðu sinni: „Það er heldur ekki aðalmarkmið Jóns Ásgeirs að fjölmiðlareksturinn skili hagnaði. Tilgangurinn er að hafa áhrif á umræðuna og sérstaklega að gæta hagsmuna Jóns Ásgeirs og Baugs í sakamálum sem nú eru til meðferðar í réttarkerfinu. Fjölmiðlar Baugs fylgja þeirri línu að gera sem mest úr misfellum í málatilbúnaði ákæruvaldsins og á hinn bóginn að draga fjöður yfir sakargiftir á hendur Jóni Ásgeiri og félögum hans.“

Páll vekur einnig athygli á sérkennilegri hlið þessara sviptinga í þessari færslu.

Í gær segir hann

Í dag var enn kynnt breyting á starfsemi 365 miðla, DV er skilið frá 365 og stofnað um það nýtt félag en ritstjóri verður Sigurjón M. Egilsson (sme). Af þessu tilefni mátti lesa á bloggsíðu Péturs Gunnarssonar:

 

„Feðgarnir sme og Janus eiga 11% í útgáfufélagi DV, Hjálmur á 49% og 365 40%. Tengslin við útgáfufélag Ísafoldar eru mikil og má segja að hafi einhvern tímann verið til Baugsmiðlar þá sé það nú þar sem Baugur í gegnum Hjálm er orðinn ráðandi eigandi í DV, Ísafold, Veggfóðri, Hér og nú og Bístró, auk þess að eiga tæplega fjórðung í 365.“

Feitletrun er mín. Skyldi Pétur ekki átta sig á því, hve mikla reiði þetta orð kallar yfir þá, sem nota það? Reiði þeirra, sem eiga Baug. Ástæðu reiðinnar hef ég aldrei skilið. Hvers vegna þykja það skammir að kenna einhvern við eiganda sinn?

Svona er hann að tippla í kring um málið með því að vitna í aðra til að koma skoðun sinni á framfæri.


mbl.is 365 miðlar einbeita sér á prentsviði að útgáfu Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband