Leita í fréttum mbl.is

Verið að semja um greiðslur til Flugstoða um leið og við missum meiri tekjur til útlanda?

Þetta hér að neðan er náttúrulega brandari. Samgönguráðherra er handhafi hlutabréfsins í Flugstoðum þannir að hann sem fulltrúi eiganda hefði vel getað frestað samningum við félagið enda ríkið að semja við sjálft sig. En klúðrið er að ríkið vissi um að flugumferðastjórar hafa alltaf verið mjög harðir í samningum.

Samningamenn Flugmálastjórnar (flugstoða) eru óvanir þannig samningum. Því hefði verið sterkara að byrja fyrr flytja fréttir af kröfum flugumferðastjórna og a.m.k. tryggja að flugumferðastjórar gætu ekki vísað í að ríkið væri ekki tilbúið a skrifa undir samninga um sömu réttindi (lífeyris) en kæmu bara ekki með yfirlýsingu um að þau haldi. Samningur um það hefði slegið þau vopn úr höndum flugumferðastjóra. Við vitum öll að þeir eru vellaunaðir þannig að svona fréttireins og í dag um að þeir séu með yfir700 þús með yfirvinnu þykir bara ekkert svakalegt í dag. Það hefði þurft að vinna þetta mun betur t.d. bara það sem sagt er af deilunni í fjölmiðlum. Þar hefur félag Flugumferðastjóra nærri spilað eitt og ótruflað.

Ef að þetta verður til þess að við missum af milljörðum í tekjur fyrir flugumferðastjórn á Norður Atlandshafi er þetta mjög misheppnað hjá Sturlu og vanhugsað. Sem minnir á hvalveiðiævintýri Einars Guðfinns og Kristjáns Lofts og fleiri slíkar æfingar.

 

 af www.ruv.is

Ráðherra óttast að missa flugumsjón

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, tekur undir áhyggjur um að deila flugumferðastjóra og Flugstoða verði til þess að Íslendingar missi umsjón með stóru flugstjórnarsvæði á Norður-Atlantshafi. Með því myndu tapast árlegar tekjur upp á rúma tvo miljarða króna. Ráðherra segir það mikla skammsýni að tefla þessum hagsmunum í tvísýnu.

Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, sagði í hádegisfréttum Útvarps að hætt sé við því að deila flugumferðastjóra og Flugstoða verði til þess að Íslendingar missi umsjón með stóru flugstjórnarsvæði á Norður-Atlantshafi. Svæðið er 4,3 miljón ferkílómetrar og tekjur af þjónustunni eru 2,3 miljarðar króna á ári.

Sturla telur að nú sé verið að gera allt sem hægt er til að Íslendingar haldi umsjóninni með flugstjórnarsvæðinu. Hann segir að ástandið nú sé ekki kjaradeila. Sturla bendir á að með því að aðskilja eftirlitið og reksturinn á flugþjónustunni sé verið að uppfylla kröfur alþjóðasamfélagsins um flugöryggi.

Þorgeir Pálsson flugmálastjóri, tekur einnig undir áhyggjum að Íslendingar missi umsjón með flugstjórnarsvæðinu á Norður-Atlantshafi. Þorgeir segir að unnið sé hörðum höndum að því að tryggja að Íslendingar hafi áfram umsjón með flugstjórnarsvæðinu. Margs konar tillögur liggi fyrir Alþjóðaflugmálastofnun. Þorgeir segir fullyrðingar Félags íslenskra flugumferðastjóra um að viðbúnaðaráætlun kosti 10 miljónir króna á dag algerlega út í hött. Hann segir flugöryggi ekki minnka um áramót.


mbl.is Á þriðja tug flugumferðarstjóra hafa ráðið sig til Flugstoða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband