Leita í fréttum mbl.is

Flumbrugangur í framsókn

Það fer nú að safnast saman í pokann hjá framsókn vanhugsuðu málin. Alveg ótrúleg upphlaup þeirra.

  • Við gætum byrjað á kosningaloforðum þeirra fyrr á árum eins og 90% húsnæðislánin eða milljarðinn sem þeir ætluðu að nota til að gera Ísland fíkniefnalaust árið 2000. En kannski rétt að miða við núverandi ár
    • Það var til að byrja með 20% lækkun allra lán á landinu. Sem að reiknað var að kostaði um 7 til 900 milljarða. Og hefði endanlega sett okkur á hausinn.
    • Yfirlýsingar Vigdísar og Höskuldar um að hitt og þetta væri landráð.
    • Yfirlýsingar þeirra um hin ýmsu gögn sem átti að hafa verið leynt og reyndust nauða ómerkileg
    • Og svo allir þeir möguleikar sem þeir en engir aðrir hafa séð varðandi hvernig á að komast hjá því að borga IceSave. Og yfirleitt flest sem þeir hafa sagt um það mál.
    • Og nú þegar þeir tala við nokkra þingmenn flokks sem er með 6% fylgi í Noregi og koma hingað heim og segjast vera með loforð upp á 2000 milljarða á 4% vöxtum. Og að við þurfum bara að biðja formlega um það!

Held að flokknum væri hollt að setjast niður og fara yfir tillögur sínar og skoðanir. Komast að því hvort þær hjálpa, séu raunhæfar og mögulegar. Og gera það áður en þeir rjúka með þær í fjölmiðla.

Því nú eins og er eru það aðeins Sif Friðleifs og Guðmundur Steingrímsson sem gefa sér tíma til að hugsa málin áður en þau rjúka með þau í fjölmiðla. Jú og Birkir Jón hefur vaxið nú síðustu mánuði.

Bendi líka á að hlusta á umræður á Alþingi og fram í köll Vigdísar Hauksdóttur. En hún lætur eins og hún sé í framhaldsskóla eða einhverju málfundafélagi þar fram í köll þykja sniðug en ekki einusinni þar er þetta liðið svona stanslaust eins og hún lætur.


mbl.is Vilja ekki lána Íslandi stórfé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu nema að milljarðurinn hafi verið settur í fíkniefnamálin.  Þú veist ekkert um það.  Af hverju geta Íslendingar ekki verið með 90% lánin eins og aðrir, þú veist reyndar að flestir kaupendur húsnæðis á Íslandi fá 100% lán til íbúðakaupa 80 frá sjóðnum og 20 frá bönkunum þannig að þetta níutíuprósentakjaftæði þitt er bull.  Almenn fullyrðing þín um gögnin duga lítið. Hefur verið beðið formlega um lán frá Norðmönnum, ekki svo ég viti.  Nei góði skrifaðu nú hólpistil um kratafíflið Gordon Brown og allt hans hyski.  Það eru líka landráð að skrifa undir óútfylltan tékka inní framtíðina það hlýturðu að skilja þótt tregur sé. 

ÞJ (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 20:15

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þú getur kallað það hvað sem þú villt en þegar 90% lánin komu þá fóru bankarnir í samkeppni við Íbúðarlánasjóð og almennt talið að 100% lánin komu í kjölfarið. Fólk gat áður ekki fengið 90% nema að það stæðist strangt greiðslumat sem gerði ráð fyrir að fólk ætti fyrir útborgun upp á 20 til 30%.

Árangurinn af milljarðinum var minnstakosti lítill.

Steingrímur hefur verið í samstarfi og samskitpum við Norðurlöndin sem og fyrri ríkistjórn. Það var allstaðar borið við að þeir gætu ekki lánað okkur án þess að einhver stofnun hefði umsjón með efnahagsaðgerðurm. Norðmenn sögðu að þeir væru ekki til í að lána hingað fé til að leiðrétta mistök sem við gerðum með ofur frjálshyggjunni sem Framsókn og Sjálstæðisflokkurinn koma á. Og ef þú veltir fyrir þér stefnu Verkanmannaflokksins frá því 1997 þá hefur hann haldið uppi svipaðir stefnu og Framsókn stóðu fyrir hér.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.10.2009 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband