Leita í fréttum mbl.is

Er verið að spara spurningarmerki hjá mbl.is?

Væri nú ekki rétt að splæsa spurningarmerki á svona fyrirsögn? Þetta eru nú bara orð eins manns!

Síðan væri rétt að benda fólki á að í síðustu stóriðjuframkvæmdum voru Íslendingar í minnihluta þeirra sem fengu vinnu við þær framskvæmdir. Eins þá má benda á þá staðreynd að Helguvíki í fullri stærð kemur til með að nýta nær alla orku sem mögulegt er að nýta hér á suðvestur og suðurlandi. Hvaðan eiga þá aðrir að fá orku næstu 40 árin?

Og hefur fólk skoðað hvar þessi Suðvesturlína eigi að liggja?


mbl.is Telja ákvörðun Svandísar ólögmæta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Hvernig væri að kynna sér málin. Það er hægt að virkja meira og þannig fá orku. Enn sem komið er höfum við bara virkjað um 18/80 af virkjanlegri orku landsins þ.e. þeim sem nokkur sátt gæti skapast um. Láttu ekki ljúga þig fullan. Suðvesturlínan er eiginlega öll til staðar í dag en upp þurfa að koma sverari og fleiri kaplar. Að megninu til er hún á staðnum nú þegar.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 11.10.2009 kl. 14:26

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Adda það er reiknað með að Helguvík klári nokkurnvegin alla möguleika HS orku á Reykjanesi, Neðri hluti Þjórsá þarf líka. Suðvestur línan verður lögð sér skv. því sem hefur verið kynnt annrs þyrfti ekki umhverfismat. Og það er ekki hægt að skrúfa fyrir hana á meðan það þarf að leggja hana. Mannstu ekki eftir þegar að einhver stjórn þarna á Reykjanesi vildi að hún væri niðurgrafin.

Eins þá bendi ég á að þeir eru að tala um að Helguvík verði jafnstór og Kárahnjúkar. 

Svona er heildarvirkjunarmöguleikar á háhitasvæðum hér á sv horninu:

    tafla. Tæknilega vinnanlegt, virkjað og óvirkjað rafafl frá háhitasvæðunum á Reykjanesskaga og við Hengil. Heimild: Sveinbjörn Björnsson (2006), HS Orka hf. (2009), Orkuveita Reykjavíkur (2009a, 2009b).

Svæði

 

Tæknilega vinnanlegt afl (MWe)Virkjað afl 2009 (MWe)Óvirkjað afl 2009 (MWe)
Reykjanes200100100
Eldvörp/Svartsengi1207545
Krýsuvík (Trölladyngja, Sandfell, Seltún, Austurengjar)4800480
Brennisteinsfjöll40040
Hengill (Hellisheiði, Hverahlíð, Bitra, Nesjavellir, Grændalur o.fl.)600333267
Samtals1440508932

Þannig að álver sem notar fullbyggt um 680 mw og svo stækkun í Staumsvík sem notar kannsi um 120mw því verður aðeins um  100 mw eftir. Og nær öll raforkan nýtt á Grunartanga, Helguvík og í Straumsvík. Og þá eru aðeins eftir um 100 mw virkjanleg með jarðhitavirkunum hér. Og þarna er verið að tala um viðkvæm svæði eins og Bitru, Krísuvík og fleiri staði þar sem miklar deilur verð um. 

Annað sem hægt væri að virkaja eru neðri hluti Þjórsá, Hvítá og þar með Gullfoss. Haukadal, Kerlingarfjöll, Skafftá og Skeiiðará . Og þar með er allt búið. Eins er þetta fyrir norðan.  Þessi auðlind okkar er ekki ótakmörkuð. Og ef við bindum hana alla nú þá verður hún ekki notuð í annað næstu áratugina. Því að álverin gera saminga um orku til 40 ára.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.10.2009 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband