Leita í fréttum mbl.is

Það er auðsjáanlega hafið áróðursstríð hjá Álverunum!

Finnst þetta nú ódýr rök hjá Ólafi Teitssyn og fleirum. Þessu fyrirtækjum hlaut að vera það ljóst fyrir löngu þegar ríkisstjórnin ákvað að verða með í losunakvóta ESB 2013. En nú er öllum brögðum beitt. Og Gísli Martrein skrifar um að við séum að gera heiminum svo gott með því að hafa Álverin hjá okkur því að við framleiðum græna orku. Og því eigi að viðhalda undanþágum okkar. Þetta eru svona svipuð rök og að við tökum að okkur að geyma allan geislavirka úrgang heimsins af þvi að þá geti þau lönd framleitt raforku sem mengar ekki hjá þeim.

Ólafur Teitsson skrifar grein um það að þessi orkuver okkar mali okkur gull þegar þau hafi borgað upp kostnað við framkvæmdir við bygging þeirra. Hann gleymir að það tekur um 25 til 35 ár að borga þann kostnað. Eins þá hefur komið fram að þessi Álver borga hér lægri skatta, lægra orkuverð og geta í ljósi þess að þau eru dótturfélög erlendra risa falið hagnað með þvi að flytja hann sem skuldir til móðurfélagins.

Svo kvarta þau og kvarta þegar hugmyndir koma um að þau taki á sig einhvern kostnað vegna uppbyggingar hér. Vitandi það að þau eru búin að græða þó nokkuð t.d. bara á gengishruni hér. Þannig að launagreiðslur þeirra hafa væntanlega minnkað um helming að raunvirði.

Gaman væri að fá að vita hversu mikla skatta þessi fyrirtæki borga til landsins. Og það án þess að skatttekjur af launum starfsmanna séu inn í þeirri tölu.


mbl.is Kipptu að sér höndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu það að álverið í straumsvík er fríríki :)

sigurður helgason (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 11:45

2 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Þetta er besti pistillin þinn sem ég hef lesið.Þó við séum ekki sammála um krónuna né evruna né um fulla inngöngu í ESB þá erum við sammála um þetta.

Spillingarauðvaldið sprikklar í dauðateigjunum. 

Þetta lið mun rembast eins rjúpan við staurinn.

En mun falla á málflutningi sínum. Sem stenst ekki nánari skoðun.

Vilhjálmur Árnason, 16.10.2009 kl. 12:30

3 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

1 milljón tonn af áli framleidd á Íslandi þýðir 1,7 milljón tonna losun af CO2

1 milljóm tonn af áli framleidd í landi með kola raforkuver þýðir 14,2 milljón tonna losun af CO2.

Mismunurinn(sparnaðurinn) er 12,5 milljón tonn af CO2 á hverju ári.  Það er u.þ.b. þrisvar sinnum öll okkar losun á CO2 í dag.

Það virðist hafa farið framhjá mörgum að orkuverin hafa verið fjármögnuð með 100% lánum. Sala raforkunnar greiðir lánin.  Í leiðinni fá almennir neytendur öruggari afhendingu þ.e. orkan er til staðar þegar stungið er í samband. Plús það að hún er ódýrari hér til neytenda en gengur og gerist í löndunum í kring. Þökk sé stóriðjunni.

Álverin borga þá skatta sem samið er um.  Svo einfalt er það.

Þegar ráðist er í miklar fjárfestingar eins og fyrirhugaðar hafa verið t.d. í Straumsvík ($100.000.000.-) þá er það gert af mikilli yfirvegun.  Öll óvissa er skoðuð sérstaklega. Erlendir fjárfestar eru hvorki rauði krossinn né jólasveinninn. Þeir eru skuldbundnir til að fara vel með fé hluthafanna.

Ég er ekki sammála Vilhjálmi að þetta sé þinn besti pistill.  Þér hefur margsinnis tekist betur upp.

Tryggvi L. Skjaldarson, 17.10.2009 kl. 19:43

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta er náttúrlega alveg rétt hjá þér Tryggvi ENNNN. Þú lætur eins og öll orka annarstaðar sé framleidd með kolum. Það er ekki rétt. T.d. bendi ég þér á að viðsvegar um heimin eru sömu aðstæður og hér þ.e. rennandi vatn sem hægt er að nota. Sem og kjarnorkia. T.d. í kína er raforka til álvera væntanlega framleidd með vatnsorku og í Afríku hafa verið reistar vatnsvirkjanir til að skaffa orku fyrir stóriðju. EIns í S- Ameríku. Við erum ekkert einsdæmi nema að því leitinu til að við erum komin langt með þá orku sem við höfum  nema á svæðum sem eru vernduð. T.d. hér á SV landi er til orka í Helguvík en þá er lítið eftir í annað. Talið að við Helguvík í fullri stærð verðum við búin með 80% af allri orku sem hér er nýtanlega sem jarðorka sem og að lýkur eru á að þrýsingur eigi eftir að falla fljótlega þannig þær dugi ekki.  Sjá þessa grein hér.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.10.2009 kl. 20:15

5 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Sæll Magnús Helgi.

Ég hef ekki haldið því fram að öll orka til stóriðju sé framleidd með kolun annars en á Íslandi.

Kínverjar, af því að þú nefnir þá, eru reyndar duglegir við að framleiða rafmagn með kolum.  Vikulega er tekið í notnun kola raforkuver 2 frekar en eitt sem eru stærri en Kárahnjúkavirkjun.

Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að milljón tonn af áli framleidd hér á landi losa 1.7 milljón tonn af CO2 og þar sem raforka er framleidd með kolum er losunin 14.2 milljón tonn. Sparnaður uppá 12.5 milljón tonn af CO2 eða u.þ.b. þrisvar sinnum meir en öll losun á CO2 á Íslandi í dag.

Íslendingar eru í fremstu röð í heiminum í áliðnaði.  Það framleiða engir ál á umhverfisvænni hátt en við. Einhverjir kannski jafn góðir, en ekki betri.  Það er einfaldlega staðreynd.

Við erum reyndar svo agnar smá á veraldarvísu að það liggur við að hægt sé að segja að við skiptum engu máli.

Bara í Ohio í Bandaríkjunum er framleitt rafmagn með kolum og losar sú rafmagnsframleiðsla 2.000.000.000.- (tvo milljarða)tonn af CO2 á hverju ári.

Umræðan um orkuþurrðina og nauðsynina að geyma orku ónýtta fyrir "eitthvað annað" er ágæt fyrir 2007 spjall í "Draumalandsvímu".  Mér hefur oft á tíðum þótt andstæðan gegn stóriðjunni frekar byggð á fordómum en skynsamlegum rökum.

Það segir sig sjálft að ef ekki er hægt að afla orku verður ekki orka til sölu.

Finnst þér líklegt að það verði farið í  að nýta jarðhita ef það er tvísýnt að þrýstingur haldist á svæðinu? Hver vill fjármagna þannig fjárhættuspil?

það eru ekki hálfvitar sem stýra orkufyrirtækjunum.

Tryggvi L. Skjaldarson, 17.10.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband