Leita í fréttum mbl.is

Er það furða þó að áróðurinn gegn AGS sé farinn að bíta?

Las einhverstaðar í gær ágætis samlíkingu. Þar sem að AGS er í raun fjárhaldsmaður Alþjóasamfélagsins  fyrir land sem var komið í svo mikil vandræði að það var komið í greiðsluþrot. Og eins og með fólk sem lendir í vandræðum í sínum fjármálum og hefur þurft að fara t.d. til Ráðgjafastofu heimilanna, þá höfum við í samstarfi við AGS gert áætlun um hvernig við komumst út úr vandræðunum. Um leið og við höfum fengi loforð um lán frá öðrum löndum. Í öllum samningum sem við höfum gert, höfum við gengist undir það að gera erfiða samninga um skuldir okkar við Breta og Hollendinga.

En nú er búið að prenta inn í fólk að við þurfum ekkert að borga það. Og þá í kjölfarið setur fólk á AGS alla þá erfiðleika sem hér eru. Það er svo auðvelt. Þó að eina sem AGS hefur gert er að vara við vaxtalækkunum á meðan krónan er svo óstöðug og eins að þeir hafa krafist að við semjum um Icesave eins og við skrifuðum undir á áætlun sem við gerðum með þeim.

Svo er verið að segja frá öðrum löndum og tekin dæmi um hvernig AGS hefur hagað sér í Afríku og Suður Ameríku fyrir einhverjum árum eða áratugum. Þar gleymir fólk oft að gera sér grein fyrir að þar er verið að tala um allt annað. T.d. lönd sem hafa litla tekjumöguleika af útflutningi. Lönd þar sem stjórnvöld hafa mulið undir sig nær allar þjóðartekjur og löndin orðið gjaldþrota.

Fólk ætti að muna að það er ekki kallað í AGS nema þegar lönd verða gjaldþrota. Og markmið með aðstoð AGS er að hjálpa þeim gegn því að þau geti sýnt fram á að geta borgað þessa aðstoð til baka. Og þegar að þjóðartekjur eru litlar, þá þarf að grípa til rótækra aðgerða. Og fólki væri kannski holt að hugsa út í það hvernig staða í mörgum þessara landa væri í dag ef að AGS hefði ekki komið til.

Örugglega fullt að í AGS og margt slæmt sem þeir hafa gert. Og verst er að USA og stærri lönd hafa þar of mikil völd miðað við aðra eigendur að AGS. En þeir sem vilja reka AGS í burtu verða að sýna fram á skothelda áætlun sem sýnir fram á að það sé hægt.

Það er ekki raun meirihluti fyrir því að segja upp AGS samningi. Því skv. þessari frétt eru það

362 sem vilja segja upp samningi við AGS = 45%

262 sem vilja ekki segja upp samningi við AGS 33%

176 sem hafa ekki myndað sé skoðun eða eru ekk viss.  = 22%

Samtals gera þetta 800 og ekki rétt hjá Fréttablaðinu að gera lítið úr þessum hóp óákeðina.

Þessi 176 sem ekki gefa upp afstöðu eru bara ekki höfð með. En það eru 22% þeirra sem eru spurð


mbl.is Meirihluti vill segja upp samningi við AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Kjarni málsins er að mínu mati sá að meirihluti þess fólks sem er á móti AGS trúir bara því sem er þægilegt að trúa, en hefur lokað augum sínum fyrir þeim gríðarlega vanda sem ASG er að leiða okkur í gegn um. Áróður stjórnarandstöðunnar gengur í fólk af því þar er talað eins og hægt sé að henda vandanum til hliðar og gleyma honum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.10.2009 kl. 14:21

2 identicon

Pfffff. Það er nú meiri vitleysan í ykkur.

Geir (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 16:28

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ofsalega er þetta málefnalegt! Geirr og hvað þýðir "Pfffff"?

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.10.2009 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband