Leita í fréttum mbl.is

Einfalt - Hugsa málið til enda

Heyrði áðan viðtal við einhvern sem starfar hjá Orkurannsóknum. Hann sagðist ekki efast um að það væri hægt að finna orku fyrir bæði Helguvík og Bakka. En hann lagði áherslu á að í dag vissu þeir mjög lítið um magn orku sem væri til staðar og eins gæti orkan verið á svæðum sem væru óaðgengileg af mörgum orsökum. Hann benti á að menn hefðu alls ekki rannsakað þessi svæði nóg og það tæki langan tíma.

Ef menn flýttu sé um of væri hætt á að þessi svæði hættu að vera sjálfbær sem þýðir að menn gætu verðið að virkja of mikið á sumum svæðum sem mundi valda því að menn gengju á jarðvarman sem gerði það að verkum að menn kláruðu á skömmum tíma þá orku sem væri í boði. Almennt á að miða við að hver virkjun á þessu svæðum sé sjálfbær sem þýðir að hún á að duga í það minnst í 100 til 200 ár.

Hann talaði um að það yrði að virkja á hverju svæði í smáum þrepum og ekki meira en 50 Mw á hverju svæði. Skv. þessu þyrfti þá að virkja á yfir 10 svæðum til að skaffa orku í fullbúið Álver í Helguvík. Eins sagði hann að án borana og rannsókna vissu menn ekkert um hversu mikla orku má fá á svæðunum. Og þó sum svæði væru mjög líkleg þá vissu menn ekkert um hversu vel gengi að finna jarðhitan, eða hvort hægt væri að vinna hann. Hann taldi að málið væri einfaldara fyrir Norðan. En nefndi líka að svæði eins og Gjástykki og Krafla væru umdeild.

Eins og framtíðarlandið segir væri nú ekki rétt áður en samtök atvinnurekenda og verkalýðsins færu í svona herferð eins og er í gangi reyndu nú að skoða heildarmyndina.

Eins væri þess virði að einhver segði okkur hvernig á að tryggja að þessi störf verði unnin af Íslendingum. Er ekki skylda að bjóða þessi verk út á EES svæðinu. Man ekki betur en að 75% af þeim sem komu að Reyðaráli og virkjun í Kárahnjúkum væru erlendir aðilar. Aðallega Kínverjar. Og eins var þetta upp í Hellisheiðavirkjun minnir mig.

Það væri því gaman að sjá hvernig menn ætla að tryggja að þetta dragi úr atvinnuleysi? Og eins hvernig menn ætla að mæta því höggi sem kemur þegar að framkvæmdum líkur. Mig minnir endilega að það sé fólksfækkun í Fjarðarbyggð. Þannig að það er ekki eins og þessi Álver tryggi nokkuð. Það loka fullt af fyrirtækjum sem geta ekki keppt við Álverin á staðinn þegar það er komið í gang.

Fólksfjöldi Fjarðarbyggð

2005

 
Neskaupstaður, Fjarðabyggð1.411
Eskifjörður, Fjarðabyggð999
Reyðarfjörður, Fjarðabyggð696
Fáskrúðsfjörður, Fjarðabyggð614
Stöðvarfjörður, Fjarðabyggð

257

Samtals 3977

2006

 
Neskaupstaður, Fjarðabyggð1.410
Eskifjörður, Fjarðabyggð1.008
Reyðarfjörður, Fjarðabyggð1.424
Fáskrúðsfjörður, Fjarðabyggð623
Stöðvarfjörður, Fjarðabyggð236

Samtals 4701

2007

 
Neskaupstaður, Fjarðabyggð1.400
Eskifjörður, Fjarðabyggð1.063
Reyðarfjörður, Fjarðabyggð2.250
Fáskrúðsfjörður, Fjarðabyggð612
Stöðvarfjörður, Fjarðabyggð

231

 

Samtals 5556

2008

 
Neskaupstaður, Fjarðabyggð1.462
Eskifjörður, Fjarðabyggð1.119
Reyðarfjörður, Fjarðabyggð1.502
Fáskrúðsfjörður, Fjarðabyggð689
Stöðvarfjörður, Fjarðabyggð232

Samtals 5004

2009

 
Neskaupstaður, Fjarðabyggð1.454
Eskifjörður, Fjarðabyggð1.087
Reyðarfjörður, Fjarðabyggð1.098
Fáskrúðsfjörður, Fjarðabyggð695
Stöðvarfjörður, Fjarðabyggð

235

Samtals 4596

Eini staðirnir sem halda  sínu er Neskaupsstaður þar sem Álverið hefur lítil áhrif.

Það þarf að skoða heildarmyndina og fara varlega. Samtök eins og SA og ASÍ eiga ekki að pressa á svona risa framkvæmdir fyrr en þeir eru búnir að skoða heildarmyndina.

 


mbl.is Vilja öguð vinnubrögð um stórframkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband