Leita í fréttum mbl.is

Djöfuls vitleysingar sem erum!

Ég hef verið bjartsýnn um að við sem þjóð náum að vinna okkur út úr þessari kreppu fljótlega. En nú er ég farinn að efast um það. Það eru finnst mér allir aðilar farnir að krefjast og heimta aðgerða sem miða að sama ástandi og var hér fyrir hrun.

  • Skattar: Nú fara menn hamförum í að mótmæla hóflegum hækkunum á fyrirtæki og sér í lagi þau sem menga hér mest.
  • Menn eru á móti öllum skattahækkunum þó menn viti að ríkið þurfi hærri tekjur
  • Menn eru að mótmæla samdrætti í opinberum störfum en samt að mótmæla kostnaði við rekstur ríkisins
  • Menn vilja ekki skattahækkanir á milli og hálaun.
  • Menn vilja fá innspýtingu í byggingariðnaðinn þó að nú þegar séu til íbúðir sem duga næstu árinn. Og tómt iðnaðar og verslunarhúsnæði út um allt.
  • Menn vilja fara að semja um að við getum haft hér halla á ríkisfjármálum lengur en við áætluðum í upphafi.
  • Alveg sama hvað ríkið kemur með varðandi skuldir einstaklinga þá vill fólk meira. Alveg sama hvað það kostar ríkið.

Held stundum að fólk átti sig ekki á því að hér varð hrun. Og við það jukust sameiginlegar skuldir okkar sem við þurfum að borga á næstu árum. Það eru bara 2 leiðir fyrir ríkið:

  • Skera niður í opinberum rekstri
  • Auka tekjur sem eru skattar.

Í gær og dag er hægt að lesa um það að allir beinir skattar sem ríkið fær af öllum álverunum er nú 1,9 milljarðar. Eru menn að halda því fram að fyrirtæki sem velta upp undir hundrað milljörðum á ári geti ekki greitt umhverfis og auðlindagjald. Og ætlar einhver að segja mér að það stoppi t.d. varðandi Álveri í Helguvík? Það væri kannski þess virði að einhver kannaði á hvaða kjörum þessir fyrirtæki starfa í öðrum löndum t.d. varðandi orku og skatta. Og við höfum reynsluna eftir Kárahnjúka og Reyðarál að þessar framkvæmdir skapa tímabundina þenslu , verðbólgu og fólksflutninga, sem síðan þurrkast út á nokkrum árum. Og hvað á að gera þá?

Fer fólk ekki að átta sig á því að til að komast út úr þessu þurfum við að greiða upp skuldir. Við þurfum að hækka skatta sem við látum sem minnst lenda á  þeim sem lagast standa. Við þurfum að skera niður allt í opinberum rekstri sem við komumst af með en verjum sem mest grunnþjónustu. Við þurfum að gera þá kröfu að fyrirtæki sem í dag bera með lægstu sköttum í Evrópu borgi aðeins meira og við þurfum að gera þá kröfu að við sem eigum auðlindir landsins fáum af þeim beinar tekjur bæði orku og fisk. Þeir sem nýta það þurfa að borga okkur fyrir það. Síðna þurfum við að skapa okkur framtíðarsýn og vinna markvisst að henni. Hætta að trúa og treysta á einhverjar patentlausnir sem einhverjir misvitrir álitsgjafar og stjórnmálamenn sletta fram án þess að það hafi verið kannað að nokkru viti. Aðeins til að kaupa sér vinsældir.


mbl.is Ágreiningur í skattamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

algjörlega sammála þér Góður pistill

Kristbjörn Árnason, 28.10.2009 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband