Leita í fréttum mbl.is

Af hverju var Jón að leggja áherslu á þetta við útgerðarmenn

Í stað þess að vera að koma sér í mjúkinn hjá LÍÚ með því að láta þá vita að hann sé sammála í ESB umræðunni hefði hann átt að leggja áherslu á að kvótaeigendur ættu að fara að undirbúa sig fyrir að borga fyrir aðgang að auðlindinni. Jú eða lýsa því yfir að kvótaeigendur sem sannarlega veiða ekki 100% sjálfir af sínum kvóta yrðu að láta hann frá sér.  Og ekki yrði liðið að kvótaeigendur leigðu skip til að veiða fyrir sig gegn hlutdeild. Banna leigu á kvóta og fleiru þar sem menn eru sannarlega að græða á að selja örðum aðgang að auðlind sem þeir eiga ekki í raun.

Kominn tími til að kvótaeigendur fari að búa sig undir að þjóðin heimti arð af sinni auðlind. Það hefur sýnt sig að þeir margir kunna ekkert með hagnaðinn að gera. Þeir hafa notað hann í brask og fjárhættuverkefni sem ekki nýtist nú neinum. Og það er kominn tími til að fara að lækka í LÍÚ. Þeir hafa fengið að ganga allt of langt. Eins og fleiri hagsmunapotarafélög.


mbl.is ESB-umsóknin þungbær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tja, hversu sterkt standa "kvótaeigendur"?

Eru ekki margir þeirra skuldsettir upp fyrir haus vegna kaupa á kvóta?

Hvert fór sá peningur? Er kannski hægt að skattleggja þá sem fengu kvóta upprunalega úthlutaðan og höfðu vit á að selja hann og kaupa sér eitthvað innan lands og utan?

Hvert var braskið? Ekki lenti það í fjárfestingum í landvinnslu til að mynda. En vissulega á mölinni að einhverju leyti eða hvað?

Og hvar ætlar þjóðin að koma inn í notkun á auðlindinni? Kannski með því að taka þátt í kostnaði við veiðar? Gera út ríkis-togara? 

Eða stendur til að yfirtaka allt klabbið áður en við rennum undir sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB, hvar enginn þjóð mér vitandi hefur fengið að halda sínum miðum innan sinnar eigin stjórnar, og erum við þá að tala um þjóðir sem eru margfalt öflugri en ... við.

Mér er spurn

Jón Logi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 16:20

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona meðferð á kvóta er t.d. ekki ásætanleg:

"Eitt af þeim útgerðarfyrirtækjum sem fékk úthlutað aflaheimildum er Eskja frá Eskifirði. Fyrirtækið fékk rúm 3500 þorskígildistonn, þar af tæp 1900 tonn í þorski. Fyrirtækið er nú þegar búið að leigja frá sér 2300 tonn – af því eru 1100 tonn í þorski. Ætli tekjur vegna þessa séu ekki 300 til 400 m.kr. í kassann án þess að fara á sjó. Þess ber að geta að fyrirtækið rekur uppsjávarskipin Jón Kjartansson og Aðalstein Jónsson. Þessi skip stunda kolmuna, loðnu og síld. Þau veiða engan þorsk.

Þetta er kerfið sem ekki má breyta." Grímur Atlason

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.10.2009 kl. 16:35

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og Jón Logi það er nú bara þannig að við þjóðin höfum lítið með fiskimiðin að segja. Það eru nokkrir tugir eða hundruðu sem hafa haft megnið af kvótanum fyrir sig. LÍÚ segir að við frjálst framsal hafi tekist að snúa viðvarandi tapi í hagnað en samt skuldar útvegurinn milli 5 til 600 milljarða og heildar tekjur þeirra eru um 100 milljarðar á ári þannig að þeir skulda 5 faldar heildartekjur sínar. Og þetta hefur ekki nema hluta til verið vegna fjárfestinga þeirra heldur er þetta brask. Og hverjir eiga svo þessi lán það eru erlendir bankar, Íslenskir bankar sem eru að komast í eigu útlendinga. Og hverjir eru þá raun eigendur kvótans.? Og svo verða menn að muna að þó eitthvað af þessum fyrirtækjum rúlli við innköllun kvótans verða það bara einhverjir aðrir sem veiða þennan fisk. Það er fullt af fólki tilbúið að fjárfesta í þessu. En ríkið verður að gera kröfur um að hafa arð af auðlindinni. Í dag borga felst útgerðarfyrirtæki engann skatt þvi þau nýta skuldir og tap til að sleppa við skatta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.10.2009 kl. 16:41

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Krafan um breytingar á Kvótkerfinu og rannsóknaraðferðum Hafrannsóknarstofnunar er að verða háværari sem betur fer. Ólina Þorvarðardóttir kallar í grein óMogganum í dag eftir fjrjálsum vísindaveiðum í anda rannókna í Beanthafinu. Þar var gerð rannsókn á nýjum forsendum sem vakið hefur athygli og skilað merkilegum niðurstöðum. Kíkið endilega í Moggan í dag og lesið grein Ólínu. 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.10.2009 kl. 17:51

5 identicon

Mér finnst frekar bjánalegt af thér ad tala um kvótaeigendur.  Thjódin Á fiskinn í sjónum.  Thad á ad losa thjódina vid thetta gerspillta kerfi STRAX.

Thjódin getur gert nákvaemlega thad sem henni dettur í hug ad gera vid veidiheimildir.  LÍÚ og hagsmunagaesla thess er krabbamein thjódarinnar. 

gummi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 22:11

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er nefnilega það sem þjóðin virðist ekki geta gert Gummi. Okkur gengur ekkert að ná þessum kvóta til baka og því tala ég um kvóta eigendur. Þ.e. þeir fara með kvóta sem hann sé varanleg veiðheimild sem þeir eiga. Þess vegna eru þeir margir að leigja öðrum kvóta eða heimildir til að veiða í sjónum. Og því finnst mér að til að byrja með verði þeir sem hafa kvóta að veiða hann allann sjálfir. Ef ekki þá verða þeir að skila þvi sem þeir veiða ekki. Og svo er náttúrulega nauðsynlegt að byrja að afskrifa hann sem fyrst í smáum skrefum. Þeir geta þá boðið í veiðheimildir og við þjóðin fengið arð af þessu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.10.2009 kl. 23:33

7 identicon

Magnús:

"Og Jón Logi það er nú bara þannig að við þjóðin höfum lítið með fiskimiðin að segja. Það eru nokkrir tugir eða hundruðu sem hafa haft megnið af kvótanum fyrir sig."

Ég á engan bát, og sjálfsagt þú ekki heldur. En þessir sem kvótann eiga eru íslensk fyrirtæki, í eigu íslendinga, sem flytja fisk úr landi, og þetta er óhrekjanlega stærsta gjaldeyrislind þjóðarinnar. Seld vara í eiguÍslendinga no. 1. Og þó þeir væru 1000 fleiri, þá eru þetta jafnmargir fiskar.

Og svo að lokum, mega menn telja sig kvóta-eigendur ef þeir hafa keypt kvóta og þar með skuldsett sig upp fyrir haus? Kvótaeigendur eru nefnilega ekki allir eins.

Jón Logi (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband