Leita í fréttum mbl.is

Og hvaða stjórn heldur fólk að það fái í staðin?

Bara svona í framhaldi af fyrri færslu minni um hvað fólk vill í staðinn fyrir núverandi stjórn. Skoðum framsókn. Hvaða þingmenn telja mennn að muni vera betri kostur en þeir sem skipa meirihlutan í dag. Minni á tengsl beggja formanna við viðskipta ættir og veldi. Sem væntanlega bíða eftir að eignast fyrirtæki sín aftur og fleiri á gjafaprís eða með einkavinavæðingu þeirra aftur.

  • Birkir Jón Jónsson (BJJ) 2. þm. Norðaust. Framsfl.    Drengur sem varð aðstoðamaður ráðherra rúmlega 20 ára og hefur nú ekki lagt margt til málana, annað en hafa unnið sig upp innan Framsóknar

  • Eygló Harðardóttir (EyH) 7. þm. Suðurk. Framsfl. Mjög köflótt og tekur oft þátt í ómálefnalegum æsingi á þingi.
  • Guðmundur Steingrímsson (GStein) 8. þm. Norðvest. Framsfl.    Sæmilega yfirvegaður.
    Gunnar Bragi Sveinsson (GBS) 4. þm. Norðvest. Framsfl.  formaður þingflokks Furðulegur málflutningur að undanförnu á þing
     
  • Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) 6. þm. Norðaust. Framsfl.    Hef enga trú á honum
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG) 8. þm. Reykv. n. Framsfl.    Hefur breytt framsókn í hentistefnu og patent lausna flokk sem hugsar ekki tillögur sínar til enda eða hversu raunhæfar þær eru.

  • Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ) 3. þm. Suðurk. Framsfl.  varaformaður þingflokks. Sér lítið nema stóriðju og talar um fátt annað.
     
    Siv Friðleifsdóttir (SF) 6. þm. Suðvest. Framsfl.  4. varaforseti. Sennilega skynsamasti þingmaður framsóknar.
     
    Vigdís Hauksdóttir (VigH) 8. þm. Reykv. s. Framsfl.   Ég hef tjáð mig um hana marg oft og tel að hún sé að breyta Alþingi í hálfgert grínleikhús.

Svo set ég inn hérna þingmenn sjálfstæðisflokksins eins og í fyrri færslu.

Það eru um 11% sem treysta Bjarna Ben til að leiða þjóðina út úr kreppunni! En 33% sem segjast kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Hverjir eru það í flokknum sem fólk hefur svona mikla trú á? Eru það:

  • Árni Johnsen (ÁJ) 9. þm. Suðurk. Sjálfstfl.    Hefur sýnt sig hvaða siðferði hann hefur
  • Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ) 1. þm. Norðvest. Sjálfstfl.     Ég trúi því varla
  • Birgir Ármannsson (BÁ) 11. þm. Reykv. s. Sjálfstfl.     Stuttbuxnaliði
  • Bjarni Benediktsson (BjarnB) 2. þm. Suðvest. Sjálfstfl.   Þjóðin hefur sagt sitt álit á honum 
  • Einar K. Guðfinnsson (EKG) 5. þm. Norðvest. Sjálfstfl.     Ég trúi því varla
  • Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 5. þm. Reykv. s. Sjálfstfl.     Ég trúi því varla
  • Illugi Gunnarsson (IllG) 3. þm. Reykv. n. Sjálfstfl.  formaður þingflokks SKiptir um skoðun eins og ég veit ekki hvað
     
  • Jón Gunnarsson (JónG) 12. þm. Suðvest. Sjálfstfl.    Ég trúi því varla
  • Kristján Þór Júlíusson (KÞJ) 4. þm. Norðaust. Sjálfstfl.   Sá sem ég hef mesta trú á  af þessum hóp
  • Ólöf Nordal (ÓN) 2. þm. Reykv. s. Sjálfstfl.    Rökfastari en margir en gift yfirmanni Alcoa á íslandi
  • Pétur H. Blöndal (PHB) 7. þm. Reykv. n. Sjálfstfl.    Hann er þó sjálfum sér samkvæmur
  • Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ) 2. þm. Suðurk. Sjálfstfl.  varaformaður þingflokks Ekki eftirtektaverð
     
  • Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR) 8. þm. Suðvest. Sjálfstfl.  1. varaforseti Held að hún sé ágæt
     
  • Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH) 9. þm. Norðaust. Sjálfstfl.     Maður sem sagði að allt væri hér í lagi 2006
  • Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) 6. þm. Suðurk. Sjálfstfl.  6. varaforseti  Sáuð þið hana í Silfrinu 
    Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG)  Hún lofaði góðu en lenti í Kaupþings raunum

Er nú ágætt að líta á mannavalið sem mundi taka hér við ef stjórnin fellur. Ég persónulega held að það væri að fara úr öskunni í eldinn.

helvitis

mbl.is 46% telja að stjórnin lifi ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Stjórnin mun líklega halda mjög lengi á þeirri staðreynd helstri að það er enginn með betri hugmynd. Ef fram kæmi eitthvað alternatív fyrir annað hvort VG eða Samfylkinguna sem væri hald í er hætt við að stjórnin standi ekki lengi. Þannig held ég t.d. að stjórnin myndi ekki standa það af sér ef íhaldið færi að byðla til Samfylkingarinnar að koma með sér í Evrópu- og stóriðjustjórn, sem leysti hallan hjá almenningi frekar en hjá auðvaldinu. Á sama hátt gæti stór uppreisn með götuvígi og kröfu um þjóðnýtingu á eignum stóreignarstéttarinanr gert VG erfitt fyrir í ríkisstjórn sem ver bankabrellumennina og AGS áætlunina. En meðan stuðningur ekki safnast í kringum aðra hugmynd um leið út úr kreppunni en AGS og ESB leið ríkisstjórnarinnar stendur hún.

Héðinn Björnsson, 1.11.2009 kl. 10:17

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er alltaf gaman af ykkur Samfylkingarpennum

Óðinn Þórisson, 1.11.2009 kl. 12:01

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu er eitthvað merkilegra að lesa eftir ykkur Sjálfstæðisflokkspenna. Annars verður þú bara að sætta þig við að fólk hefur mismunandi lífsskoðanair. Og ég per´sonulega er ekki hrifinn af því hvernig lífsskoðanir sjálfstæðismanna hafa farið með landið hér síðan 1991.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.11.2009 kl. 12:18

4 Smámynd: Oddrún

Nei Maggi ég hef heldur aldrei verið hrifin af bláum pennum. Mér finnst þessir grænu fallegastir og rauðir eru ferlega fínir líka. Glæsileg færsla hjá þér og þarft að minna okkur á hvað við gætum haft það slæmt.

Oddrún , 1.11.2009 kl. 12:39

5 Smámynd: Oddrún

... þá er ég að sjálfsögðu ekki að tala um framsóknar-græna...

Oddrún , 1.11.2009 kl. 12:40

6 identicon

Hleypidómar og hroki taugaveiklaðara vinstrimanna ríður ekki við einteyming þessa dagana. Skjálftavaktin er hafin vegna skoðanakannanna sem sýna sterkari stöðu sjálfstæðismanna. Það er í lagi að blóðið renni hraðar í andstæðingum flokksins vegna þessa en það er sorglegt að sjá fólk leggjast í þá lágkúru að drulla yfir fólk vegna skoðanna sinna.

Ekki halda vinstri menn að þeir séu að vinna vinstri flokkunum aukið fylgi með því að skrifa svona um pólitíska andstæðinga sína eins og þeir hafa iðkað undanfarið?

Það væri eflaust hægt að búa til ágætis lista yfir samfylkingarfólk og vinstri græna í sama anda og þessi listi hér að ofan. Ekki heldur Magnús Helgi Björgvinsson að kjósendur hafi verið að kjósa heilsteyptustu frambjóðendurna í síðustu kosningum? Fólk kýs eftir stefnu flokkanna númer eitt tvö og þrjú. Í staðinn fyrir að drulla yfir allt og alla ættu stuðningmenn stjórnarflokkanna að líta í eigin barm og spyrja hvers vegna er stuðningurinn að færast annað. Þú vinnur ekki hug fólks með því að tala niður til þess.

Gosi (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 18:44

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gosi ég var bara að benda á þegar menn eru að flykkja sér um einhvern flokk þá væri nú ágætt að vita ástæðuna. Ekki vitum við stefnu þeirra því þær breytast nú frá mánuði til mánaðar. Og þegar kemur að því að taka ákvörðun þá sita þeir hjá eða eru á móti málum sem er búið að laga að þeirra kröfum sbr. icesave.

Ég er ekki á atkvæðaveiðum eða fylgisveiðum fyrir einn né neinn og leiðist að menn haldi að ég sé virkur í einhverjum stjórnamálaflokk. Ég er það ekki en fer ekki leynt með að ég er flokksbundin í Samfylkingunni í Kópavogi vegna bæjarmála.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.11.2009 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband