Leita í fréttum mbl.is

Alveg makalaust - Sama dag og Olmert er að ræða við Egypta um sáttarumleitanir.

Annað hvort kunna Ísraelsmenn ekkert í mannlegum samskiptum og samningamálum eða þeir eru vísvitandi að reyna að koma á frekari deilum. Hvernig halda þeir að  Hosni Mubarak líði að vera staddur á fundi með þeim og svo rignir svona fréttum inn?  Af öllu dögum að velja þennan. Ég held að þetta sé markviss ákvörðun hjá þeim..

Frétt af mbl.is

Tíu Palestínumenn féllu í átökum í dag
Erlent | AP | 4.1.2007 | 20:19
Særður Palestínumaður fluttur á sjúkrahús eftir átökin á... Tíu Palestínumenn féllu í átökum í dag, þar af fjórir - allt óbreyttir borgarar - fyrir kúlum ísraelskra hermanna sem réðust inn á grænmetismarkað á Vesturbakkanum og handtóku fjóra flóttamenn. Til harðra átaka kom milli Ísraelanna og vopnaðra Palestínumanna í fyrsta sinn síðan leiðtogar beggja aðila féllust á aðgerðir til að draga úr spennu

[Sex Palestínumenn féllu í átökum vopnaðra manna úr liði Hamas annarsvegar og Fatah hinsvegar á Gazasvæðinu.] Bætt inn þann 5.1 vegna ábendingar

Vísir, 04. jan. 2007 20:07

Olmert biðst afsökunar á drápunum

Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, baðst í kvöld afsökunar á því að fjórir Palestínumenn létust í hernaðaraðgerð Ísraelsmanna í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. Hermenn á skriðdrekum og jarðýtum réðust inn í bæinn til þess að handtaka grunaða hryðjuverkamenn. Fjórir létust og 20 slösuðust en hermennirnir handtóku fjóra.

Þessi hernaðaraðgerð er sú stærsta í Ramallah síðan í maí, aðgerðir Ísraelshers eru ekki algengar í bænum, í það minnsta ekki jafnalgengar og á Gaza. Hún hófst skömmu fyrir einkafund Olmerts og Hosnis Mubaraks, forseta Egyptalands, í strandbænum Sharm el-Sheikh í Egyptalandi. Fundurinn átti að snúast um sáttaumleitanir og lausnir í deilunni milli Ísraelsmanna og araba en hófst á því í staðinn að Egyptinn snupraði Olmert fyrir árásirnar.


mbl.is Tíu Palestínumenn féllu í átökum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert að verða betri og betri að fjalla um þessi mál, þú hefur lært vel af SRH og Jónasi því samkvæmt þessum pistli þínum læturðu að því liggja að Ísraelar hafi felt 10 manns, ertu ekki til í að leiðrétta þetta. Ég veit svosem ekki hvað þeir voru að gera í Ramallha en væntanlega hafa þeir verið að uppræta einhverja sellu, en málið er að þegar þeir fara svona inn er alltaf hætta á að átökin verði meiri en standa til og í þessu tilviki réðust hópar byssumanna á hermennina, OK það er bara hluti af þessu. Því miður gerist það að saklausir borgarar verða oft á milli eins og í þessu tilviki, en ef það væri stjórn á heimastjórnarsvæðunum sem vildi uppræta hryðjuverkamenn myndi þetta ekki hafa gerst, en það hefur bara aldrei verið vilji hjá palestínskum ráðamönnum til að uppræta þessar sveitir þrátt fyrir loforð og alþjóðlega samninga um það.

Ísraelar sömdu um vopnahlé til að hægt væri að ræða saman fyrir meira en mánuði en síðan þá hefur verið skotið 90 Kazam flaugum frá Gaza, hvernig útsýrir þú það....Abbas meira að segja sendi hundruð hermanna á skotsvæðin en eins og alltaf gerist ekkert og engin vælir yfir því

ehud (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 08:38

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ehud ég notaði bara copy og paste úr mbl.is þannig að þetta voru ekki mín orð. En ég veit að þetta voru 4 sem voru drepnir af Ísraelsmönnum
Sex Palestínumenn féllu í átökum vopnaðra manna úr liði Hamas annarsvegar og Fatah hinsvegar á Gazasvæðinu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.1.2007 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband