Leita í fréttum mbl.is

Þjóðin hefur talað varðandi ESB!

Var að skoða niðurstöður Þjóðfundar 2009. Það er nú kannski ekki hægt að segja að niðurstöðurnar séu mjög skýrar heldur svona almenn markmið en þó má t.d. lesa í kaflanum um Stjórnsýslu:

Stjórnsýsla

  • Gagnsæi og siðferði skal haft að leiðarljósi í íslenskri stjórnsýslu með virkri þátttöku íbúa, stöðugleika í efnahagsmálum og samvinnu við Evrópu

( http://www.thjodfundur2009.is/nidurstodur/framtidarsyn-themu/)

Það er nú ekki hægt að misskilja að þarna er verið að tala um ESB.


mbl.is Fólk logandi af áhuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Þetta er nú bara ein af fjöldamörgum niðurstöðum. Ef þú ýtir á „næsta“ þá færðu eitthvað allt annað.

Þórgnýr Thoroddsen, 15.11.2009 kl. 13:00

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já en ekkert sem fer gegn þessu sem ég nefndi. En ég verð nú að segja að þetta hefði verið hægt að setja skipulegra fram. Þetta lítur flott út en ég hafði ekki haft fyrir því að fletta þessu öll. Margar mjög góðar hugmyndir faldar bak við "Næsta" í öllum flokkum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.11.2009 kl. 13:08

3 identicon

Hvar er þessi mynd tekin af þér Maggi minn ?

Krímer (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 15:56

4 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Það er ekkert mál að vinna náið með mörgum, ef ekki öllum þjóðum Evrópu án þess að ganga í ríkjabandalagið.

mbk

Halldóra Hjaltadóttir, 15.11.2009 kl. 16:24

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þessi mynd er tekin á veitingastað á Krít árið 2007. Bjórinn kostaði sennilega um 1,5 evrur. Og magnið var um 1,0 líter

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.11.2009 kl. 16:24

6 Smámynd: Sigurjón

Hehe, þetta er stórkostleg óskhyggja hjá þér Maggi.  Samvinna við Evrópu þýðir ekki innganga í ESB.  Láttu þig dreyma þangað til þjóðin hafnar aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Eftir það, ekki láta hugfallast...

Sigurjón, 15.11.2009 kl. 20:59

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sigurjón ég læt ekki hugfallast þó þjóðin hugsanlega hafni aðild þegar þar að kemur. En bendi þér þó á að stór hluti þjóðarinnar eru tækifærissinnar og ef að samningurinn reynist hagstæðari en andstæðingarnir spá núna þá er líklegt að álit þjóðarinnar breytist. Það eru líklega 2 ár þangað til og á þeim tíma getur margt breyst. Þannig má reikna það út að krónan eigi eftir að taka nokkra góða snúninga á okkur og svo gætu komið upp í samningunum mögleikar á stuðningi við að koma okkur út úr þessum efnahagsþreningum.

En aðallega gætu menn vaknað upp við það að við erum að komast í þá aðstoðu að við verðum gjösamlega út úr öllu samstarfi varðandi sameiginlega hagsmuni landa í Evrópu og í framhaldi í heiminum. Minni á að nær öll lönd í heiminum tilheyra samstarfi ríkja til að koma sinni rödd að. Nær öll þau samtök sem við tilheyrum eru deyjandi þar sem aðildarþjóðir þeirra eru komnar í ESB. 

Á endandum verðum að treysta á að Norðmenn taki okkar málstað upp fyrir okkur í krafti þess að þeir eru með ríkustu þjóðum í heimi. Og þvi verðum við að sitja og stand eins og þeir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.11.2009 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband