Leita í fréttum mbl.is

Þetta er gott skref og hefði átt að koma fyrr

Þó þetta bitni nú á fólki sem á innistæður þá er þetta þó aðallega þörf aðgerð þar sem að hér hefur veirð stétt sem telur allar sínar tekjur fram sem fjármagstekjur og hefur hér um árabil aðeins borgað af þeim 10% skatt. Og reyndar finnst mér að fjármagnstekjur yfir milljón ætti nú að bera fullan tekjuskatt af þeim tekjum sem þeir hafa að peningum eða eignum. Þetta fólk sem hefur meirihluta sinna tekna sem fjármagnstekjur borgar ekki til sveitarfélaga (útsvar) og því mætti líka breyta. Þarna værum við að tala um t.d. að fjármagnstekjur yfir 100 þúsund á mánuði bæru fullann skatt og útsvar.

Þetta skiptir nú ekki máli fyrir þá sem eiga lilar innistæður á bönkum því fjármagnstekjur leggjast aðeins og vexti og verðbætur af innistæðum. Og er því lítið sem bætist við á ári.


mbl.is Þriggja þrepa skattkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heldur þú virkilega að fólk komi þessu ekki í burtu? Eða dreifi þessu á ættingja og vini?  Þessar hugmyndir eru fáránlegar, skila engu nema meiru tapi á Ríkissjóð.  Menn finna leiðir til þess að komast framhjá þessu

Baldur (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 16:31

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þá þurfa ættingjar og vinir líka að borga fjármagnstekjuskatt. Þessar tekjur hverfa ekki þó þeim sé dreift á fleiri. En það eru bæi einstaklingar og fyrirtæki sem hafa lifað góðu lífi t.d. að koma sér upp eignum sem þeir leigja út og hafa allar sínar tekjur af því. Af hverju eiga þeir bara að borga 10 eða 15% af þessum tekjum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.11.2009 kl. 16:34

3 Smámynd: Eygló

Yrði fénu dreift milli t.d. ættingja, væru þeir eftir það undir skattmörkum, ekki satt?

Eygló, 18.11.2009 kl. 17:00

4 identicon

Ruhtard.

Juan (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 17:10

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jú en nú eru engin mörk þannig að það verður borgaður fjármagnstekjuskattur af öllum fjármagnstekjur. Annað sem ég nefndi voru hugmyndir mínar. Þannnig borga í dag börn fjármagnstekjuskatt af innistæðum í bönkum. Fyrir flesta eru þetta litlar upphæðir. Og þetta er bara greitt af vöxtum og verðbótum sem fólk er að fá á innistæður, sem og tekjur af eignum sínum eins og t.d. leiga. Og nokkuð margir eru að fá allar sínar tekjur þannig.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.11.2009 kl. 17:24

6 Smámynd: Eygló

Ekki finnst mér réttlátt að lífeyrisþegar verði hugsanlega af hluta bóta sinna vegna skatts á "tekjur" af verðbótum af tiltölulegum smámunum.

Eygló, 18.11.2009 kl. 18:16

7 identicon

Magnús mér hefur lengi þótt þú vitlaus en nú fórstu alveg með það.

Fólk sem unnið hefur fyrir peningum sínum og eignast þá og haft efni til að spara þá afhverju á það að vera að borga skatta af peningunum.

Tilhvers þurfa allir skattar að vera í kerfinu ?  Eru skattar til þess að ríkið geti eignast sinn hlut ef öllu sem fólkið í landinu vinnur sér inn ?  Hver er ríkið ?  Og enn fremur eru skattar ekki til þess að reka opinbera starfsemi.  Er þá eitthvað jafnræði í því að sumir borgi 10 sinnum meira til samfélagsins en aðrir ?

Magnús ef það væri eitthvað jafnræði í þessum heimi þá væri skattur talan sem kostar að reka ríkið á einu ári deilt með íbúafölda á hvern mann.  Óháð því hvað hann er með í tekjur.  Það væri jafnt fyrir alla.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 20:25

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Arnar mikið er leiðinlegt þegar menn byrja svona athugasemdir.

Bendi þér á að fólk er ekki að borga af þeim peningum sem það hefur sparað heldur af vöxtum og verðbótum. Þannig er það t.d. að ef vextir og verðbætur sem þú færð af peningum t.d. í banka eru 200.000 kr þá borgar þú 18. þúsund í fjármagnstekjuskatt. Ef þú átt íbúðir í útleigu og leigir hana út fyrir 100. þúsund þá borgar þú 18. þúsundu í fjármagnstekjusskatt. Það er að fólk er bara að borga af þeim tekjum sem það hefur af eignum sínum hvort sem það er innistæður eða fasteignir.

Bendi þér á að ríkustu menn landsins hafa hingað til borgað um eða innan við 10% af tekjum sínum í skatt og ekkert útsvar. Og síðan er stór hópur í voðbót sem færir allar sínar tekjur í gegnum .ehf og borgar 18% skatt en nær engan tekjuskatt. Og ekkert til að reka sveitarfélagið sem það býr í.

Svo er það fólk eins og ég sem borum 37,5% tekjuskatt og það er af öllum mínum launum.

Svo ég held að ég sé ekki nándar nærri eins vitlaus og þú

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.11.2009 kl. 20:40

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sorry þetta átti að vera svona:

Ef þú átt kannski 2. milljónir í banka og vextir og verðbætur eru 200.000 þá borgar þú af því 36 þúsund í fjármagnstekjuskatt. Og ef þú átt íbúð í leigu og færð 100. 000 í leigu af henni þá borgar þú 18. þúsund í skatt af því á mánuði.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.11.2009 kl. 20:44

10 identicon

Ríkustu menn landsins borga líka tugi ef ekki hundruðir milljóna á ári í skatta þótt þeirra hlutfall sé minna.  Hvað borgar þú á ári ?  1 milljón, 2 milljónir ?

Þeir borga miklu meira til samfélagsins heldur en samfélagið þarf að leggja út vegna þeirra.

Hvar er jafnréttið í því að þeir skuli þurfa að borga meira en þú ? er ekki jafnrétti að jafnt gangi yfir alla ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 20:47

11 Smámynd: Eygló

Ég borgaði opinber gjöld af þeim tekjum sem ég lagði svo hluta af í sparnað. Inneign sparireikningsins reiknast líka inn í eign.

"Frímark" fjármagnstekna held ég að eigi að verða 100.000 krónur.

Svo þreytist ég ekki á að minna á að mér finnist ekki samanburðarhæft að eiga annars vegar t.d. 2-8milljónir í banka eða 600milljónir hins vegar.

Undirrituð er fjármagnseigandi að  fé á bilinu 1.000.000 til 900.000.000 krónur

Eygló, 18.11.2009 kl. 21:13

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ríkustu menn á Íslandi borga ekki hundruð milljóna í skatta. Þeir borga nær enga tekjuskatta. Fyrirtæki þeirra haf í mesta góðæri borgað einhverja skatta en yfirleitt ná þau að nota aðkeypt tap eða tap fyrri ára til að sleppa því að borga skatta.

. Ég hafði um 5,5 milljónir í tekjur á síðasta ári og borgaði minnir mig um 2 milljónir af þeim í skatt. Þessir menn sem sem við vitum að höfðu hundruð eða þúsundir millóna í tekjur eða til umráða borguð langt undir 10% af sínum tekjum.

Hér eru skatthæstu menn og konur. Ég með mínar litlu tekjur er nú að borga meira en 10% af sköttum hæstu greiðenda í mörgum landshlutum.

Reykjavík
Hreiðar Már Sigurðsson, 157,3 milljónir
Sigurjón Þ. Árnason, 99,1 milljón
Aimée Einarsson, 76 milljónir

Vesturland
Jón Þór Þorgeirsson, 16,9 milljónir
Jóhanna Sigurðardóttir, 14,7 milljónir
Ragnheiður Jónasdóttir, 12,4 milljónir

Norðurland vestra
Þórólfur Gíslason, 20,1 milljón
Aðalheiður Guðmundsdóttir, 16,1 milljón
Sigurjón Rúnar Rafnsson, 13,3 milljónir

Vestfirðir
Þór Magnússon, 21,7 milljónir
Ragnar Ágúst Kristinsson, 16,6 milljónir
Steinþór Bjarni Kristjánsson, 12,7 milljónir

Norðurland eystra
Þorsteinn Már Baldvinsson, 169,6 milljónir
Jóhannes Jónsson, 33,2 milljónir
Erna Björnsdóttir, 20,3 milljónir

Austurland
Gianni Porta, 17,6 milljónir
Ingvaldur Ásgeirsson, 13,7 milljónir
Gunnar Ásgeirsson, 13,3 milljónir

Suðurland

Friðrik Guðmundsson, 19,8 milljónir
Jón Sigurðsson, 17,1 milljón
Hjörleifur Brynjólfsson, 15,1 milljón

Reykjanes
Helga Guðmundsdóttir, 115,8 milljónir
Þorsteinn Hjaltested, 77,3 milljónir
Magnús Jónsson, 62,5 milljónir

Vestmannaeyjar
Elínborg Jónsdóttir, 33,7 milljónir
Eyjólfur Guðjónsson, 24,0 milljónir
Magnús Kristinsson, 16,1 milljón

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.11.2009 kl. 21:13

13 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Egló er er sammála þér. Mér finnst að það eigi að vera frítekjumark á fjármagnstekjuskatti. En ég veit að dóttir mín á um 150 þúsund í banka og er 10 ára en af því var tekið 10% fjármagnstekuskattur.

Og ég geri líka skýran greinarmun á svona ævisparnað upp á einhverjar milljónir og svo þar sem menn eru með hundruð eða þúsundir milljónir og eru að "láta peninga vinna fyrir sig" oft peningar sem eru fengnir með sér sniðnum úrræðum eins og kúlulánum eða þess háttar upprunalega. Og eins eru fjölskyldur sem lifa á því að leigja út eignir og borga bara af þeim 10% skatt. Dóttir mín leigir íbúð með fleirum 4 herberga og borgar fyrir það 150 þúsund á mánuði og viðkomandin leigusali á 2 aðrar íbúðir sem hann leigir út í sama húsi. Þannig að hann fær þarna 450 þúsund á mánuði og borgar af þeim í dag kannski 65 þúsund í skatt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.11.2009 kl. 21:21

14 identicon

Magnús,  hvað hefur viðkomandi húseigandi þurft að borga mikið af leiguni í afborgunum af húsinu eða þá hvað hefur hann þurft að borga mikla skatta af launum sínum til þess að eignast nægilega mikið fé til þess að kaupa þessar fasteignir.

Þú svaraðir heldur ekki spurningu minni um það hvort að það væri eitthvað jafnrétti í því að sumir þurfi að borga margfallt í skatta á við aðra.

Hreiðar Már borgar á 1 ári meira í skatta en 50% af þjóðinni kemur til með að gera á allri vinnu æfi sinni.

Hvað hefur ríkið að gera við svona mikið af hans skattpeningum ?  Er hann svona rosalega mikið veikur eða fór hann í skóla 100 sinnum oftar en annað fólk ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 21:27

15 Smámynd: Eygló

Magnús það KOM FRAM að 100þús króna frítekjumark yrði á fjármagnstekjum.

Ég vil hjálpa við uppbygginguna, það vilja flestir/margir/sumir, en ég vil ekki að við þurfum að sjá um það fyrir aðra.

Annars verð ég svo agndofa yfir upphæðum skulda þjóðarinnar að mér finnst varla taka því að borga af lífeyrinum mínum í þær. Einhvern veginn eins og sykurmoli í logandi eldgíg.

Eygló, 18.11.2009 kl. 21:41

16 Smámynd: Eygló

E.s. mér finnst að hvorki að Hreiðar Már né aðrir álíka eigi að borga sérstaklega fyrir allt sem þeir þiggja. Þeir hafa lagt góðan skerf í ríkiskassann, - og reyndar lagt efnahaginn í rúst,- með góðri hjálp annarra.

Eygló, 18.11.2009 kl. 21:43

17 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Náum víkingunum og látum þá borga og um leið stöndum vörð um söfnun auðs það er engum til góðs menn verða bara apar af því.

Sigurður Haraldsson, 19.11.2009 kl. 00:45

18 identicon

Sigurður er ekki í lagi með þig ?  Standa vörð um söfnun auðs ?

Þú gerir þér grein fyrir því að í eðlilegu bankakerfi þá eru þeir peningar sem lagðir hafa verið inn í bankan lánaðir áfram til þess að skapa nýja atvinnustarfsemi og fleira.

Menn sem eiga orðið meira af peningum fjárfesta jafnan sjálfir í fyrirtækjunum til þess að geta ávaxtað peningana umfram það sem að bankinn gerir.

Standa vörð um söfnun auðs.  Ekki heldurðu að fólkið eignist bara peninga og þeir geri svo ekki neitt gagn ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband