Leita í fréttum mbl.is

Ágætu sjálfstæðismenn

Þessi rök halda ekki! Það er meirihluti á þingi fyrir þessu máli. Fyrirvarar að mestu komnir inn í samninginn. Búið að leysa úr því hvað verður um lánið 2024 sem hefði getað valdið deilum þegar sú stund hefði runnið upp.

Eins þá eru fyrirvarar sem settir voru í sumar komnir inn í samninginn.

Eins gleyma menn þegar þeir tala um vaxtargreiðslur að þær hljóta að lækka meira enn menn í minnihlutanum halda fram þegar greitt veriður inn á höfuðstólinn. En það byrjar strax eftir því sem mér hefur skilist. Þ.e. eignir Landsbankans ganga upp í Icesave um leið og þær seljast eða að útistandandi lán greiðast.


mbl.is Sjálfstæðismenn: Forsetinn myndi hafna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Þú ert þá ekki að halda því fram að það sé minni gjá milli þings og þjóðar og ósætti innan þings varðandi þetta mál heldur en fjölmiðlafrumvarpinu sem hann hafnaði á sínum tíma?

Carl Jóhann Granz, 19.11.2009 kl. 16:52

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það var líka meirihluti í þinginu fyrir fjölmiðlafrumvarpinu á sínum tíma...

Hjörtur J. Guðmundsson, 19.11.2009 kl. 16:53

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Forsetinn er búinn að skrifa undir lög um fyrirvara og mun Alþingi væntanlega samþykkja lög samþykkja þessa sömu fyrirvara sem nú eru komnir inn í samninginn. Enda voru margir í stjórnarandstöðu sem töldu fyrirvarana einskis virði þar sem þeir stæðust ekki fyrir dómi.

Enda þarf forsetinn að vega stöðu okkar ef þetta mál dregst á langinn. Sem gæti orði slæm sem og engir samningar okkar væru marktækir og því ekki semjandi við okkur. Eins held ég að hann horfi í það að enginn hefur getað sagt hvernig við komum þessu fyrir dóm né hvaða dóm. Og enginn önnur þjóð stendur með okkar málstað og enginn evrópudómstóll mundi dæma okkur í hag.

Því held ég að þetta sé ekki líklegt að forsetinn hafni þessu

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.11.2009 kl. 17:03

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

æji blessaður haltu bara áfram að verja útrásina og aðstoðaðu félaga þína við að afskrifa skuldir Jóns Ásgeirs og Hannesar Smárasonar.

Fannar frá Rifi, 19.11.2009 kl. 17:45

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég hef hvorugt gert! Þetta hefur ekkert með hana að gera. En eins og þú veist er verið að rannsaka þau mál. Og í þeirri rannsókn eiga væntanlega þáttur ýmisa manna eftir að skýrast.

Enda vorum við að tala um Icesave

En halt þú bara áfram að verja kvótan og kvótaeigendur sem hafa óvart fengið nær alla auðlind okkar í fiski að gjöf til að braska með sín á milli.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.11.2009 kl. 21:05

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

ertu þú ekki einn af þeim sem vilt að íslenskur almenningur blæði fyrir skuldir Jóns Ásgeirs? hver stóð fyrir því að Jón fékk lán hjá ríkisbanka til þess að fara í kennitöluflakk með fjölmiðlaveldið? hver var bankamálaráðaneytið?

kvóti = gjöf? ertu að tala um lög sem settu voru til að takmarka veiðar sem gjöf? þetta var engin gjöf á sínum tíma og reyndu ekki að ljúga til um annað. kvótinn varð verðmætur bara vegna þess að aðrir útgerðarmenn vildu auka við sig aflahlutdeilt. afhverju vildu þeir það. aðal ástæðan vegna þess að hafró og stjórnvöldu skáru alltaf niður heildar veiðimagn. 

þannig vertu ekki að halda öðru fram. sjávarútvegurinn er minna skuldsettur heldur en allar aðrar atvinnugreinar og heimili landsins. þannig að þú hefur ekkert nema eigið hatur á vinnandi fólki. enda ert þú tilbúinn að framselja sjávarútvegsmál og allan sjávarútvegin til ESB.

ef útvegsmenn væru eins gráðugir eins og þú heldur fram þá væru þeir ESB sinnar. því um leið og við færum inn í ESB myndu þeir selja fyrirtæki sín til ríkisstyrktra aðila á Spáni og Frakklandi sem myndu borga feitar summur fyrir. síðan farið á sólarströnd með peningana. 

en þetta vilja þeir ekki. ólíkt þér. 

Fannar frá Rifi, 19.11.2009 kl. 22:48

7 identicon

Margt satt í skrifum þínum Fannar en ég hef bara litla trú á að sjávarútvegurinn sé í dag minna skuldsettur en aðrar atvinnugreina og heimili landsins.

Við vitum að t.d. í nágrannabæjarfélagi þínu var verið að afskrifa skuldir fyrirtækis sem eru meiri en allar skuldir heimila bæjarfélagsins.

En ég svo sem skil alveg rökin fyrir afskriftunum, til þess að fyrirtæki getið haldið áfram rekstri á þessu blessaða landi þá verða þeir að afskrifa þessar skuldir.

P.s. ég er alls ekki að verja það að forsetinn eigi að skrifa undir þessi lög, þetta er þvílíkt bull og vitleysa, sjálfur hef ég margítrekað að fara héðan en samviskan leyfir það ekki, maður skuldar á íslandi og vill ekki fara frá þessu.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband