Leita í fréttum mbl.is

Skilur einhver þessa frétt!?!

Um hvað er þessi frétt? 

Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði (MIH) segir að upplýsingar VSÓ ráðgjafar um ónotað íbúðarhúsnæði standist.  MIH hafi kannað ástandið í þessum efnum i Hafnarfirði og í ljós hafi komið 39% munur á þeim niðurstöðum og tölum VSÓ, segir í fréttatilkynningu frá formanni félagsins, Ágústi Péturssyni.


,,Sú talning fór fram í október sl. Í stuttu máli sagt reyndist vera 39% munur á talningu VSÓ og talningu MIH til minnkunar á framboði húsnæðis í Hafnarfirði. Þessum athugasemdum var þegar komið á framfæri við VSÓ.

MIH vill því vekja athygli á því að VSÓ hefur endurtalið ónotað íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði og reyndist sú talning vera nánast samhljóða talningu MIH frá því í október sl. Ekkert hefur þó borið á leiðréttingu þessa efnis og því þykir MIH afar áríðandi og tilefni til þess að þeir sem hafa fjallað um þetta efni, fjölmiðlar sem og fjármálastofnanir, berist leiðrétting vegna þessa.

 Það ætti öllum að vera ljóst að þegar fjallað er um jafn þýðingarmikið efni, sem þetta er, að allar upplýsingar séu sem réttastar svo réttlát yfirsýn fáist yfir málefnið."

Maður áttar sig á að þarna er verið að tala um rangar tölur um laust húsnæði. En ég get ekki áttað mig á hvort verið er að ræða um að það sé vantalið eða oftalið! Og ég skil ekki markmið með þessari frétt. Jú  að Meistarafélagið telur að VSÓ hafi farið rangt með en hvað?


mbl.is Rangar tölur um ónotað húsnæði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það vantar allt í fréttina sem skiptir máli, þ.e. fyrri tölur VSÓ, tölur MIH og seinni tölur VSÓ.  Svo vantar "ekki" í lok fyrstu setningar.

Marinó G. Njálsson, 20.11.2009 kl. 11:39

2 identicon

Nei,,,ég skil þessa "frétt" ekki...

anna (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 11:52

3 identicon

Do er að reyna kenna landsmönnum að telja rétt :)

Sigþór (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband