Leita í fréttum mbl.is

Hverju eru þeir að hóta?

Legg til að þessar stéttir athugi hvað þær eru að segja! Hverju eru þær að hóta? Ætla þeir að sigla í land. Þá legg ég til að kvótinn verði tekinn eignarnámi og úthlutað til þeirra sem vilja veiða hann án þess að krefjast skattaafsláttar fyrir að veiða hann.
mbl.is Sjómenn vara stjórnvöld við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

og þá getum við sent menn á sjóinn sem eru reiðubúnir að vera í burtu frá fjölskyldu mánuðum saman, án heilsugæslu, læknisþjónustu, án öruggra sjúkraflutninga ef alvarleg slys eða veikindi verða við störfin, oft án símasambands í lengri tíma án þess að þjóðfélagið þakki þeim með lítilli umbun fyrir þessar fórnir.

Skattastefna Samfylkingarinnar er að jafna kjör landsmanna og breyta skattkerfinu þannig að þeir sem hæsta hafa tekjurnar greiði hæstan skatt.

Afnám sjómannaafsláttarins lendir harðast á þeim sem lægstar hafa tekjurnar.

Gróflega reiknað þá skerðast tekjur mann sem fer átta 30 daga túra á ári með 250 þús í hlut um 11,5%, þess sem fær 1 milljón í hlut ca 3% og þess sem fær 2 milljónir í hlut um ca 1,5%.

Ætlar þú að byggja landið á herðum þess fólks sem lægstar hafa tekjurnar?

Lúðvík Júlíusson, 29.11.2009 kl. 14:31

2 identicon

hverju breytir það að taka kvótann af kvótaeigendum, það þarf sj´+omenn áfram til að veiða fiskinn ekki satt?

Ágúst (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 14:31

3 identicon

Sjómenn átti þetta að vera.

Ágúst (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 14:32

4 identicon

Hvar í andskotanum býrðu? Heldur þú að þessi litla hugmynd þín sé eitthvað sniðug? Þú vilt lækka launin hjá þeirri stétt sem dældu fjármunum inn í þetta land til að byrja með! Myndir þú fara út á sjó við þessar aðstæður ef afslátturinn yrði tekinn af?

Steini (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 14:46

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

kjör sjómanna versna. núverandi kerfi er byggt upp á því að hámarka verðmæti aflans. því hærra verð fyrir hvert kíló, því hærri eru laun sjómanna.

stefna samfylkingarinnar er að nota sjávarútvegin og fiskinn til að kaupa sér atkvæði fyrir kosningar og senda svo allar aflaheimildirnar til Brussel til umsjónar ef við gögnum þangað inn.

grunndvöllurinn að velreknum sjávarútvegi er stöðugleiki sem ekki er til í hugsunum útrásarvíkinavinana og uppsleikingana í samfó.

Fannar frá Rifi, 29.11.2009 kl. 14:49

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Lúðvík! þú nefnt mér marga sem fara í 8x30 daga túra með 250 þúsund fyrir hvern túr. Ég hald að sú útgerð gangi ekki upp. Og staðreyndin væri sú að þeir væru sennilega skattlausir skv. þessu. Því þetta gera um 2 milljónir á ári. sem gerir um 166 þúsund á mánuði.  Held að hinar tölunar séu réttari hjá þér. En nú t.d. byrjar starfsfólk hjá mér með  170 þúsund á mánuði eiga þau ekki rétt á að fá afslátt af því þau eru ung og eiga eftir að koma sér taki yfir höfðuðið. Þau þurfa mörg að fæða og klæða börnin sín.  Almennt er það nú vitað að menn fara á sjó til að hafa góðar tekjur!

Og málið er að miðað við stöðu útgerða sem væntanlega hafa nú hlýtur að vera miklar tekjur af auðlind sem þjóðn á. Þá á ekki að vera mikið mál fyrir útgerðina að bæta mönnum þessar 190 þúsund sem gerir um 15 þúsund á hvern sjómann á mánuði.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.11.2009 kl. 14:51

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Æ Fannar! sé ekki hvað þessi skattaafsláttur kemur þessu máli við. Sé ekki heldur af hverju einhver stétt eigi að fá einhvern sérstakan alslátt af sköttum við að stunda vinnuna sína. Og sé ekki af hverju við þurfum að niðurgreiða laun fyrir útgerð sem hefur verið mulið undir síðustu áratugi. M.a. hennar vegna hefur krónan hér fallið um mörg hundruð prósent. Þ.e. þegar gengið var fellt nærri eftir óskum hennar hér um áratugaskeið og átti sennilega stóran hlut í hér var komið á verðtryggingu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.11.2009 kl. 14:58

8 identicon

Hér sannar þú Magnús að þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að tala. "Mulið undir" ? Sjávarútvegur á Íslandi var á hausnum. Skattgrímur og Jóhanna sáu til þess á sínum tíma að úreldingarsjóður myndi ekki leggjast á almenning þegar fækka þurfti fiskiskipum og því sáu útgerðirnar sjálfar um að úrelda skipin og fækka þeim til að auka hagkvæmni. Sé ekki að það sé mikið mulið þar. Svo voru frjálsar veiðar felldar niður og hámark sett á hvað mætti veiða, ekki mikið mulið þar. Svo hefur kvótinn verið skorinn niður á hverju ári síðan. Ekki mikið mulið þar... og svo þegar útgerðirnar eru búnar að ná fram hagræðingu með fækkun fiskiskipa og aukinni sjálfvirkni og miklu markaðsstarfi þá dettur þessu skítapakki í samfylkingunni í hug að fyrna bara kvótann og byrja ruglið upp á nýtt. Aftur til fortíðar. Nei, þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að tala.

Jóhann (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 15:11

9 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Magnús,

ég hef sjálfur farið túra sem ekki voru að skila meiri verðmætum en sem svara til 250 þúsund á mánuði, það var þegar krónan var sem sterkust.  Þá var erfitt að fá reynda menn og erfitt að hámarka verðmæti aflans þegar mikið er um óvana menn.  Þjóðin er þá ekki að fá allan þá gjaldeyri sem hefði getað fengist fyrir aflann og þjóðin í heild verður af tekjum og því minna til skiptanna og til að efla velferðarkerfið.

Samkvæmt reiknivél á vefnum rsk.is þá greiða þeir sem eru með 166 þúsund á mánuði 17 þúsund í staðgreiðslu, útborguð laun eru þegar búið er að draga frá lífeyrissparnað 142 þúsund krónur

Hvers vegna ertu á þeirri skoðun að það eigi að skattleggja þá lægst launuðu með þessum hætti?

Hversu mikið er ríkið að spara ef hluti sjómanna fer á atvinnuleysisbætur vegna breytinganna?

Lúðvík Júlíusson, 29.11.2009 kl. 15:19

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og Jóhann réttlætir þetta að það útgeriðr fái 1100 milljónir skattaaflátt til að niðurgreða laun?

Ég þekkti nú aðeins til útgerðar í gegnum starfsmann á skrifstofu útgerðarfyrirtækis. Og ég fékk fréttir á þvi hvernig keytur var aflóga skuttogari og síðan notaður í að svindla út úr allskonar sjóðum ríkisins, m.a. í meintar endurbætur og að breyta honum í vinnsluskip og fleira. Svona var algengt hér áður. Bendi þér á að hér um allt land voru ríkiustu menn þeir sem gerðu út. Alli ríki, Einarar voru hér líka á nokkrum stöðum og Haraldur og fleiri.

Og svona miðað við Toyota umboð, útgerir í Þýskalandi, stórar eignir í bönkum og mikið veðhæfi, þá hafa þessir eigendur virkilega haft tekjur af þessari útgerð.

En aðalmálið er að ég á ekki þessar útgerðir sem fá að veiða fisk sem ég á. Það er ekki mitt að niðurgreiða laun manna sem einkafyrirtæki ræður til að veiða þann kvóta sem það á eða leigir. Enda eru það útgerðir sem eiga kvótan og eru að kaupa og selja sín á milli. Og láta síðan einyrkja og tryllu karla borga dýrum dómum. En þeir borga heldur ekki fullan skatt af sínum launum því þeir eru orðinir .ehf og borga bara 18% skatt. og ekkert útsvar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.11.2009 kl. 15:21

11 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ekki rugla saman útgerðum og sjómönnum.

Lúðvík Júlíusson, 29.11.2009 kl. 15:24

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og svon til að taka af öll tvímæli þá er ég líka á því að:

Sendiherrar sem sannarlega eru hér á landi meira en bara nokkrar vikur eiga líka að borga skatta!

Einyrkjar sem eru búnir að breyta sér í ehf. Eiga að borga fullan skatt af öllu sem sannarlega eru tekjur þeirra. Þ.e. eiga að reikna sér full laun og ekki fá að draga frá kostnað sinn vegna heimilis og fleira sem þeir gera í dag.

Ég er á móti því að bændur fái 500 milljónir til að reka bændasamtökin og ráðgjafa.

Ég er á móti því að opinberir aðilar fái dagpeninga ef að kostnaður er greiddur líka.

Ég er á móti því að opinberir starfsmenn sem sinna nefndar og stjórnarsetum á sínum vinnutíma fái sér greiðslur fyrir það

Ég er á móti því að Alþingismenn fái sérgreiðslur fyrir að sitja í nokkurri nefnd eða stjórn sem er í eigu ríkis eða sveitarfélaga.

Ég er á móti því að borgar og bæjarstjórnarfulltrúar fái greitt föst laun. Finnst að það eigi að greiða þeim fyrir fundi og önnur störf skv. tímaskráningu.

Ég er á móti því að ríkið lækki launakröfur sjómanna með því að greiða þeim sérstaklega með skattaaflætti.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.11.2009 kl. 15:34

13 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Lúvík það sem er nú kannski ólíkt með sjómönnum og örðum stéttum er að þeir eru nátúrulega með hlutdeild í afla! Þannig að það er eðlilegt að þetta blandist aðeins saman.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.11.2009 kl. 15:51

14 identicon

Magnús ...  Það eina réttlætanlega í stöðunni væri að Útgerðarfyrirtækin yrðu pínd til að hækka laun sjómanna.  Til dæmis að sjómenn borgi ekki hluta af olíukostnaði og/eða að fæðiskostnaður sem sjómenn borga falli algjörlega á útgerðina...  Þá FYRST er kominn grundvöllur til að fella niður sjómannaafsláttinn.  Svo einfalt er það.  Og svo skalt þú ekki að reyna að voga þér að blanda saman sjómönnum og útgerðum.  Það er alveg sitthvor póllinn.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 15:55

15 identicon

Algjörlega sammála færslu 12. 

ASE (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 15:57

16 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já ég er sammála því eða að hlutur sjómanna yrði lagfræður m.t.t. þess að þessi afsláttur fellur niður. Mér hefur skilist að þetta sé um 190 þúsund á hvern sjómann að meðaltali og það er þá um 16 þúsund á mánuði eða sem nemur rúmlega 1 og hálfu kartoni af sígarettum. Og þetta á að gerast á 4 árum og er því um 4 þúsund krónur á mánuði sem sem launin þyrfti að hækka hjá hverjum sjómanni að meðaltali.  Ég var ekkert að segja að sjómenn ættu að taka á sig þessa lækkun. Heldur að útgerðinn yrði að bæta þetta upp í kjarasamningum. Þetta gæti líka verið gert með því að reikna þessa hækkun inn í hásetahlut.

Fyrir skip sem er með 20 sjómenn verður þetta þegar afslátturinn er að fullu fariinn af um 3 milljónir. á ári.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.11.2009 kl. 16:03

17 identicon

Auðvitað á að afnema þennan afslátt. Allt tal um að sjómenn séu svo miklar hetjur, að þeir verðskuldi meira en aðrir, er bull. Þeir eru ekkert merkilegri en annað vinnandi fólk.

Jóhann (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 16:05

18 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sjómannafslátturinn er smámál miðað við þjóðnýtingarstefnu Samfylkingarinnar og þeirra afætna sem hafa fengið sitt pólitíska uppeldi í Ráðhúsinu við fúlapytt í R.vík.Nefni ég fyrrverandi borgarfulltrúa í R. vík sem dæmi.Ólínu Þorvarðardóttur. Þetta lið hefur stefnu sem mun orsaka það að sjómenn verða á lágu tímakaupi með einhverja smá premíu.Ef það munu þá einhverjir íslendskir sjómenn fást upp á þau býti.Það er löngu tímabært að mynduð verði heildarsamtök sjávarútvegsins.Líka er það orðið löngu tímabært að mynduð verði samtök sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins, því stefna þessara afætna sem fyrr eru nefndar mun sitja landsbyggðina og síðan allt landið á hausinn ef ekki verður brugðist strax við.Nógu dýr hefur Baugsflokkurinn, Samfylkingin orðið íslenskri þjóð.

Sigurgeir Jónsson, 29.11.2009 kl. 16:28

19 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Landsamband smábátaeigenda og LÍÚ, hafa stundum eldað grátt silfur saman, en engin munur er á stefnu þessara samtaka hvað varðar þjóðnýtingaráform Samfylkingarinnar.Landsamband smábátaeigenda hefur á undanförnum árum samþykkt að kvótakerfið skuli fest í sessi með skýrari lögum um nýtingarrétt til framtíðar.Um leið og hlutaskiptakjörin leggast af og sjómenn fara á tímakaup hverfur hvatinn fyrir sjómenn að auka verðmæti þess afla sem þeir koma með í land.

Sigurgeir Jónsson, 29.11.2009 kl. 16:35

20 identicon

...en ég var auðvitað að grínast. Það verður gaman að heyra vælið í fólki sem vill afnema þennan "afslátt" þegar við siglum bara í land. Ef þið viljið væla eitthvað um okkar kjör þá getið þið bara sjálf farið á sjó í átta mánuði á ári og vinna 12 tíma á sólarhring, dag sem nótt. En Jón Ingi, ef við tökum ekki þátt í olíkostnaði, af hverju eigum við þá hlut í afla.

Jóhann (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 16:36

21 identicon

Sigurgeir, þú mátt eiga það að þú ert talsvert málefnalegri en ég í þessum kommentum. Ég er þér hjartanlega sammála.

Jóhann (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 16:44

22 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Fyrir utan allt annað þá mun niðurfelling sjómannaafsláttarins samsvara ca 11,5% skattahækkun á sjómann sem rær 8 mánuði og fær 2 milljónir í árslaun.

Tillaga Steingríms felur ekki í sér að útgerðarmenn hækki kaupið heldur að skatturinn á þá sjómenn með lægstu launin hækki um þessi 11,5% og skiptir þá engu máli hvort það gerist á 4 árum eða strax.  Skattahækkun á launalægstu hópana er ótrúlega gróð aðgerð hjá ríkisstjórn sem kallar sig velferðarstjórn.

Er það sanngjarnt að hækka skatta um 11,5% á sjómenn með 2 milljónir í árslaun en um aðeins 1,5% á þá sem eru með 16 milljónir í árslaun?

Þetta er eitt af þeim atriðum sem skipta máli og þá hvort ríkið sé að spara peninga ef láglaunastörfin í sjávarútvegi leggjast niður og fólkið fer á atvinnuleysisbætur.

Lúðvík Júlíusson, 29.11.2009 kl. 16:44

23 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sigurgeir það er kannski kominn tími til að einhver bendi þér á að það er ekki hægt að tala um þjóðnýtingarstefnu þegar við erum að tala um eitthvað sem þjóðin á. Ef þú veist það ekki þá á þjóðinn fiskinn í sjónum ekki útgerðamenn. Og þjóðinni er það ekki hagfellt þegar að menn eru að braska og veðsetja eign þjóðarinnar langt fram í framtíðnna til að braska með sín á milli og þurfa ekki að veiða nema lítinn hluta sjálfir en geta notað annað í brask.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.11.2009 kl. 17:45

24 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s. ef að sjómenn ætla að sigla í land og vera með hótanir þá legg ég til:

 Ég legg til að við tökum af þeim kvótan og bjóðum út á Evrópska efnahagsvæðinu. Einu skilyrðin yrðu að 1 kíló af þorski kosti í leigu í 1 ár kosti  400 krónur sem ríkið fengi sem og það skiyrði að fisknum yrði landa hér og unnin eftir atvikum.

Sé ekki mun á því að Magnús úr Vestmannaeyjum veiði þetta og eyði í loftbóluviðskipt eða að John Smith veiði þeta og borgi ríkinu almennilega fyrir aðgang að auðlindinni. En ég er að tala um ef að sjómenn vilja ekki veiða þennan fisk nema með skattaafslætti.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.11.2009 kl. 17:52

25 identicon

Jóhann...  Málið er að þið sjómenn eruð að vinna fiskinn úr sjónnum ...  Er það ekki nóg.  Ég er málmiðnaðarmaður og ekki er ég að greiða hluta af rafmagnsreikningi fyrirtækisins.  Nákvæmlega það sama.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 17:58

26 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og ef þetta gegni eftir sem ég ræddi um hér að ofan þ.e. 400 kr. á kílóið þá fengi ríkð fyrir bara þorsk um þ.e. 150 þúsund tonn gerir um 90 milljarða. Og fyrst að sjómenn eru svona láglaunastétt gætum við borgað þeim öllum þ.e. 6000 sjómönnum 5 milljónir á ári og það mundi kosta okkur 30 milljarða á ári sem þeir fengju fyrir að gera eitthvað annað þjóðhagslega hagkvæmt eins og vegagerð eða eitthvað og átt samt 60 milljörðum í arð til ríkisins af þorski.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.11.2009 kl. 18:04

27 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég var kannski ekki alveg að tala í alvöru hér að ofan. En maður verður samt hugsi

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.11.2009 kl. 18:26

28 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef þú veist það ekki Magnú, þá hefur íslenska ríkið og kóngurinn þar á undan, aldrei átt veiðiréttinn við landið og eiga hann ekki heldur í dag, þrátt fyrir einhvarja fífla klausu um að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar.Þeir sem eiga og átt hafa veiðréttinn eru þeir sem hafa átt skip og áhöfn skipsins sem átt hefur hlut í þeim afla sem komið hefur um borð.Til þess að þjóðin ætti aflaheimildirnar þyrfti að færa þær á ríkið.Ef menn vilja ekki að kvóti sé leigður eða seldur þá er einfalt mál að afturkalla lög um framsal aflaheimilda, eða takmarka það.En staðan er sú í dag að afæturnar í R,vík sem settu landið á hausinn segjast nú líka eiga allann veiðirétt við landið.

Sigurgeir Jónsson, 29.11.2009 kl. 18:32

29 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sigurgeir þetta er bull! Alveg eins og veiðiheimildir eru ákveðnar af ríkinu þá eigum við auðlindina. Og það er ríkið sem gefur út veiðheimildir. Það voru siðan sett lög um Kvóta sem byggðust á veiðireynslu 1882 til 84 en þeir sem fengu þessi veiðréttindi klúðruðu málum með því að fara að veðsetja og selja þessi réttindin sín sem leiddur til framsal var leyft 1991. Og þessi réttindi er hægt að taka til baka. Alveg öruggt.

Og ég bendi þér á að flestir sem eiga þennan kvóta búa í Reykjavík. Og ég neita því að við séum kölluð afætur. Finnst þetta út í hött. Bendi þér t.d. á að nær allar vegaframkvæmdir eru út á landi, við greiðum hér sérstakt gjald á eldsneyti til að jafna olíuverð hér um allt land. Og bendi þér á að Fiskur þó ekk meira en 25% af útflutningnsverðmæta okkar. En málið er ekki um þetta heldur að útgeramenn eiga sjálfir að borga sjómönnum laun ekki skattgreiðendur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.11.2009 kl. 18:51

30 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Magnús, ef þú ert sammála því að fólk borgi skattana sína, ertu þá ekki sammála því að lækka tekjuskattinn og afnema skattleysismörk?

Lúðvík Júlíusson, 29.11.2009 kl. 18:58

31 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei það eru allir skattgreiðendur sem nýta sér skattleysismörk. Þ.e. allir sem eiga að borga tekjuskatt og útsvar. Þetta gildir líka um sjómenn. Sé ekkert líkt með þessu. Þetta mætti hugsanlega skoðað ef að allir væru með meðallaun sjómanna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.11.2009 kl. 19:06

32 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Magnús, það er til fólk sem nýtir sér persónuafsláttinn og borgar ekki þess vegna ekki skatt.  Er það sanngjarnt?

Meðallaun er eitt en dreifing launa er annað.  Sumir sjómenn eru með háar tekjur, aðrir með sæmileg meðallaun á meðan aðrir eru með lág laun.  Finnst þér það réttlætanlegt að leggja 11,5% skatt á lágtekjusjómen en aðeins 1,5% á hátekjumenn vegna þess að sumir eru með hátt kaup?  Það er út í bláinn.  Þetta væri eins og að leggja hærri skatta á láglaunafólk en hátekjufólk.

Lúðvík Júlíusson, 29.11.2009 kl. 20:08

33 identicon

Magnús en hvað með listamannalaunin??? Það eru 1600 manns á listamannalaunum og þeir kosta ríkið fimm sinnum meira en sjómannaafslátturinn og hann er ekki tekjutengdur.

Hvað með dagpeningana? Það tekur opinberan starfsmann 5 daga erlendis að fá sömu upphæð og sjómenn fá á ári.

 Þú kemur með komment um að Reykjavk sé ekki afæta. Nefnir vegakerfið. En hvað með öll opinber störf og útsvarið sem fylgir því???? Þær tölur eru skuggalegar og ekki landsbyggðinni í hag. Það hefur einfaldlega allt snúist um Reykjavík og ef þú skoðar þetta örlítið betur þá kemst þú líklegast að sömu niðurstöðu.

Auðbjörg (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 21:22

34 identicon

Síðan ætla ég að setja hér inn færslu frá kunningja mínum sem er á sjó sem sýnir að sjómannslífið er ekki alltaf neitt dans á rósum og mér finnst þér eiga þennan blessaða afslátt fyllilega skilið:

Fórum inn á Grundarfjörð til að gera við nótina. Þegar við vorum hálfnaðir við að spóla henni upp á bryggju kom neyðarkall frá Hábergi EA en þeir höfðu fengið nótina hjá sér í skrúfuna og voru að reka upp í Hrútsey. Þeir náðu að láta ankeri falla og stöðva skipið. Við spóluðum nótinni í land og drifum okkur út til að b...jarga þeim. Erum komnir með þá í tog áleiðis inn til Grundarfjarðar.

Það tekur svo við saumaskapur í alla nótt og vonandi náum við að klára nótina fyrir birtingu svo að við getum veitt á morgunn. Hérna slær vindurinn í 20 m/s og kyngir niður snjónum. Ekki bestu aðstæður til þess að vera berhentur í saumaskap um hánótt.

Spurning hvort vinstri-rauðu kaffihúsarotturnar sem vilja afnema sjómanna afsláttinn vilji skipta við mig og fá þennan þúsundkall sem ég fæ fyrir þennan dag......

Auðbjörg (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 21:24

35 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Auðbjörg þetta með listamannalaunin eru nú ekki rétt. Held að það séu frekar um 160 ekki 1600.

Þetta er af síðunni www.listamannlaun.is frá því í Nóvember um úthlutun þeirra

Skipting umsókna milli sjóða 2009 var eftirfarandi:
Launasjóður rithöfunda 163 umsóknir.
Launasjóður myndl istarmanna 177 umsóknir.
Tónskáldasjóður 41 umsókn.
Listasjóður 179 umsóknir, þar af 51 umsókn frá leikhópum.

Og svo

Eftirtöldum listamönnum voru veitt starfslaun sem hér segir:

Úr Launasjóði rithöfunda:

3 ár (3) 
Gerður Kr istný Guðjónsdóttur  
Hallgrímur Helgason    
Ólafur Haukur Símonarsson   
 
1 ár (13)
Auður Jónsdóttir    
Guðrún Eva Mínervudóttir   
Gyrðir Elíasson    
Ingibjörg Haraldsdóttir   
Jón Kalmann Stefánsson   
Ólafur Gunnarsson    
Pétur Gunnarsson    
Sigrún Eldjárn     
Sigurjón B. Sigurðsson (Sjón)  
Steinar Bragi Guðmundsson   
Steinunn Sigurðardóttir   
Þórarinn Eldjárn    
Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir   
 
6 mánuðir (28) 
Auður Ava Ólafsdóttir   
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson  
Bjarni Bjarnason    
Bjarni Jónsson     
Brynhildur Þórarinsdóttir   
Böðvar Guðmundsson    
Einar Kárason     
Eiríkur Örn Norðdahl    
Erlingur E. Halldórsson   
Guðmundur Andri Thorsson   
Guðmundur Páll Ólafsson   
Guðrún Hannesdóttir    
Halldóra Kr istín Thoroddsen   
Hávar Sigurjónsson    
Hermann Stefánsson    
Hrafn Jökulsson    
Huldar Breiðfjörð    
Kr istín Helga Gunnarsdóttir   
Kr istín Ómarsdóttir    
Kr istján Þórður Hrafnsson   
Linda Vilhjálmsdóttir    
Óskar Árni Óskarsson    
Sigurbjörg Þrastardóttir   
Sigurjón Magnússon    
Steinunn Jóhannesdóttir   
Sveinn Einarsson   
Úlfar Þormóðsson    
Vilborg Davíðsdóttir    
 
3 mánuðir (16)
Atli Magnússon    
Ágúst Borgþór Sverr isson   
Bergsveinn Birg isson    
Björk Bjarkadóttir    
Eiríkur Guðmundsson    
Elísabet Jökulsdóttir    
Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir  
Iðunn Steinsdóttir    
Ingibjörg Hjartardóttir    
Kr istín Eiríksdóttir    
Óttar Martin Norðfjörð   
Sigfús Bjartmarsson    
Sigrún Sigurðardóttir    
Sindri Freysson    
Stefán Máni Sigþórsson   
Sölvi Björn Sigurðsson   
 

Úr Launasjóði myndlistarmanna:
 

2 ár (4)
Ásmundur Ásmundsson
Elín Hansdóttir
Libia Castro
Steinunn Bjarnadóttir Vasulka
 
1 ár (9)
Andrea Maack
Daði Guðbjörnsson
Davíð Örn Halldórsson
Guðný Rósa Ingimarsdóttir
Helgi Þórsson
Ingirafn Steinarsson
Kr istleifur Björnsson
Ólöf Nordal
Sigurður Guðjónsson
 
6 mánuðir (20)
Anna Líndal
Ásta Ólafsdóttir
Egill Sæbjörnsson
Einar Garibaldi Eiríksson
Erling T.V. Klingenberg
Guðrún Nielsen
Heimir Björgúlfsson
Hildigunnur Birg isdóttir
Hildur Bjarnadóttir
Hrafnkell Sigurðsson
Huginn Þór Arason
Inga Þórey Jóhannsdóttir
Ingibjörg Magnadóttir
Katrín Elvarsdóttir
Kr istín Gunnlaugsdóttir
Ólöf Einarsdóttir
Ragnar Kjartansson
Sara Riel
Snorri Ásmundsson
Sólveig Aðalsteinsdóttir
 
Náms- / ferðastyrkir (2)
Birta Guðjónsdóttir
Margrét Jónsdóttir l istmálari
 

Úr Tónskáldasjóði:
 

2 ár (1)
Jón Anton Speight  
 

1 ár (1)
Gunnar Þórðarson
 

6 mánuðir (8)
Áskell Másson   
Bára Grímsdóttir  
Davíð Brynjar Franzson 
Hugi Guðmundsson  
Jóhann Jóhannsson  
Kjartan Valdemarsson  
Sigurður Sævarsson  
Snorri Sigfús Birg isson
 

4 mánuðir (1)
Anna S. Þorvaldsdóttir


 
Úr Listasjóði:
 
1 ár (8)
Bjarni Thor Kr istinsson
Katrín Ólafsdóttir
Katrín Pétursdóttir
Margrét Jóhanna Pálmadóttir
Tómas R. Einarsson
Víkingur Heiðar Ólafsson
Jóhann Helgason
Eydís Franzdóttir
 
Hálft ár (16)
Alexandra Chernyshova
Gunnsteinn Ólafsson
Ingibjörg Guðjónsdóttir
Andrés Þór Gunnlaugsson
Agnar Már Magnússon
Benedikt H.Hermansson
Einar Scheving
Ellen Kr istjánsdóttir
Halla Steinunn Stefánsdóttir
Hallveig Rúnarsdóttir
Hörður Torfason
Ingólfur Vilhjálmsson
Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir
Óskar Guðjónsson
Pétur Jónasson
Steinunn Birna Ragnarsdóttir
 
3 mánuðir (2)
Guðrún Birgirsdóttir
Martial Guðjón Nardeau
 
Náms- / ferðastyrkir (2)
Edda Erlendsdóttir
Ólafur Egill Egilsson 

Samkvæmt ákvæðum núgildandi laga um listamannalaun var úthlutað starfslaunum til leikhópa, enda verði þeim eingöngu varið til greiðslu starfslauna til einstakra leikhúslistamanna.
Stjórn listamannalauna fól leikl istarráði að fjalla um veitingu þessara starfslauna, eins og heimilt er skv. núgildandi lögum um listamannalaun.
Leikl istarráð skipa:   Orri Hauksson  formaður, Magnús Þór Þorbergsson og Jórunn Sigurðardóttir
 
Eftirtaldir leikhópar fengu starfslaun (11 hópar, 100 mánuðir)


Herbergi 408, 6 mánuðir.
Pars Pro Toto, 16 mánuðir.
Hið lifandi leikhús, 15 mánuðir.
Opið út,  13 mánuðir.
Sjónl ist, 4 mánuðir.
Lab Loki,  14 mánuðir.
GRAL-Grindvíska atvinnuleikhúsið,  8 mánuðir.
Artbox,  11 mánuðir.
Sviðsl istahópurinn 16 elskendur,  3 mánuðir.
Soðið svið,  4 mánuðir.
Strit, 6 mánuðir.

Listasjóður veitti einnig sérstök framlög til eftirtalinna listamanna sem fengu listamannalaun áður fyrr og voru 60 ára eða eldri við gild istöku laganna um listamannalaun, sbr. 9. gr. laga nr. 35/1991 og ekki fengu starfslaun.

Styrkurinn jafngildir starfslaunum í einn mánuð.

Benedikt Gunnarsson
Bragi Ásgeirsson
Eiríkur Smith
Gísli J. Ástþórsson
Gísli Sigurðsson
Gunnar Dal
Hjörleifur Sigurðsson
Jón Ásgeirsson
Kjartan Guðjónsson
Ólöf Pálsdóttir
Sigurður Hallmarsson
Sigurður A. Magnússon
 
Og já ég er á því að þetta sé eitthvað sem megi skoða. En þetta breytir ekki skoðun minni varðandi Sjómannaafsláttinn. Ég bara sætti mig ekki við að útgerðir og útgerðamenn komist upp með að láta ríkið greiða með störfum hjá sér.
Og eftir því sem ég finn á netinu er upphæð listalauna um 330 milljónir eða var í fyrra. Svo ekki ýkja Auðbjörg.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.11.2009 kl. 21:50

36 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og Auðbjörg Lögreglan vinnur líka við störf sem eru ekki alltaf dans á Rósum eiga þeir þá ekki að fá afslátt. Ég vinn í aðstæðum þar sem ég vinn með fólki sem veit ekki alltaf hvernig er eðlilegt að bregðast við þannig að ég hef t.d. tábrotnað, handarbrotnað, verið hárreyttur hundruð sinnum, kýldur, sleginn, klipinn, klóraður, bitinn og fleira og fleira. Á ég ekki rétt á afslætti á sköttum? Hvað með bílstjóra sem þurfa að keyra í hvaða veðri sem er milli landshluta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.11.2009 kl. 21:54

37 identicon

Ég biðst afsökunar á þessum rangfærslum, tók þetta annars staðar þannig að það er spurning að skoða heimildarmenn sína betur næst ;) En engu að síður þá finnst mér þessi listamannalaun algjörlga út í hött og líka allt þetta rugl með dagpeninga og fleira hjá opinberum starfsmönnum. Sú tala að það taki 5 daga er úr mogganum þannig að hún ætti að vera rétt.

 En þú sérð nú kannski af þessari frásögn þarna ofar að sjómannslífið er ekkert alltaf sældarlíf og síðan langar mig að leiðrétta eina stóra rangfærslu sem þú hefur verið með.

85% þeirra sem eiga kvóta í dag keyptu hann en fengu hann ekki gefins eins og þú heldur fram.

Þarna eru fullt af litlum smáútgerðum sem hafa haft það að leiðarljósi að skapa vinnu fyrir sig og aðra og hafa ekki verið neinir sægreifar. Það er ekki hægt að dæma alla út frá nokkrum, ekki er maður að halda því fram að allir sem unnu í banka séu hálvitar er það? Þetta er bara ekki svona auðvelt.

Auðbjörg (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 21:59

38 identicon

Útgerðakóngarnir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við alla þessa peninga sem þeir eru að græða, held þeim sé nær að borga meira af þeim í laun og setji minna af þeim í brask. Sjómenn fá illa borgað af því að yfirmennirnir þeirra tíma ekki að borga þeim laun vilja að ríkið borgi launin fyrir sig. Þessir kvótakóngar hafa svo átt einna stærstan þátt í að setja landið á hausinn í samstarfi við bakamen og pólitíkusa. 

Svo væri líka fint að fækka listamönnum á listamannalaunum, sérstaklega listamönnum sem eru að fá fínar tekjur út úr list sinni og þeir sem hafa ekki rassgat í mörg ár og eru bara á þessum launum vegna vinskapar við stjórnmálamenn og að þeir þykja góðir kokteilpinnar. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 22:12

39 identicon

Ef þið viljið getið þið kallað ,,sjómannaafslátt"  fjarlægðastyrk eða dagpeninguppbót !

Þetta eru laun sjómanna!

Það fá allir lanuþegar dagpeninga og matarpeninga ef þeir fara út fyrir einhverja fjarlægðarlínu !

Síðan fá atvinnurekendurnir þeirra virðisaukan borgaðan til baka fyrir útlögðum kostnaði !

Alþingismenn og borgarfulltrúar fá frían símakostnað og blöð frítt !

Eigum að halda áfram,  lífeyrir fyrir opinbera aðila !

Það er hægt að kalla hlutina ýmsum nöfnum , en það eru engir peningar sem fara á milli í ,,sjómannaafslætti" !

Aftur á móti fara peningar á milli í hinum dæmunum !

JR (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 22:17

40 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

JR það er ekki ríkisins að borga það!

Það eru Atvinnurekendur sem borga fólki laun, dagpeninga, fæðisstyrk eða hvað það heitir. Ef þú vinnu fyrir Síman og þarft að fara langferð eða erlendis þá borgar Síminn þér Dagpeninga ekki ríkið.

Opinberir starfsmann greiða í Lífeyrissjóð eins og aðrir. Og þetta með aukin lífeyrisréttindi er nú ekki eins mikið nú og það var. Því að A hluti Lífeyrisstjóðs Starfsmanna ríkisins er mun sjálfbærari en gamli B hlutinn.  Enda hafa starfsmenn sætt sig við lægri laun fyrir vikið. Þannig fær 20 ára starsmaður sem sem byrjar að vinna hjá mér á Sambýli fyrir fatlaða um 170 þúsund krónur í laun. 

Það sem við erum að tala um er að Útgerðinn þ.e. þeir sem ráða sjómenn til starfa eiga að borga þeim launin. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.11.2009 kl. 22:50

41 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú segir Magnús,, starfsmaður sem byrjar að vinna hjá mér"Tilvitnun lýkur.Þessi orð þín segja allt sem segja þarf um þig.Er þessi starfsmaður ekki að vinna hjá ríkinu.Þú virðist líta svo á af því þú vinnur hjá ríkinu þá sért þú ríkið.Ríkið það er ég segir þú.Síðan vilt þú meiri skatt til ríkisins til að geta örugglega látið ríkið greiða fyrir þig lífeyrissjóðinn.Þú vilt að ríkið ræni veiðiréttinum frá landsbyggðinni til að þú og afæturnar sem þú taldir upp hér að framan geti makað krókinn.Ég hef lagt það til að reistur verði múr úr Straumsvík yfir í Kollafjörð og afætuliðinu verði ekki hleypt út fyrir þann múr.Það hefur gert nóg af sér.

Sigurgeir Jónsson, 29.11.2009 kl. 23:37

42 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og reyndu ekki að fela dagpeningagreiðslur sem þú færð þegar þú ferð með fatlað fólk til Kanaríeyja yfir vetrartímann eða eitthvað annað þótt ferðin taki ekki nema viku.

Sigurgeir Jónsson, 29.11.2009 kl. 23:44

43 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Heyrðu Sigurgeir! Er ekki allt í lagi hjá þér. Ég er forstöðumaður á sambýli fyrir fatlaða. Sambýli fyrir fatlaða eru um allt land. Sambýli eru rekin af ríkinu en koma til með að færast yfir til sveitarfélag 2011. Ef ég fer með fatlaða í ferðalög fæ ég ekki dagpeninga! Ég fæ greidda þá 8 tíma sem ég er á vakt auk þess 6 tíma fyrir hvern sólarhring. Þ.e. 14 tíma fyrir sólarhringinn.

Ég borga í lífeyrisstjóð eins og þú! Þegar ég tek lífeyrissjóðinn út þá fæ ég um 200 þúsund kr. per mánuð eftir um 40 ára starf. Bara að benda þér á að við greiðum í lífeyrissjóðð eins og aðrir. En hér áður frekar en að hækka kaup hjá opinberum starfsmönnum þá veittu þeir auknar greiðslur í lífeyri. En því var að mestu hætt 1996. Ég hef farið í tugi eða hundruð ferða með fatlaða og aldrei fengið dagpeninga. Enda er það ekki í kjarasamningum okkar.

Og ég veit ekki hvernig þú villt að fötluðum sé sinnt? Og skammastu þín fyrir að kalla starfsmenn félagsþjónustu afætur.

Og fyrst við erum að tala um laun. Þá er kannski rétt að benda þér á að ég fæ 350 þúsund fyrir að bera algjöra ábyrgð á öllum þáttum í lífi 4 einstaklinga. Auk þess sem ég hef umsjón með um 10 starfsmönnum. Þetta er heimili þannig að ég þarf að vera til taks alla dag og allar nætur ef eitthvað kemur upp á. Auk þess hef ég umsjón með öllum þeirra fjármunum og ber ábyrgð á rekstri heimilisins og fyrir þetta fær ég 350 þúsund. Þar afan á hef ég orðið að vinna um 15aðfangadagkvöld, um 15 jóladaga nær alla nýjársmorgna og marga páska og þó á ég 2 dætur og er einstæður pabbi. Ég hef unnið við þetta í 25 ár. Menntaði mig í 3 ár eftir stúdentspróf til að sinna þessu. Og ekki fæ ég neina skattaaflætti þó ég þurfi að nýðast á fjölskyldu minni til að sinna barninu. Svo skammstu þín.

Þú virðist ekki skilja að útgerðir eru einkareknar. Og eru í raun bara fyrirtæki. Fyrirtæki eiga að greiða starfsmönnum sínum laun og aðrar greiðslur eins og dagpeninga.

Ríkið er minn atvnnuveitandi vissulega en það er til að sinna fólki sem getur ekki séð um sig sjálft svo ég bara neita því að við séum afætur. Og eftir svona málflutnng er ég enn meira á því að útgerðir ættu að sýna sóma sinn í að bjóðast til að greiða þennan sjómannaaflátt til starfsmanna sinna og hætta að nýðast á ríkinu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.11.2009 kl. 00:08

44 identicon

Ég hef ekki alltaf verið sammála Magnúsi Helga eins og í Icesave, en mér ofbýður skolpið sem Sigurgeir hellir hér yfir hann úr sjúkum sálarkimum sínum.

Sigurgeir þú ættir að sjá sóma þinn í að biðja Magnús afsökunar og jafnframt þá sem sinna því fórnfúsa starfi að sjá um okkar minni bræður. Ef þú hefur sómakennd, orð þín benda ekki til þess.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 03:10

45 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Magnús þú ert með ríkistryggðan lífeyrissjóð.Það eru sjómenn ekki.Þegar þú ferð með fatlaða í ferðalög færðu greidda 14 tíma en vinnur átta.Afætuliðið sem ég tala um getur átt við allt það lið sem setti landið um koll hvort sem það voru útrásarvíkingar eða ríkistarfsmenn á dagpeningum.Staðreyndin er að þeir sem láta hæst um meiri skattpíningu eru ríkisstarfsmenn sem vilja meiri peninga í ríkiskassann til hærri launa handa sjálfum sér.Þú lagðir sjálfur fram langan lista af fólki sem fær greitt frá ríkinu á þeim forsendum að það kallar sig listamenn.Það úthlutar síðan sjálft peningum ríkisins til sjálfs sín.Hvað með sinfóníuna, leikhúsin.Sjávarútvegurinn er undirstöðugrein á landsbyggðinni og afætuliðið á höfuðborgarsvæðinu á að láta landsbyggðina í friði hvort sem það er að virkja eða róa til fiskja.Fatlaðir og öryrkjar hafa orðið fyrir barðinu á afætuliðinu rétt eins og sjómenn.Og ekki skulum við gleyma öldruðum.Þeir hafa líka orðið fyrir barðinu á afætuliðinu.Og peningar verða ekki til úr engu þótt starfsmenn ríkisins haldi það.Þú ættir líka að gæta að sómakennd sjálfs þíns Teddi. 

Þ

Sigurgeir Jónsson, 30.11.2009 kl. 07:34

46 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þar fyrir utan er skattafsláttur ekki laun Magnús.En skattafsláttur sjómanna er smámál miðað við það ef veiðirétturinn við Ísland verður þjóðnýttur til ríkissins í R.vík eins og þú og skoðanabræður þínir hafa verið að krefjast.Það mun hafa þær afleiðingar að landsbyggðin mun því sem næst leggjast af og tekjur ríkisstarfsmanna munu ekki aukast þótt þeir haldi það.Því miður.Og ég vorkenni þér ekki með 350.000 á mánuði í föst laun fyrir utan allt hitt.Gleðileg jól.

Sigurgeir Jónsson, 30.11.2009 kl. 07:56

47 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sigurgeir! Ég fer í ferðalög með fatlaða og sé um þá 24 tíma. Þetta er ekki þannig að þau sjái um sig sjálf þegar vinnnutíma er lokið. Þannig að ég vinn í 24 tíma í ferðalögunum en fæ borgað 14 tíma. Næ reyndar stundum að sofa smá en ekki alltaf. Svo hættu þessu kjaftæði.

Ok. er skattaafsláttur ekki laun!

Og hvað áttu við 350 þúsund "fyrir utan allt"?

Og þessi hugmynd þín um að landinu væri best fyrirkomið sem verbúð þ.e.. að þið fáið bara að vera í friði er út í hött. Segjum svo að við allir ættu að vinna við það sem skapar gjaldeyristekjur. Þá þyrtum við að fjölga hér fiskiskipum um segjum 800% svo fleiri gætu unnið við það. Og þau myndu þá öll verða hér í Reykjavík þar sem 2/3 þjóðarinnar býr. Og þá yrði að dreifa kvótanum á öll þau skip. Og eins þá yrðum við að stytta vinnutíma í Álverum niður í 2 tíma á dag per. mann svo fleiri fengju vinnu. Og eins í ferðaþjónustu. Og launin yrðu að lækka svo að allir gætu fengið greitt einhver laun. Þó þetta séu ýkjur hjá mér þá er ljóst að hér mundu fáir vilja búa ef þeir gætu ekki gert neitt nema að vinna og sofa. Skv. þér þá eru Spítalar, félagsþjónusta og þannig bara afætur. Þannig að fólk sem veiktist vildi náttúrulega ekki búa hér. Og því mundi fólk flytja burtu frá landinu.

Við gætum líka farið þá leið að heimta að Höfuðborgarsvæðið fengi til sín kvóta sem hlutfall af fólksfjölda!

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.11.2009 kl. 09:31

48 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gleymdi að klára þetta með skattaafláttinn! Hann er náttúrulega ekki laun. En hann er sannarlega afláttur á skatti. Og afhverju eiga starfsmann hjá ákveðnum fyrirtækjum að njóta sérstaks afsláttar umfram aðra. Stétt þar sem meðallaun eru vel yfir 500 þúsundum á mánuði? Veit ekki hvað þau eru nákvæmlega en gæti trúað að meðalaun sjómanna séu 6 til 800 þúsund á mánuði. (Las einshverstaðar að meðalaun sjómanna hjá Vinnslustöðinni voru 2001 komin yfir 500 þúsund og síðan hafa laun hækkað tölvert). Af hverju eiga þessi eina stétt að njóta skattaafsláttar? Og af hverju er það ekki sanngjarnt að útgerðin borgi þessar 15 þúsund kr. aukalega? Þetta á að gerast á 4 árum. Af hverju heldur þú að þeir ráðin ekki við þetta. Þetta gæti verið hækkun upp á 2 til 3 milljónir á stærstu skipin á ári.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.11.2009 kl. 09:39

49 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Magnús,

fjármálaráðherran hefur ákveðið án samráðs við útgerðir eða sjómenn að afnema sjomannaafsláttin.

hann er ca 19 þúsund á mánuði og ef útgerðir eiga að greiða hann þá verður hann ca  33 þúsund krónur því það á svo eftir að greiða skatt af honum.  Þannig að með afnámi afsláttarins sparar ekki bara ríkið pening heldur eykur skatttekjur sínar.

Þessar 19 þúsund krónur eru ekki mikið fyrir sjómenn með 2 milljónir á mánuði.  En fyrir sjómannin með 250 þúsund þá þýðir afnám hans lækka laun hans um 20,1% ef tekið er tillit til verðbólgu á meðan kaupmáttur hins almenna launamanns lækkar um 9%!

Ég spyr enn og aftur, er þetta sanngjarnt?  Samræmist það jafnaðarstefnunni að leggja 11,5% skatt á fólk með lágartekjur og síðan hlutfallslega lægri skatta á þá sem hæstar hafa tekjurnar?

Lúðvík Júlíusson, 30.11.2009 kl. 10:14

50 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Fjórða greinin átti auðvitað að vera svona:

"Þessar 19 þúsund krónur eru ekki mikið fyrir sjomenn með 2 milljónir á mánuði en fyrir sjómannin með 250 þúsund þá þýðir afnám hans launalækkun upp á 20,1% sé tekið tillit til verðbólgu á meðan kaupmáttur hins almenna launamanns lækka um 9%!"

Lúðvík Júlíusson, 30.11.2009 kl. 10:15

51 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei það er ekki sanngjarnt að laun sjómanns i fullu starfi lækki um þessa upphæð. Enda hef ég sagt aftur og aftur að það er útgerðarinnar að bæta mönnum þetta upp. Útgerðin er jú eins og hvert annað fyrirtæki. Og í raun má segja að þetta sé meðgjöf með þeim fyrirtækjum umfram önnur fyrirtæki. Þ.e. að geta í skjóli skattaafsláttar keppt um starfskrafta við aðrar atvnnugreinar.

Enda leyfi ég mér að efast um að það séu margir sjómenn með 250 þúsund krónur í mánaðarlaun. Enda má benda á að tekjuskattur þeirra mun líka lækka. En skv. því sem ég hef lesið þá er meðal sjómannafsláttur um 190 þúsund og ef við dreifum því á 12 mánuði þá gerir það sýnist mér svona í huganum gera um 15 þúsund á mánuði. Og þetta er gert í 4 skrefum þannig að ég held miðað við útlit næstu árin með gegnið að flestar útgerir fari létt með það að hækka laun um 4 þúsund að meðaltali á hverju ári. Það er um 48 þúsund á hvern áhafnarmeðlim á ári. Aðrir sem ekki ráða við það eru nú ekki burðugir þar sem tekjur útgerða haf jú hækkað gríðarlega.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.11.2009 kl. 10:28

52 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Magnús,

fyrir mann sem fer átta 30 daga túra á ári þá eru þetta tæpar 20 þúsund á mánuði.

Nú er ríkisstjórnin að lagfæra skattkerfið og ég er sammála því að öllu leyti.

Nú ætlar hún hins vegar að snúa breytingunum á hvolf með því að skattleggja mann með 200 þúsund á mánuði um 11,5% en mann með 1,3 milljónir á mánuði um aðeins 1,5%.

Þessu geta aðeins harðkjarna frjálshyggjumenn verið sammála um að sé réttlátt og sanngjarnt.

En þannig afhjúpar fólk sig.

Lúðvík Júlíusson, 30.11.2009 kl. 10:52

53 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bendi þér á að sá sem er með milljón á mánuði borgar væntanlega eftir áramót 46% skatt. En hvaða réttlæti er það að sjómaður með 250 þúsund eins og þú segir borgi 20 krónu minni skatt en konan hens með 250 þúsund í fiskvinnslunni?

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.11.2009 kl. 10:56

54 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Kannski réttar vegna þess sem ég sagð hér að ofan:

Maður sem er með 250 þúsund kr. í mánaðarlaun borgar eftir áramót 36% skatt.

Sá sem er með milljón borgar 46% tekjuskatt af launum yfir 650 þúsundum. En yfir 40 af launum yfir 200 þúsundum þannig að þeir borga eftir áramót hærri skatta.

4

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.11.2009 kl. 11:02

55 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Svo lengi sem sjómenn hafa ekki sama aðgang að heilsugæslu, læknisþjónustu, neyðarþjónustu og svo fjölmargs annars þá er ég á þeirri skoðun að skattahækkun sem leggst harðast á þá sem lægstar hafa tekjurnar séu mjög ósanngjarnar og ekki í anda velferðarkerfis sem byggist á jöfnuði og félagshyggju.

Lúðvík Júlíusson, 30.11.2009 kl. 12:03

56 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Heyrðu þeir hafa nú alveg sama aðgang að heilsugæslu. Ef þeir veikjast alvarlega eru sendar eftir þeim þyrlur. Annars hafa þeir sama aðgang að heilsugæslu. Eða ert þú að halda því fram að þeim sé neitað um heilsugæslu vegna þess að þeir eru sjómenn? Eða fjölskyldum þeirra? Hvað þá með þá sem vinna upp á hálendi eiga þeir eru margir með minna kaup en sjómenn og þurfa að fara um langan veg ef þeir veikjast. En sjómenn hafað jafan aðgang að allri heilbrigðisþjónustu eins og aðrir. Þeir þurfa reyndar að fara um langan veg stundum ef þeir slasast eða veikjast.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.11.2009 kl. 12:57

57 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Sjómenn hafa ekki aðgang að heilsugæslu og læknisþjónustu úti á sjó.

Það er augljóst!  Engum er neitað um neitt... þeir bara hafa það ekki!

Sjómenn hafa skertað aðgang að neyðarþjónustu og eru dæmi þess að það hafi tekið menn 14 klukkutíma að komast undir læknishendur eftir að hafa slasast alvarlega um borð í fiskiskipi.

Aðgangur sjómanna að heilbrigðiskerfinu er því ekkert í samanburði við annað fólk.

Lúðvík Júlíusson, 30.11.2009 kl. 14:28

58 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Æji það er nú varla að ég nenni þessu! Sjómenn hafa sama aðgang að heilsugæslu og aðrir og þeirra fjölskyldur. En nákvæmlega eins og einhver sem býr eða vinnnur afskekkt þá getur það tekð tíma að komast undir læknishendur. Bendi þér á að fólk í Vestmanneyjum getur líka verið lengi að komast til Reykjavíkur í aðgerð eða hvaðan sem er af landinu. Við erum nú með þyrlur sem hafa lagt í langferðir með lækna til að sinna sjómönnum.  En það skiptir ekki máli. Á þá að leysa málin bara með því að gefa þeim skattaafslátt og þar með sé þeim batnað.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.11.2009 kl. 14:40

59 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

"Á þá að leysa málin bara með því að gefa þeim skattaafslátt og þar með sé þeim batnað."

Nei það er ekki hægt að reikna út hvað er sanngjarnt, en fyrir alla muni ekki afnema hann.

Lúðvík Júlíusson, 30.11.2009 kl. 14:43

60 identicon

Öryggismál sjómanna er eitthvað sem er í molum, það þekki ég (nánast) á eigin skinni, en faðir minn dó eftir að hafa lent á milli skipa í óveðri á Siglufirði. Þau mál má stórbæta, við Vestfirðingar þekkjum það. Kolbrún Sverrisdóttir frá Ísafirði, sem missti mann sinn og föður í sama sjóslysinu helgaði líf sitt baráttunni fyrir bættu öryggi sjómanna í mörg ár.

Ég held að menn verði samt að hætta að blanda alls óskyldum hlutum inn í þessa deilu um sjómannaafsláttinn. Málið snýst um að auka gagnsæi, réttlæti og jöfnuð í skattkerfinu. Allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum.

Ef ég þarf að kasta frá mér einhverjum (for)réttindum sem ég hef og það verður til þess að auka jöfnuð, minnka mismunun og stuðla að sátt í samfélaginu, er ég tilbúinn til þess. Allavega upp að vissu marki.

Öryggismál og aðgengi að læknisþjónustu úti á sjó verður að bæta, það er eitt verkefni. Jöfnuður, gagnsæi og réttlæti í skattkerfinu, það er annað verkefni.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 15:01

61 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Þarna hittir Theódór naglann á höfuðið þegar hann segir:

"Málið snýst um að auka gagnsæi, réttlæti og jöfnuð í skattkerfinu. Allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum."

Afnám sjómannaafsláttarins, óháð öllu öðru, mun skerða tekjur tekjulægstu sjómannanna um 11,5% en þeirra sem hafa td. 16 milljónir í árslaun um aðeins 1,5%.

Þeir sem vilja jöfnuð og réttlæti geta ekki verið hlynntir afnámi sjómannaafsláttarins.

Lúðvík Júlíusson, 30.11.2009 kl. 15:05

62 identicon

Það er hægt að bæta þeim tekjulægstu þetta upp á ýmsa vegu. Til dæmis með því að útgerðirnar hækki launin hjá þeim og hætti að sníkja ríkisstyrki til að geta greitt mannsæmandi laun.

Jafn hár persónuafsláttur á alla í krónutölu er jöfnuður að mínu mati. Allavega hvað persónuafslátt varðar. Hugsunin með pers.afslættinum er að búa til gólf í skattkerfinu þar sem lægstu tekjur sem duga ekki einu sinni til framfærslu einstaklings (116.000 kr.) eru ekki skattlagðar.

Síðan býr afslátturinn til mörg skattþrep sem stighækka með hækkandi tekjum. Ég er hinsvegar er ekki hrifinn af því að hafa hærri (nafn)skattprósentu á  hærri laun, þó ég sé láglaunamaður sjálfur. Árferðið er einfaldlega þannig að það réttlætir slíkt, til að byrðarnar verði ekki óbærilegar á þeim sem eru neðarlega í tekjustiganum.

Í eðlilegu árferði vil ég hafa sömu skattaprósentu á alla, líka hlutafélög og aðra slíka lögaðila. Það er mikið brot á jafnræði að Smiður ehf sé að borga 10-15% lægri skatta en Smiður (með reksturinn á eigin kennitölu.) En nú er ég líklega kominn út fyrir efnið.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 15:36

63 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Theodór þú segir:

"Það er hægt að bæta þeim tekjulægstu þetta upp á ýmsa vegu. Til dæmis með því að útgerðirnar hækki launin hjá þeim og hætti að sníkja ríkisstyrki til að geta greitt mannsæmandi laun."

Það væri kurteisi af Steingrími að fá sjómenn og útgerðarmenn að samningaborðinu til að tryggja það að ef ríkið hættir að greiða sjómannaafslátt að útgerðirnar taki þá við.  Þessi einhliða ákvörðun Steingríms um afnám sjómannaafsláttar gerir það að verkum að ekkert er öruggt og fáist ekki hækkun launa þá er þetta bein kjararýrnun og gríðarleg skattlagning á þá tekjulægstu.

Lúðvík Júlíusson, 1.12.2009 kl. 01:03

64 identicon

Haetta thessu vaeli.  Útgerdin á ad borga laun sjómanna.  Öll laun sjómanna.  Svo á ad leggja kvótakerfid nidur. 

Burt med forréttindi og sérréttindi.  Ef thad er svona erfitt á sjónum....haetta thá...gera eitthvad annad.  HAETTA AD GRENJA OG HEIMTA ÖLMUSUR. 

LÍÚ er safn ofdekradra bjána sem vilja komast hjá thví ad borga almennileg laun.  Hrifsa á kvótann af thessum ábyrgdalusu grádugu kjánum.

Jakob (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 11:41

65 identicon

Ég vil árétta að sjómenn og útgerðamenn eru yfirleitt ekki sömu mennirinir (allavega ekki á togurunum). Útgerðamenn eru margir hverjir í landi og fara jafnvel aldrei út á sjó. Veistu að þú ert að tala um 1.000 kr. á dag? Dagpeningar geta skipt tugum þúsunda á dag (í útlöndum). Hefurðu spáð í það?

Það er hins vegar alveg kjörið tækifæri til að færa kvótann til þjóðarinnar núna en það þarf ekki að hengja bakara fyrir smið.

Eva Sól (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 21:25

66 identicon

Útgerðir eru í einkaeigu. Ekki deila þær gróðanum af veiðunum með okkur svo af hverju ættum við að borgar sjómönnum hluta af launum þeirra með skattaafláttum. Þeir ættu bara að krefja útgerðirnar um launahækkun frekar en að vera að væla í ríkinu.

Óli (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband