Mánudagur, 30. nóvember 2009
Auðvita verður að klára Icesave! Þó ekki væri nema vegna þess:
- Að stjórnarandstaðan hætti að láta eins og biluð plata og hagi sér eins og vitleysingar. Með sömu ræðuna hver eftir öðrum og endurnýta ræðurnar síðan í sumar.
- Nokkuð ljóst að Steingrímur er að vitna í að Norðurlöndin er ekki að afgreiða lánin sín með Icesave ófrágengið. Þau fara ekki að gera það í andstöðu við Breta og Hollendinga. Það er svo miklir hagmunir þeirra undir. Sem og að bankakerfi þeirra yrði ótraustara ef að vafi kæmi á að innistæður væru tryggðar.
- Eins gæti þetta verið að standa í AGS:
- Eins gæti þetta verið að fella okkur endanlega í ruslflokk hjá lánshæfismats fyrirtækjum.
Rök sem þeir nota núna t.d. varðandi Hollenska ráðherrann sem sagið að innistæðutryggingarkerfið væri ekki hannað til að bregðast við kerfishruni er jú eitthvað sem við erum löngu búin að tala um. T.d. í frönskuskýrslunni frá 2000 sem segir líka að í þeim tilfellum sem um kerfishrun væri að ræða þyrftu viðkomandi ríkisstjórnir og seðlabankar að koma inn í málin.
En aðallega þyrftu menn að klára þetta vegna virðingar Alþingis.
Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:12 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 969275
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Sæll Maggi.
Eitt verð ég að gera athugasemd við: Orðið er ,,auðvitað"; ekki ,,auðvita". Líklega klaufavilla þar á ferð.
Svo finnst mér líklegt að þá og þá fyrst verði Ísland sett í ruslflokk þegar við tökum á okkur skuld sem næsta víst er að verði seint eða aldrei greidd, heldur lítið nema vextir. Áttum okkur á því að þessir djöflar sem Bretar og Hollendingar eru, hafa krafist þess að við greiðum vexti frá síðustu áramótum og þrátt fyrir að ekki verði farið að greiða af láninu fyrr en eftir 7 ár, þá safnar höfuðstóllinn vöxtum á meðan. M.v. 5,55% vexti á þessum 7 árum, þá mun skuldin vaxa úr 700 milljörðum í ársbyrjun 2009 í 1.021.658.384.543 krónur, eða yfir þúsund milljarða. Ég veit að það verður hægt að greiða eitthvað inn á höfuðstólinn á meðan, en sú upphæð er alveg á huldu.
Svo segi ég úr sólinni og hitanum: Skál!
Sigurjón, 30.11.2009 kl. 17:07
Veist þú hvað er "kjánahrollur"...eða að "hafa stein í maganum" ...ef ekki - lestu þá þetta blogg þitt eftir tvö þrjú ár ..þá veist þú hvað við er átt
Sigurjón Benediktsson, 30.11.2009 kl. 17:09
Sigujón ef þú mundir lenda í þeirri stöðu að lenda í því að fá á þig skuld sem þú kæmist ekki frá því að greiða. Mundir þú þá kjósa lausn að láta allt hrynja hjá þér núna og lenda í alvarlegum vanda strax? Eða mundir þú kjósa að fá frest í 6 ár til að reyna að koma þér í þá stöðu að geta ráðið við vandan?
Bendi þér á að lesa pistilinn hans Gautab Eggertssonar. Hann segir m.a.
“Tryggingarsjóður virðist í raun ekki hafa getað staðið við nánast neins konar þroti banka af stærðargráðu Glitnis, Kaupþings, eða Landsbanka. Hann hefði kannski getað ráðið við Sparisjóð Norður-Múlasýslu? Ef það hefði ekki verið kerfishrun, hefði það aðeins breytt því að í staðinn fyrir að Tryggingasjóður Innistæðueigenda ætti örfáa milljarða uppí icesave, hefði sjóðurinn í staðinn átt örfá milljarða plús örfáa milljarða viðbót, það er, eftir sem áður örfáa milljarða uppí um tröllvaxna 700 milljarða kröfu.Með öðrum orðum: Mér sýnist að vandinn vegna icesave hafi aldrei verið kerfihrun á Íslandi. Vandinn var að íslensk stórnvöld, Seðlabanki og Fjármálaeftirlitið, létu Landsbankann (sem virðist í raun hafa verið orðinn tæknilega gjaldþrota) safna hundruðum milljarða innlána árin 2007 og 2008 frá grandalausum almenningi í Bretlandi og Hollandi í krafti auglýsingar um íslenska ‘innlánstryggingu’ með gæðastimpli frá ESB (auglýst — nóta bene — bak og fyrir í margverðlaunaðri auglýsingaherferð og predikuð af talsmönnum ríkisstjórnar Íslands í bresku útvarpi, blöðum og sjónvarpi). Þessar tryggingar virðist enginn hafa ætlað að borga ef illa færi, enda engar sérstakar ráðstafanir gerðar til slíks. Þessu fé sem safnaðist var svo eytt í að halda spilaborginni uppi örlítið lengur, og í mjög áhættusamar fjárfestingar, í þeirri von að þetta myndi ‘bara reddast’.
En vandinn var alltaf þessi: Það voru litlar eignir til að bakka þetta upp hjá Landsbankanum, og því er ákaflega erfitt að borga kröfuhöfum neitt til baka. Það var skylda stjórnvalda að hafa eftirlit með að einhverjar eignir lægju að baki ævintýrinu, amk nægar til að tryggja þær lágmarks skuldbindingar sem ríkið hafði kvittað undir þegar það tók tilskipum ESB í gildi, ef allt færi á versta veg. Þetta var ekki gert.”
Það er að innistæðutryggingarsjóður hefði ekki dugað til að standa við innistæðutrygginar fyrir innlendum innistæðum í einum banka hvað þá 3 vegna þess að við höfðum ekki haft rænu á að fylgjast með því sem var að gerast. Og það var okkar að fylgjast með Icesave því það var starfrækt skv. okkar bankaleyfum og reglum
Magnús Helgi Björgvinsson, 30.11.2009 kl. 17:22
blank_page
Teitur Atlason segir:
"Icesave í hnotskurn
Já ég ætla að tala um Icesave.
Ég var í Hollandi fyrir nokkrum vikum og fann vel andúðina gagnvart Íslandi í landinu mjúka. Ástæðan er einföld. Svikareikningar Icesave. Hollendingar voru narraðir til þess að festa fé í þessari svikamillu undir dyggri meðstjórn Kjartans Gunnarsonar þáverandi framkvæmdastjóra FLokksins og innmúraðasta Íslendings sögunnar.
Jæja. Leikar fóru eins og við vitum öll. Innistæður sparifjáreigenda hurfu eins hratt og maður ýtir á enter. Hollendingar eru brjálaðir. Alveg band-fokkíng-brjálaðir.
Þeir leita réttar síns. Skoða hvaða reglur eru í gildi og sjá að Íslendingar hafa skuldbundið sig að greiða 20.880 þús evrur. -Lágmarkið.
Þessa peninga vilja þeir fá. Og ekkert helvítis múður.
Nú skal froðufellandi Framsóknarmönnum, ríkisspena-sjúgandi Sjálfstæðismönnum og hrifnæmu Hreyfingarfólki bent á að snúa dæminu aðeins við. Nota ímyndunaraflið og hugsa dæmið aðeins út frá sjónarhóli Hollendinga. Hvað myndu Íslendingar gera, hvað myndi þeim finnast ef að Hollenskur svikabanki, með beina tengingu inn í stærsta stjórnmálaflokk Hollands ef að Hollenskur banki, Robabank (rob a bank) myndi haga sér eins og LB í Hollandi. Já hvað?
HVAÐ!
Ég er hræddur um að froðufellingarnir, og ríkisspenatottararnir myndu fara hamförum í vandlætingu sinni gangvart Rob-a-bank og krefjast þess sama eins og Hollendingar eru að krefjast af okkur.
-Sem er þó BARA það að farið sé eftir samningum!!
Nú er það svo að í Hollandi eru lög sem ábyrgjast að hollenska ríkið greiði allt að 100.000 evrum fyrir hvern einasta reikning. Málið lítur því þannig út að íslendingar ábyrgjast 20 þús evrur en Hollendingar ábyrgjast 80 þúsund evrur.
-Vel sloppið gætu sumir sagt.
Þeir sem áttu hærri upphæðir á svikareikningum Landsbankans (sem Kjartan Gunnarson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins tók þátt í að opna) tapa öllu umfram 100 þúsund evrurnar. Átakanleg dæmi um fólk sem lét narrast af velheppnaðri auglýsingaherferð Landsbankans (undir dyggri stjórn Þórlinds Kjartanssonar varaþingmanns Sjálfstæðisflokksisn) tapa því stórum upphæðum. Mér er sérstaklega minnstætt dæmi manns sem var að geyma peningana sína á svikareikningunum eftir íbúðakaup. Hann var s.s búin að selja íbúðina sína, lét narrast, og tapaði stórfé. Fórnarlömb Landsbankans voru því venjulegt fólk.
Venjulegt fólk sem er brjálað út í Íslendinga.
Stærsta tjónið af völdum svikareikninganna voru samt hollensk sveitarfélög sem létu narrast. Miljónnir, eða miljónatugir evra af af skattfé venjulegra Hollendinga töpðuðst á svikareikningunum.
Svo heyra Hollendingar að þeir sem stóðu bak við hrunið, stórnmálamennirir, Sjálfstæðsmennirir, eftirlitshyskið sem brást og síðast en ekki síst, Kjartan sjálfur Gunnarsson berjist nú eins og afkróaðir villikettir í þeirri viðleytni að borga EKKI!
Þetta er svívirðileg afstaða. Huglaus afstaða. Allskonar útskýringum og afsökunum hefur verið fleytt af stað í þeirri von að skreyta hugleysið einhverjum rökum. Þekktust eru "kerfisvillu-rökin", sem ganga út á það að þessi lágmarkstrygging falli um sjálfa sig ef að fjármálakerfið hrynur eins og það leggur sig.
Ha! Hvaða fífli datt þetta í hug sem alvöru rök í stöðunni. Þetta er álíka og að settar séu reglur í fótbolta þess eðlis að ef að allir leikmenn sem eru númeraðir með oddatölum og fái í sig eldingu í miðjum leik þá skuli leikurinn enda sem jafntefli. þarna er svo langt seilst út í hið óorðna að undrum sætir.
Nú verður mér örugglega núið um nasir að vera ekki Íslendingur og svoleiðis. En skoði menn söguna, skoði menn dyggðirnar sm prýddu forfeður okkar þá var það einmitt heiðurinn sem öllu skipti.
Orðheldni og heiður ágætu lesendur. Orðheldni og heiður.
Því er öllum þjóðsvikabríkslum vísað á bug og snúið samstundis upp á bríkslarana sjálfa. Það eru einmitt þeir sem eru svikarar við landið okkar. Viðhafandi málflutning sem er allt í senn, aumingjalegur, dusilmennislegur, rætinn, hyskinn og hræsinn."
Magnús Helgi Björgvinsson, 30.11.2009 kl. 17:32
Sæll aftur Maggi.
Það breytir í raun litlu hverjum er um að kenna: 700 milljarða skuld sem safnar 5,55% vöxtum frá síðustu áramótum er meira en þjóðin fær ráðið við. Ef við samþykkjum þetta, þá munum við verða bananalýðveldi næstu áratugina og jafnvel aldirnar.
En, þetta breytir mig svosem litlu, ég er fluttur út um leið og þetta verður samþykkt. Ætla ekki að taka þátt í þessu, enda tók ég ekki þátt í hinu svk. góðæri eða skuldsetti mig. Ég tek bara peningana mína og fer til Ástralíu...
Kveðja, Sigurjón
Sigurjón, 30.11.2009 kl. 17:40
...svo mætti taka Teit Atlason í smá íslenzkukennslu.
Þar sem hann skrifar: ,,Bríkslum" á í raun að skrifa ,,brigslum" og svo virðist hann ekki skilja hvað ,,hyskinn" þýðir, en það þýðir ,,latur". Passar varla inn í samhengið þarna. Þetta skilningsleysi Teits á íslenzkri tungu setur neikvætt formerki við pistil hans og gerir hann ótrúverðugan.
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 30.11.2009 kl. 17:44
...og af hverju ertu að vísa í svona illa skrifaðan pistil sem er ekki til þess fallinn til annars en að þeir sem lesa fá kjánahroll vegna gelgjulegs og lélegs málfars og orðfæðar? Þessi Teitur verður sér bara til skammar með svona skrifum...
Sigurjón, 30.11.2009 kl. 17:47
Við ráðum bara víst við þetta Sigurjón. Menn gleyma alltaf að eignir landbankans gamla eru lán sem að mestu verða greidd 2016 og þar af leiðandi inn á höfðustólinn jafnvel allt að 90% og þar af leiðandi verður til greiðslu þegar við byrjum að borga aðeins þeir vextir sem hafa safnast á höfðustól frá því í byrjun þessa árs. Og af þvi höfðustóllinn fer minnkandi þá minnka vextirnir. sbr. Ingólfu í spara.is sem er alltaf að benda fólki á kosti þess að borga niður höfðustólinn og lækka þar með vaxtargreiðslur. Þá mál líka nefna að líkur eru á að verðbólga á ESB svæðinu verði á næstu árum komin upp í 2 til 3% sem lækkar lánin af því þau eru ekki verðtryggð. Eins þá eru líkur á þvi að krónan hækki áður en við förum að borga og því lækkar skuldin sem því nemur.
Og ég vitna í Teit af því að hann býr ekki hér er í samskiptum m.a. við Hollendinga og hefur mjög raunsanna sýn á málið. Ég get líka vitnað í ræður t.d. Illuga Gunnarssonar frá því í dag þar sem hann sagði að Sjálfstæðisflokkurinn vildi standa við okkar skuldbindingar bara ekki svona. Hann dreymir enn um að Icesave gufi upp ef það verður ekki greitt 2024. Þetta er almennt skoðun Sjálfstæðisflokks að þeir setja sig helst á móti því að lánið gufi ekki upp og að Breta sætta sig ekki við að deilumál séu leyst fyrir Breskum dómsstólum. Þannig að þeir eru ekki á því að við ráðum ekki vð að greiða þetta. Og vilja ekkert breyta því því að upphæðin sem við greiðum að hámarki á ári er enn sú sama og í fyrirvörunum frá því í sumar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 30.11.2009 kl. 18:05
Svopna túlkar www.jonas.is þetta:
"30.11.2009
Gæludýr er ekki kerfishrun
IceSave fól ekki í sér neitt kerfishrun og verður aldrei túlkað sem slíkt af dómstólum. IceSave var mál eins banka einkavinavædds. Davíð Oddsson trassaði að stöðva útgerð Landsbankans erlendis, svo einfalt er það. IceSave varðar ekki Kaupþing og Glitni, sem áttu banka erlendis á erlendri ríkisábyrgð. Aðeins reikningar Landsbanka Davíð voru reknir á íslenzka ábyrgð. Raunar var bankinn gæludýr Davíðs og Sjálfstæðisflokksins, meðan Kaupþing var gæludýr Halldórs Ásgrímssonar og Framsóknarflokksins. Ef Ísland hygðist neita að borga IceSave Davíðs á forsendu kerfishruns, verður bara hlegið erlendis."
Magnús Helgi Björgvinsson, 30.11.2009 kl. 18:33
Blessaður Maggi.
Það er stórkostleg óskhyggja að það fáist 90% upp í lánin sem Lb hefur undir höndum. Hvaða tryggingar eru á bakvið? Fasteignir? Nei, heldur hlutabréf og drasl sem er alveg eins líklegt að verði verðlaust eftir þennan tíma.
Það er jafn líklegt að Lb. fái 10% upp í skuldina eins og 90%. Þetta er bara leikur að tölum. Það sem er ekki leikur að tölum er að við skuldum frá síðustu áramótum 700 milljarða og greiðum 5,55% vexti af því árlega. Það er fast í hendi, hitt er bara óvissa dauðans!
Það breytir engu, eins og áður sagði hvort þetta er Davíð eða öðrum að kenna, við höfum ekki bolmagn til að standa undir þessu og verðum dæmd í eilífa þrælkun ef þetta verður að veruleika.
Þér að segja, þá er ég þegar farinn að undirbúa mig undir að taka allt mitt hafurtask og flytja til Ástralíu ef þetta verður svona. Í alvöru...
Sigurjón, 30.11.2009 kl. 18:49
Heyrðu, já:
Þó að það verði 2-3% verðbólga á Evrusvæðinu, þá lækka ekki lánin sem því nemur, þar sem við erum ekki með eignir á því svæði, heldur eru þau háð gengi gagnvart okkar gjaldmiðli, sem hefur ekki neitt með verðbólgu á Evrusvæðinu að gera.
Auk þess er það bjartsýni mikil að halda að krónan muni hækka á tímabilinu og er í öllu falli óvissa í útreikningum og gæti jafnvel verið til þess að lánið muni hækka.
Ekki vera svona grænn Maggi minn. Ef þú ert svona trúaður á Evrópu, þá flyttu frekar þangað en að halda uppi áróðri í þá átt gagnvart þjóð þinni.
Ég er alla vega reiðubúinn að flytja og ætla að gera það ef við verðum í ESB eða að Iceslave verður samþykkt með því að hunza fyrirvarana sem Alþingi setti í sumar...
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 30.11.2009 kl. 18:55
Sá að þú ert enn í Thailandi hafðu það bara gott þarna. Og hafðu bara þína hentisemi! Ég er að nota mína!
Af hverju ætti ég að flytja þegar ég er marg búin að segja að ég tel að við séum á réttri leið. Það er þú sem ert að kvarta þannig að þú ættir kannski bara að seinka heimferðinni.
Magnús Helgi Björgvinsson, 30.11.2009 kl. 19:00
Vildi gjarna gjöra svo. Hins vegar er ekki hlaupið að því að fá atvinnuleyfi og slíkt, þannig að brottflutningur krefst undirbúnings og tíma.
Launin hér eru reyndar þannig að ekki er beinlínis gustuk að vera hér til lengdar, nema eiga fyrirtæki.
Hins vegar endurspegla ég kveðjur til þín Maggi og vona að þú hafir það gott. Ég sé hins vegar að þú átt enn eftir að laga fyrirsögnina...
E.S.
Ég held reyndar samt að þú ættir að flytja, þar sem það er betra að vera í landi sem skuldar ekki djöflinum sálu sína...
Sigurjón, 30.11.2009 kl. 19:09
Ég ætla að vera hér áfram og una glaður með mitt. Enda verður nóg pláss fyrir mig ef að fólk fer almennt að flytja. Ég skoða bara ef það herðir að hjá mér að koma mér upp kindum og garði til að rækta gærnmeti.
Magnús Helgi Björgvinsson, 30.11.2009 kl. 19:14
Já. Það er gott.
Hins vegar ætla ég að biðja þig endilega að laga fyrirsögnina. Hún er enn röng...
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 30.11.2009 kl. 19:28
Tveir Íslenskir rugludallar fóru til Danmerkur fyrir nokkru og voru teknir fyrir að nauðga kvenfólki. Mér finnst full ástæða til þess að setja þá inn fyrir verknað sinn. Maggi vill hins vegar að öll íslenska þjóðin sitji inni fyrir glæpinn. Hann um það hann getur örugglega fengið að kúra í dönsku fangelsi með þeim kauðum, en það kemur ekki til greina að við hin tökum glæpinn á okkur, og heldur ekki Icesave glæpinn.
Sigurður Þorsteinsson, 30.11.2009 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.