Leita í fréttum mbl.is

Alveg makalausir bloggarar og athugsemdafíklar

Hef verið að kíkja á sum bloggin við þessa frétt og eins inn á Silfri Egils. Þar eru margir sem eru ánægð með að fá innsýn í hvað þessi blaðamaður Roger Boyes hafi um hrunið hér að segja eftir að hafa dvalist hér um tíma og skrifað bók um málið auk þess sem hann hefur fylgst með þróuninni á Íslandi um árabil frá Þorskastríðunum.

En varðandi bloggara þá skiptast þeir í hópa. Mörgum fannst gott að sjá sýn manns sem kemur utan frá og skoðar ástandi. Maður sem hefur m.a. skoðað hrunin lönd t.d. Kosovo og Bosníu eftir stríðið þar. 

Hann kemst að því að landinu var illa stjórnað. Fólk gerði ekki athugsemdir við þetta heldur tók þátt í þessari bólu af líf og sál. Fólk keypti rök Sjálfstæðismanna og kaus þá aftur og aftur. Þó ljóst sé nú að bæði lög og reglur voru ekki nógu sterkar né eftirlit með þessum bönkum og fjármálkerfinu sem slíku. Þetta er því líka það sem aðrir flokkar áttu að átta sig á að flytja þjóðinni þessar fréttir og leggja fram frumvörp um meira aðhald.

Hann dæmir stefnu Sjálfstæismanna byggað að stórumhluta á lífsspeki Hannesar Hólmsteins, framkvæmdar af Davíð og studdar af stuttbuxnadeild Sjálfstæðismanna. Þetta kaus þjóðin yfir sig aftur og aftur. Og stóð stolt  og klappaði þegar að Jón Ásgeir sem var einmitt birtingarmynd þessarar stefnu, keypti sífellt ný fyrirtæki í Danmörku og Bretlandi.

Og ég held að enginn hér á landi geti deilt á hugmyndir hans um vina-, klíku- og  ættarvelda hér á landi. Svo ég skil ekki hvað menn eru að kvarta yfir þessu.  Sumir ganga svo langt að það eigi að reka Egil af RUV. Og tala um að þeir séu vinir hann og Boyes. En Egill upplýsti á heimsíðusinni í athugsemdum að þetta var í fyrsta skipti sem þeir ræddust við. Og menn hafa gert mikið út því að hann bjó hjá Hildi Helgu þegar hann skrifaði þessa bók. En hún er óvart held ég tengiliður margra erlendra blaða og fréttastofa hér á landi.

En við höfum það fyrir sið að helst skjóta alla útlendinga sem segja okkur sannleikann.


mbl.is Boyes: Of mikil áhersla á ál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill

Valsól (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 21:01

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hva, var ekki Jón Ásgeir ástmögur ykkar kratapratana í fjöldamörg ár? Auk þess man ég ekki betur en kratarnir ykkar hafi ýtt hugmyndafræði Hannesar undir verkstjórn Davíðs úr vör 1991 og að vinstrikonurmar ógurlegu, Jóhanna og Ingibjörg Sólrún, hafi tekið upp þráðinn 2007 þegar þær skriðu uppí hjá Haaarde og Hannesi.

Jóhannes Ragnarsson, 6.12.2009 kl. 21:46

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jón Ásgeir hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér. Ég var hrifinn af hugmyndinni sem pabbi hans stóð að þegar hann opnaði Bónus. Ég er ekki alveg að ná þessu síðan hjá þér. Þú mannst kannski að 1991 þá var gerð hér þjóðarsátt og ekki var um miklar breytingar að ræða þá. Man að Jóhanna sagði sig úr þeirri ríkisstjórn 1. júní árið 1994, sem félagsmálaráðherra. Þá stóð hún frammi fyrir því að þurfa að vinna gegn sannfæringu sinni ef hún starfaði áfram.

Ég viðurkenni að það voru gerð mistök 2007 bæði í ríkisstjórn sem og hjá nær öllum hér á landi. Við hlustuðum ekkert á viðvörunarorð og jafnvel þá þ.e. eftir að nýja stjórnin var mynduð í júní var orðið erfitt að bregaðsta við almennileg nema ef stjórnvöld hefðu haft bein í nefinu og klókindi til að vísa bönkunum úr landi. En eins og Boyes segir þá var það hans upplifun jafnvel eftir hrunið á blaðamannafundunum að Íslendingar vissu jafnvel ekki þá hvað var eiginlega að gerast. Enda var heil hugmyndafræði að hrynja í andlitið á okkur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.12.2009 kl. 22:08

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og svona afhverju er alltaf verið að tengja Jón Ásgeir við Samfylkingunna? Það voru jú fleiri en Samfylking sem voru á móti fjölmiðlafrumvarpinu. Össur hefur nú húð skammað Bónus hér áður og önnur bein dæmi hef ég ekki. Jú eitthvað borguðu félög tengd Jóni í kosningasjóði Samfylkingarinnar 2006 fyrir sveitarstjórnarkosningar. En á sama tíma borguðu þau enn hærra til sjálfstæðisflokksins t.d. FL group og fleiri. Fólk verður að koma með skýrari dæmi um tengingar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.12.2009 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband