Leita í fréttum mbl.is

"Moggamenn" fara rétt með!

Af þessu m nærri 9 þúsundum eru nú ekki helmingur með Íslenskt ríkisfang. Eða eins og segir á ruv.is

"Af þeim sem fluttu úr landi fyrstu ellefu mánuði ársins eru:
4035 með íslenskt ríkisfang
2152 með pólskt ríkisfang
265 með litháenskt ríkisfang
223 með þýskt ríkisfang
183 með portúgalskt ríkisfang
1625 hafa annað ríkisfang

Og af þessum hóp voru um 1300 sem fluttu til Noregs. Það er langt frá því að vera meiri hluti þessa 9 þúsunda. En á ruv.is segir líka

"Flestir þeirra Íslendinga sem flytjast burt fara til Noregs eða 1307. 1146 hafa farið til Danmerkur og 554 til Svíþjóðar.

176 hafa farið til Bandaríkjanna í von um betra líf og 164 fóru til Bretlands og 688 hafa farið til annarra landa. "

Og þessi tilvitnun af ruv.is  er líka villandi. Það er stór hluti af þessu fólki sem er að fara í nám en ekki eins og segir þarna " í von um betra líf"

Svo kíkti ég inn á www.hagstofa.is og þar mátti sjá að á þessu ári hafa

 2.072 íslenskir ríkisborgarar flutt til landsins. Þannig að brottfluttir íslendingar umfram aðflutta eru um 2000.

Er ekki að gera lítið úr þessu en óþarfi að gera svona mikið úr þessu


mbl.is Hátt í 9000 fluttir brott - flestir til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Their meina nú væntanlega bara ad thad eru fleiri sem fara til Noregs en nokkurs annars einstaks lands, svosem ekki stórmál.

Hins vegar er verra thessi "..í von um betra líf.." klausa, sem setur hálfgerdan DV eda Sed-og-heyrt stimpil á fréttina, varla hafa their hringt og spurt fólk hvers vegna thad er ad flytja.

Svo bíta rúv-menn hausinn af skömminni med thví ad halda fram ad 1438 á sídustu tveimur mánudum séu aukning í brottflutningi midad vid 7000 á níu fyrstu mánudum ársins. Ég á bágt med ad skilja hvernig their reikna thad út, alla vega midad vid tölurnar sem their gefa sjálfir upp í fréttinni.

Mogginn hefur alla vega ekki thá vitleysu eftir theim heldur.

Andrés (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband