Leita í fréttum mbl.is

Höskuldur á móti lýðræðinu

Hvað eiga Birgitta og Höskuldur við með því að mæta á fund fjárlaganefndar og fyrirfram vera búin að ákveða málsmeðferð og hverja á að spyrja. Það var samið um að kanna 16 atriði betur en það þarf væntanlega að ákveða það innan fjárlaganefndar til hverra er leitað. Það er ekki Höskuldar að ákveða það ein og sér.

Finnst þetta minna á sumarið þar sem hann kom á hverjum degi í fjölmiðla og tjáði sig um hina og þessa fyrirvara sem yrðu að vera inni. En síðan greiddi hann atkvæði á móti málinu sem hann hafði tafið um langan tíma með þvaðrinu í sér.

Miðað við að Höskuldur er lögfræðingur er skilningur hans á hvernig ríki og samskipti við önnur ríki ganga fyrir sig, ósköp takmarkaður.


mbl.is Átök innan Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Höskuldur og Birgitta eru þjóðhetjur, Samspillingin er þjóðspillar.

Axel Pétur Axelsson, 7.12.2009 kl. 22:22

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ég er stolt af þeim og öllum sem berjast fyrir Ísland.

Helga Kristjánsdóttir, 7.12.2009 kl. 22:27

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Áfram Höskuldur, áfram Birgitta, áfram Ísland.Niður með einræðisstjórnina.

Sigurgeir Jónsson, 7.12.2009 kl. 22:42

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Maggi sjáðu þau Axel, Helga og Sigurgeir eru ásamt stórum meirihluta þjóðarinnar á móti því að samþykkja Icesave. Nú eru það bara lítill trúarhópur sem annað hvort vill koma hér upp kommúnisma, eða er í sértrúarhópnum Samfylkingunni. Þegar þú verður spurður af afkomendum þínum hvort þú hafir stutt Icesave, þá getur þú afsakað þig með því að þú hafir jú verið meira og minna fullur á þessum tíma.

Sigurður Þorsteinsson, 7.12.2009 kl. 22:52

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já þau mega bara hafa sínar hetjur í friði. Mér finnst Höskuldur, Vigdís og nokkrir aðrir varala sæmandi Alþingi. Birgitta má þó eiga að ég held að hún sé mun heiðarlegri í sínum málflutningi en þau.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.12.2009 kl. 23:53

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Maggi, þú ert í minnihlutanum! En málþófsmeistarar Alþingis hingað til eru Sverrir Hermannsson, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir. Engin 8 tíma ræða hefur verið flutt í Alþingi í Icesave-máli, en Jóhanna á eina slíka þingræðu að baki á sínum sokkabandsárum.

Jón Valur Jensson, 8.12.2009 kl. 02:29

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er rétt að taka það fram strax að ég er ódrukkin og hef verið það um ævina. Ég vil ljúka ICESAVE málinu og hefja uppbygginguna af fullum krafti. Við barnabörnin mín vil ég segja að þessi málatilbúnaður stjórnarandstöðunnar hafi verið eitt allsherjar klúður og einungis til þess fallinn að halda gjörspilltum klíkum við völd. Amma telur sig vera heiðarlega konu sem metur hlutina eins raunhæft og hægt er hverju sinni.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.12.2009 kl. 11:44

8 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Alltaf finnst mér svolítið fyndið að lesa vefritið hans Magga... þangað til ég átta mig á því að hann er ekki að grínast.

Emil Örn Kristjánsson, 8.12.2009 kl. 11:44

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Alltaf hef ég gaman að svona yfirlætislegum athugsemdum frá Íhaldsmönnum! Ég veit ekki hvort að menn haldi það að ég hætti að blogga ef þeir koma með nógu margar svona athugaemdir. En ég get létt mönnum vinnuna því ég held áfram að blogga! Og þetta er mitt blogg og mínar skoðanir. Hversu vitlausar sem mönnum finnst þær vera þá má ég hafa þær.

Minni á að fram til 2007 þótti Sjálfstæðismönnum eftirlit eins og Samkeppnisstofnun og FME vera óþarfur eftirlitiðnaður. Og þeir héldu því fram að fyrirtækin sjálf mundu sjálf í kjölfar innra eftirlist sjá um það sjalf því það væri þeirra hagur. Við sjáum árangurinn! Því held ég að menn ættu að hafa sig hæga eftir að flokkur þeirra stóð fyrir því að gefa eingnir þjóðarinnar fyrir 6 árum. Hafa ekkert eftirlit með þeim . Og þegar þeir yfrigáfu stjórn landsins, sátum við uppi með mörg þúsund milljarða skuldasúpu

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.12.2009 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband