Leita í fréttum mbl.is

Í tilefni þess að verið er að tala um ræður og ræðufjölda

Spurning hvort að fólk heyrði ræðu Steingríms í dag. Þar benti hann á nokkur atriði sem að stjórnarandstaðan sleppir alltaf:

- Nú þegar eru á reikningum Landsbankans erlendis um 150 milljarðar.

- Áætlað er að á næsta ári losni um 120 milljarðar af eignum Landsbankans erlendis.

Því má ætla að í lok næsta árs verði búið að greiða um 20% af höfuðstól Icesave

Hann benti líka á í framhaldi af þessu að söngur stjórnarandstöðunnar ætti því ekki við rök að styðjast. Þar sem þau tönglast á því að við borum 100 milljónir á dag í vexti næstu 7 árin. Því eins og allir hugsandi menn vita og sér í lagi þeir sem hafa kynnt ér spara.is þá lækka vextir eðlilega hratt þegar greitt er inn á höfuðstól. 

Eins benti hann á að þetta lán er með betri kjörum enn nokkur sambærileg lán. Jafnvel lán til þróunarþjóða eru með hærri vöxtum. Og enn frekar að lán til svo langs tíma eru yfirleitt með mun hærri vöxtum.

En þetta hlustar stjórnarandstaðan ekkert á og er sífellt að tala um að tekjuskattur 80 þúsund einstaklinga fari í að greiða vexti af Icesave næstu árinn. Þetta er bara ekki rétt.

Eins þá benti Steingrímur á að ríkisstjórn Íslands samþykkti greiðsluskyldu okkar á innistæðutryggingum í samningum við Hollendingar og síðar Breta í október á síðast ári.

Og hvenær sem er getum við greitt bæði upp og inná lánið ef við fáum hagstæðari lán

Sjá ræðu Steingríms

 PS til skýringar á lækkun höfuðstól og þar af leiðandi vöxtum:

Mögulegt að lækka höfuðstól Icesave um 20%

Jón Hákon Halldórsson skrifar:

Skilanefnd Landsbankans á lausa 180 milljarða króna um áramótin og aðrir 120 milljarðar munu innheimtast úr þrotabúinu á næsta ári, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á Alþingi fyrr í dag.

Steingrímur segir þetta verða til þess að Tryggingasjóður innstæðueigenda geti lækkað höfuðstól Icesave skuldarinnar um 160 milljarða króna á næsta ári eða um 20%.

Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndarinnar, segir í samtali við Vísi að inni í þessari tölu, 180 milljörðum, sé ekki um neina eignasölu að ræða heldur sé um að ræða afborganir af góðum og traustum lánum úr lánasafni bankans sem greiddar hafi verið.

 (www.visir.is)

 


mbl.is Töluðu í 102 klukkustundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sérðu ekkert athugavert við þennan útreikning?  Ef 270 milljarðar eru 20% af Icesave, þá er heildarskuldin 1.350 milljarðar.  Stjórnin hefur alltaf sagt, að Icesave reikningurinn sé um 600 milljarðar, þannig að ef öll upphæðin gengi upp í íslenska hlutann, ætti þetta að vera um 45% af þeirri upphæð.

Málið er nefnilega það, sem fólk gerir sér ekki almennt grein fyrir, að Bretar og Hollendingar eru að neyða íslendinga til að borga mismuninn á okkar lögum um innistæðutryggingu, 28.807 Evrur, og sínum eigin reglum um 50.000 Evra tryggingu.

Þessi mismunur, 21.193 Evrur á hverjum innistæðureikningi, kemur íslenska tryggingasjóðnum nákvæmlega ekkert við,  en samt eru kúgararnir að neyða íslendinga til að borga þetta. 

Eins og venjulega segir Steingrímur J. ekki nema hálfsannleika.

Axel Jóhann Axelsson, 8.12.2009 kl. 17:24

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei Axel málið er að aðrar innistæður eiga líka rétt í þessar eignir. Þannig er eignasafnið metið í dag á um 1200 milljarða en Bretar og Hollendingar fá líka í formi forgangskrafa upp í það sem þeir lögðu út í Icesave umfram það sem þeir lánuðu okkur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.12.2009 kl. 17:30

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þannig að hlutur upp í okkar skuldir er um helmingur þess sem innheimtist af þessum 1200 milljörðum

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.12.2009 kl. 17:30

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Steingrímur J.er mesti lygalaupur landsins fyrir utan Jóhönnu Sigurðardóttur.Þetta er eins og hvert annað bull í honum.Enginn veit hvað innheimtist af þessum lánum né hvert þær greiðslur fara.Hitt er klárt Magnús að þú þarft að greiða sjálfur í vexti af Icesave 2 milljónir á ári.Ég er ekki farinn að sjá þig geta það

Sigurgeir Jónsson, 8.12.2009 kl. 17:51

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei ég þarf ekki að gera Sigurjón. Það eru líkur á að Icesave verði komið í 450 milljarða um áramót 2010 til 11 og þá eru ekki vextir af icesave undir 20 milljörðum á ári. Svo slakaðu á Sigurgeir. Held að þú ættir nú kannski að skoða allt það sem stjórnarandstaðan hefur verið að ljúga að fólki. T.d. með 100 milljónir á dag í vexti næstu ár. Steingrímur sagði að innistæðutrygginarsjóður væri þegar búin að leggja kröfur fram í þrotabú Landsbankans vegna vaxta sem þegar eru komnir á Icesave skuldina sem og vegna kostnaðar við Icesave.

Eins þá hafa þau verið að halda því fram að tekjuskattur 75 þúsund einstaklinga fari í Icesave vexti. Þetta er náttúrulega vitleysa ef að þa greiðist á næsta ári um 20% af icesave.

Eins er athyglsvert að Sjálfstæðisflokkur tala nú þvert á við það sem hann sagði í desember fyrir ári.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.12.2009 kl. 18:02

6 identicon

"Eins er athyglsvert að Sjálfstæðisflokkur tala nú þvert á við það sem hann sagði í desember fyrir ári."

Fólk bendir oft á þetta. Mér finnst athyglisvert að SF og sérstaklega VG tali þvert á það sem þeir gerðu þeim vikum og mánuðum fyrir kostningar.

Sjálfstæðisflokkurinn eins sorglegt og það kann að vera, nýtist Íslendingum betur heldur en þinn rusl flokkur sem talar svo hart um að xD geti ekki tekið ábyrgð á fyrrum gjörðum en kannast sjálfur ekki við að hafa verið í ríkisstjórn frá 2007-2009.

Ég hef ekki mikinn áhuga á að fá hægri menn aftur í ríkisstjórn, en hvert á annað að leita þegar vinstri flokkarnir nauðga því litla sem eftir er í íslensku samfélagi og kenna xD um...

Gunnar (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 18:16

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Æ ekki mikið um þessa skoðun þína Gunnar hægt að segja! Hvað hefðir þú viljað að flokkarnir gerðu.  Bjarni Ben segir að við eigum bara að halda okkur við ákvarðanir Alþingis frá því í sumar. En ef viðsemjendur vilja það ekki hvernig er þá hægt að semja?

Síðan minni ég þig á það að við sitjum hér í rústum hugmyndaræði Sjálfstæðisflokksins um frjálst hagkerfi þar sem fyrirtækin fái frelsi til að vaxa og dafna með því að lækka skatta á þau og allt eftirlit. Og svo einkavæðingin. Og þetta saman kostaði okkur sennilega a.m.k. gjaldþrot seðlabankans og icesave. Plús að einkavinum var gefið leyfi til að soga hér verðmæti út úr öllum bönkunum sem og öllum stærstu fyrirtækjum landsins. Og eftir situm við með þessa rúst.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.12.2009 kl. 18:31

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gunnar og smá viðbót! Nú er komið í ljós að öll velmegun okkar sem átti að fylgja þessu módeli Sjálfstæðismanna var bara lánabóla. Ef þú trúir mér ekki. Skoðaðu bara fréttir af heimilum í skuldavanda.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.12.2009 kl. 18:33

9 identicon

Ég veit vel hvað Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin gerði rangt. Núna hefur maður auðvitað séð hverning þessi "snilldar" buisness módel fór úrskeiðis. Þú reyndar tengir það við Sjálfstæðisflokkinn, en þetta þekktist utan Íslands(þó ekki jafn extreme) og tel ég ekki xD alveg nægilega valdamikinn til að hafa áhrif á erlenda fjárglæframenn(þ.e. sem stunda sitt brask utan Íslands).

Það voru MJÖG mörg mistök gerð á Íslandi í seinni tíð, ég held að sama hvaða flokk fólk aðhyllist geti það verið sammála um það. Þeir flokkar sem áttu þar hönd í málum verða einfaldlega að læra af þessum mistökum og sanna sig aftur fyrir almenningi.

Nú það mikilvægasta sem þú segir, þ.e.  "Bjarni Ben segir að við eigum bara að halda okkur við ákvarðanir Alþingis frá því í sumar. En ef viðsemjendur vilja það ekki hvernig er þá hægt að semja?". Ef viðsemjendur okkar eru ekki tilbúnir að semja þar sem báðir aðilar fá eitthvað út úr, þá mega þeir leita réttar síns.

Persónulega hef ég ekki mikið meira að segja um það. Ísland hefur farið langt langt langt fram úr því sem ég tel að við ættum að semja um og ef Bretar og Hollendingar vilja ekki koma til móts við okkur, þá well... Fá þeir ekki neitt nema leita réttar síns. Þetta er auðvitað ekki lausn sem ég vill lenda á, en frekar vill ég þá vera lögsóttur og hafa þar nokkuð góðar lagalegar forsendur í mínu máli heldur en að semja um eins og ég hefði tapað.

Viðskiptaþvinganir eru frekar lítill möguleiki að mínu mati. Hve erfitt hefur það reynst að beita Írönum almennilegum refsiaðgerðum og þeir eru að auðga úran... Ég er frekar til í að Bretar/Hollendingar verði pirraðir út í okkur og við leitum meira til BNA/Asíu heldur en að beygja mig í þessu máli.

Gunnar (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband