Leita í fréttum mbl.is

Ef þjóðin vill fella Icesave! Hvað vill hún í staðinn?

Rakst á þessa færslu hjá Jóhanni Haukssyni hún er samhljóða því sem ég hef verið að segja:

Á vefsíðu InDefence hafa um 32 þúsund einstaklingar skrifað undir svofellda áskorun:

„Ég skora á forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar. Ég tel að það sé sanngjörn krafa að sú efnahagslega byrði sem ríkisábyrgðin leggur á íslenskan almenning og framtíðarkynslóðir þessa lands, verði borin undir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðisgreiðslu.“

Setjum sem svo að forsetinn synji lögunum staðfestingar. Setjum sem svo að ríkisábyrgðin á Icesave skuldbindingunum fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Setjum sem svo að kjósendur hafni lögunum og að ríkisábyrgðin falli þar með úr gildi.

Vaknar þá ekki ofurlítil spurning? Sem sé þessi:

Hvað verður þá til ráða?

Þá gjaldfellur öll Icesaveskuldin.

Íslendingar verða berir að því að vilja ekki endurgreiða fé sem þeir hafa tekið að láni hjá saklausu fólki.

Íslendingar verða lögsóttir.

Þeir gætu þurft að greiða 1.200 milljarða en ekki 700 milljarða.

Einn vinstrigrænn norðan úr landi sagði við mig í dag að það væri allt í lagi. Betra væri að neita að borga og tapa fyrir dómstólum en að samþykkja núverandi Icesave frumvarp.

Ég held að honum hafi verið alvara.
Þá má velta því fyrir sér ef að þjóðin samþykkir ekki Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu! Hvað þá? Segjum að næsta ríkisstjórn mundi þá fara aftur og semja við Breta og Hollendinga og gera einhverjar breytingar á samningnum. Á þá aftur að bera hann undir þjóðaratkvæði? Og við fellum hann þá? Á þá aftur að fara og semja við Breta og Hollendinga? Sér fólk ekki hvað þetta er vitlaust! Og hvaða þjóðir haldið þið að vilji taka þátt í þessu? Nú auðvita verðum við bara rukkuð með öðrum hætti og harkalegri

 

Auk þess vildi ég benda á að þar sem að Bretar og Hollendingar borguðu ekki út Icesave fyrr en við vorum búin að lýsa því yfir að við ætluðum að borga innistæðutrygginar bæði í Bretlandi og Hollandi aficesave, þá eru þeir væntanlega í fullum rétti að hefja innheimtuaðgerðir eða tryggja greiðslur með því að frysta eignir upp í þessar skuldir, Þar til dómur er fallinn. Auk þess verður innistæðutrygginarsjóður gjaldþrota og því engin vörn fyrir sparifé okkar nema yfirlýsinga ríkisstjórnarinnar sem menn andstæðir að greiða Icesave, segja að sé ekki bindandi. Þetta segja menn að minnsta kosti um yfirlýsingar Geirs og Árna frá því október í fyrra. Eins og þessa hér og  hér.

 

Þá má velta því fyrir sér ef að þjóðin samþykkir ekki Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu! Hvað þá? Segjum að næsta ríkisstjórn mundi þá fara aftur og semja við Breta og Hollendinga og gera einhverjar breytingar á samningnum. Á þá aftur að bera hann undir þjóðaratkvæði? Og við fellum hann þá? Á þá aftur að fara og semja við Breta og Hollendinga? Sér fólk ekki hvað þetta er vitlaust! Og hvaða þjóðir haldið þið að vilji taka þátt í þessu? Nú auðvita verðum við bara rukkuð með öðrum hætti og harkalegri!

Síðan finnst mér furðuleg framkvæmd á skoðanakönnun fyrir fjölmiðil að spyrja:

Svarendur í könnuninni voru 924 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára og voru þeir valdir handhófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.

Það er ekki skýrt hvernig þessi hópur þeirra er samsettur upprunalega. 


mbl.is Meirihluti vill kjósa um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Maggi í gær var birt skoðanakönnun sem sýnir að 70% þjóðarinnar vill láta fella Icesave. Ég veit að þú skilur ekkert í því af því að flokkurinn þinn góði, vill láta samþykkja Icesve, og vildi einróma láta samþykkja hann án þess að lesa hann yfir í upphafi. Hefur þessi mikli meirihluti rétt fyrir sér eða gæti verið að hinn harði kjarni flokksnúða Samfylkingarinnar hafi rangt fyrir sér.

Þú spyrð hvað gerist ef við samþykkjum ekki? Ég veit að þú hefur ekki grun um það. Maggi þá kemur að næsta stigi. Nú skaltu setjast niður áðu en þú skrifar og kynna þér rök og gagnrök í þessu máli. Niðurstaðan er auðvitað gefin. Þú kemur með niðurstöðu sem Samfylkingin styður. Það hefur ekkert með þjóðarhag að gera.

Sigurður Þorsteinsson, 10.12.2009 kl. 07:24

2 identicon

Algerlega sammála Sigurðar.  Maggi þú ert skælandi og vælandi utaní alla aðra flokka en Samfylkinguna.  Hættu þessari vitleysu og finndu þér eitthvað annað að gera.  Við skriftir ert þú svo sannarlega ekki á heimavelli.

ÞJ (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband