Leita í fréttum mbl.is

Lausn á Icesave?!

Var að lesa 2 færslur sem mér finnast helvíti góðar og lýsa málflutningi margra hér á blogginu og á Alþingin þessa dagana. Og mér sýnist að stór hluti þjóðarinnar sé farin að trúa.

Fyrst vil ég vitna í færslu eftir Emil Hannes Valgeirsson

Þetta er hugmynd fyrir framsóknarflokkinn og skyndilausnir þeirra. Sem og að þetta ætti að ganga vel í Indefence.

Hann segir m.a. 

Segjum að það sé þannig eins og sumir vilja halda fram, að íslenska ríkinu beri engin skylda til að ábyrgjast innstæður á útibúum einkabanka erlendis, má þá ekki líta á svona ICESAVE reikninga sem alveg tilvalda leið fyrir íslenska banka í framtíðinni? Ef íslenskur einkabanki þarf að fjármagna sig með innlánum er miklu sniðugra fyrir okkur að hann leiti til almennings erlendis, því ef bankinn fer yfirum þá þurfum við ekkert að bera neina ábyrgð, jafnvel þótt peningarnir renni beint til Íslands.

Og síðar í þessari stórgóðu pælingu segir hann:

Ef skilningur þeirra sem telja okkur ekki bera neina ábyrgð er réttur, þá hefðu íslensku bankarnir kannski átt að vera miklu duglegri við að plata fólk til að leggja sparnaðinn í útibú íslenskra banka og kannski hefði bankakerfið okkar bjargast ef svona ICESAVE reikningar hefðu slegið í gegn í allri Evrópu. Reyndar þótti ICESAVE lengi vera alger snilld þangað til einhverjum datt í hug að við þyrftum að borga aumingjans fólkinu til baka sem var svo vitlaust að treysta íslenskum banka til að ávaxta peningana sína. ICESAVE átti aldrei að vera nein góðgerðastofnun því til þess var fyrst og fremst stofnað til að fjármagna Landsbankann þegar harðna tók í ári, en dugði því miður ekki til.

Í framhaldi af þessu vil ég leggja til að ef svo fer að við berum enga ábyrgð á ICESAVE þá ættum við að einkavæða Landsbankann hið snarasta, skipta kannski um nafn á honum og fá almenning erlendis til að leggja aleigu sína í útibú bankans með loforði um metávöxtun. Ef bankinn fer yfirum þurfum við engar áhyggjur að hafa, því tjónið verður ekki okkar. Við getum kannski ekki leikið sama leikinn aftur í Bretlandi eða Hollandi, en hvað um Bandaríkin? Þar er mikið af fólki sem hægt er að féfletta.

Síðan fer hann að tala um siðferðishlið á þessu máli en það vilja andstæðingar Icesave ekkert lesa um.

Seinni greinin er bréf sem Egill Helgason birtir eftir Andra Haraldsson en þar segir m.a. 

En þetta verður svo miklu verra og svo miklu vitlausara því meira sem maður hugsar um það.  Og um allt Ísland er fólk sem er alveg stórhlessa á því að “ríkið sé að ábyrgjast Icesave.”  Bankakerfið sem hrundi var 20-30 sinnum stærra heldur en Icesave, lang mest af því tapi fellur utan Íslands.  Kostnaður ríkisins við að taka á sig Landsbankann gæti orðið stærri en Icesave, sérstaklega ef enginn er að passa kassann.  Kostnaður ríkisins af ástarbréfunum er áætlaður um 300 milljarðar króna.  En við skulum eyða öllum tímanum í að kvarta yfir Hollandi og Bretum.  Þetta er allt þeim að kenna, þeir áttu að stoppa okkur.  Og ef það er ekki þeim að kenna, þá er það ESB að kenna að leyfa okkur að taka þátt í Evrópumarkaðnum en gefa okkur ekki barnaútgáfuna af lögunum þeirra sem skýra úthvernig innistæðutryggingar virka alls staðar í heiminum síðan í heimskreppunni 1929.

Og síðar segir hann:

Og til að klára vænisýkina og ljúka þessu bulli.  Hættið að segja að “útrásarvíkingarnir” hafi gert þetta.  Að “bankarnir” hafi gert þetta.  Það kann að vera að siðlausir menn hafi farið ránshendi um landið.  En það voru engar byssur að höfði nokkurs.  Það voru engir gíslar teknir.  Virðist helst að þetta hafi allt verið löglegt.  Semsagt, Ísland — sjálfstætt fólk — bjó þannig um hnútana að nokkur fyrirtæki gátu keypt upp alla skynsama hugsun í landinu, bundið hana á klafa græðgi og sjálftöku.  Valsað um og tekið ótæpilega áhættu, sem þegar kom að leikslokum, þeir svo reyndu að sleppa undan með því að ryksuga upp sparifé fólks í öðrum löndum.  Og þetta ástand, þetta hræðilega ástand að landið er nú í raun komið í greiðslustöðvun, er hverjum að kenna öðrum en Íslendingum?  Kannski Hollendingum sem reyndu að telja íslenskum yfirvöldum trú um að Icesave væri glapræði?  Danske Bank sem sagði íslensku bankana á barmi gjaldþrots?  Bretum sem höfðu haft í hótunum við Ísland vegna Icesave og reynt að koma reikningunum undir sína lögsögu?  European Central Bank hvers yfirmaður hótaði að knésetja alla íslensku bankana ef ólögleg viðskipti þeirra við ECB hættu ekki tafarlaust?

Hvet fólk til að lesa þessa pistla. Báðir mjög góðir.


mbl.is Bullundirskriftum fækkar stórlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Rosa sniðugt!

Ef Icesave verður samþykkt þá verða allir einkabankar í raun ríkistryggðir að fullu og geta sópað til sín innlánum að geðþótta og vild, þetta er það sem Icesave snýst um.

Einhver vogunarsjóður í Bandaríkjunum er komin í einkabanka" business" á Ísland með 100% ríkisábyrgð á innlánum!!.

Sumir eru ekki búnir að fatta það ennþá að EES/ESB alþjóða samkeppni á bankamarkaði, þar sem BANNAÐ var að ríkin bæru ábyrgð svo að samkeppni myndi ekki SKAÐAST, er bara eitt mega epic flopp, svo á bara að redda því með slagorðinu,"Þú tryggir eftirá, í boði almennings"

Í huga sumra þá er samþykkt Icesave lykilatriði svo að ESB hafni ekki aðildarumsókn Íslands, allt þrugl um siðferði, skyldur og lög er bara bull til að hylma yfir þessu raunveruleika.

Eggert Sigurbergsson, 13.12.2009 kl. 05:41

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda þér á að í rökræðum á athugasemdakerfinu hjá mér í fyrri færslum vitnaði einhver sem var á móti mínum skoðunum í skýrslu um innistæðutrygginar og þar kemur fram að margar þjóðir EES eru með ríkisábyrgðir á innistæðutryggingum. Ríkisábyrgð er ekki bönnuð. Það hverri þjóð frjálst hvernig hún skipuleggur innistæðutryggarkefið.

Danmörk:
Framlög frá ríkisstjórn: Nei
Ríkisábyrgð: Já, Fjármálaráðherra má veita ríkisábyrgð á lánum sjóðsins.
Leyfi til lántöku: Já

Þýskaland:
Framlög frá ríkisstjórn: Nei
Ríkisábyrgð: Nei
Leyfi til lántöku: Já

Frakkland:
Framlög frá ríkisstjórn: Nei
Ríkisábyrgð: Nei
Leyfi til lántöku: Já

Austurríki:
Framlög frá ríkisstjórn: Nei
Ríkisábyrgð: Já
Leyfi til lántöku: Já

Holland:
Framlög frá ríkisstjórn: Nei
Ríkisábyrgð: Nei
Leyfi til lántöku: Nei

Bretland:
Framlög frá ríkisstjórn: Nei
Ríkisábyrgð: Nei
Leyfi til lántöku: Já

Eins og sjá má er þetta fyrirkomulag mismunandi milli landa. Þetta sýnir þó svart á hvítu að dírektív 94/19/EEC gerir ekki sjálfkrafa ráð fyrir ríkisábyrgð ef sjóðurinn tæmist, einfaldlega vegna þess að í löndum á við Frakkland, Bretland og Hollandi er það beinlínis bannað...

Í USA er ríkisábyrgð á öllu innistæðum. Og innistæðutrygginarsjóður tekur yfir fallnar stofnanir þegar svo skeður.

Hugmyndin er að vernda innistæðueigendur og síðar koma þessu bönkum aftur í einkaeign. Í Bretlandi hefur ríkið dælt inn fullt af peningum í banka yfirtekið banka og lánað innistæðutryggingarstjóð.

Þetta er bara staðan um allan hinn vestræna heim. EN munurinn er að hér var ekkert fylgst með bönkunum og ekkert gætt að því að hér væri kerfið ekki stærra en svo að við gætum t.d. verið lánveitandi til þrautarvara.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.12.2009 kl. 10:39

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Krafan á Íslandi í dag er heiðarleiki og aukið lýðræði. Lýðræði felst meðal annars í þeim rétti okkar til þess að segja skoðanir okkar án þess að vera refsað á neinn hátt. Þótt ótrúlegt megi virðast eru til einstaklingar í okkar þjóðfélagi sem reyna að trufla eða skaða þá sem eru að koma skoðunum sínum á framfæri. Þeir eru hvorki heiðarlegir né stuðla að virkara lýðræði. Nú stendur yfir undirskriftasöfnun til þess að hvetja Forseta Íslands til þess að skrifa ekki undir lög um ríkisábyrgð á Icesave. Bullarar þola ekki að fólk tjái skoðanir sínar á þennan hátt. Aðeins einn bullari hefur stigið fram og sagt frá því opinberlega að hann hafi annað hvort falsað nöfn inn á undirskriftarlistann eða sent inn bull, og þá væntanlega með falsaðri kennitölu.  Þessi bullari skrifar:

Og ég bendi þér á að þeir sem eru að tala um að kanna færslu á hverri ip tölu að nú á 3 tímum er ég búinn að skrá athugsemdir úr 3 tölvum á 3 ip tölum. Þetta kerfi er bara ekki ásættanlegt miðað við alvöru málsins.

Magnús Helgi Björgvinsson 

Ætlast maðurinn svo til að hægt sé að taka mark að skoðunum hans. Maggi þú ættir að sjá sóma þinn með því að biðjast opinberlega afsökunar á framferði þínu.!

Sigurður Þorsteinsson, 13.12.2009 kl. 14:33

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sigurður ég hef aldrei skráð neitt inn á Indefence.Jú reyndar í haust þegar barátta þeirra snérist bara að því að benda bretum á að þjóðin sem slík var ekki að stela af þeim peningum. 

Ég var að meina hver auðvelt er að skrá sig inn á listann. Þannig að í athugsemdum við færsluna mína þá tók ég til skrifta úr 3 tölvum á þremur stöðum. á innan við 2 tímum. Og því verða svona listar aldrei áreiðanlegir. Því að ef að það er engin staðfesting á skráningum þá geta óprútnir aðilar skráð inn eftir þjóðskrá inn á listann og eru ekki bundnir af ip tölum.

Enda sagði ég:

Hvar get ég kannað hvort að einhver hefur notað mitt nafn og mína kennitölu Carl Jóhann.? Og ég bendi þér á að þeir sem eru að tala um að kanna færstlu á hverri ip tölu að nú á 3 tímum er ég búinn að skrá athugsemdir úr 3 tölvum á 3 ip tölum. Þetta kerfi er bara ekki ástættanlegt miðað við alvöru málsins.

Það vantaði þarna inn hjá mér eitt orð "hér" Þannig að þetta hefur misskilist

Enda bíður inrdefence ekki upp á athugasemdir. Og ekki vildi ég auka fjöldan þar hvorki með réttum eða fölsuðum nöfnum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.12.2009 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband