Leita í fréttum mbl.is

Smá um áróður og hræðslu.

Stjórnarandstaðan hefur haldið uppi linnulausum hræðsluáróðri varðandi Icesave og haldið því fram að við séum dæmd í endalausa fátækt við að ganga í ríkisábyrgð fyrir láni innistæðutryggingarsjóðs. En í málflutningi þeirra hafa þeir alveg komist hjá því að fjalla um afleiðingar þess ef að þeir eða forsetinn skrifar ekki undir.  

Þeir hafa t.d. ekki skýrt út fyrir fólki hvað gerist ef Forsetinn skrifar ekki undir:

  • Það kemur hér tímabil þar sem ekkert verður gert annað en að berjast fyrir ólíkum málstað og ekkert annað verður gert. Svona svipað og er nú.
  • Ef að þjóðin svo fellir málið þá verður stjórnin að segja af sér. Því að þar með væri verið að fella lausn sem unnið hefur verið að síðan í október í fyrra.
  • Þá tekur við stjórnarkreppa nema að Sjálfstæðismenn, framsókn, Hreyfingin og Lilja og Ögmundur og einhverjir 2 í viðbót myndi stjórn.
  • Ef það tekst ekki verður að kjósa upp á nýtt og þá tekur við kannski 3 til 5 mánuðir þar sem að engin þorir að taka erfiða ákvörðun vegna komandi kosninga.
  • Svo vitum við ekkert um viðbrögð Breta og Hollendinga. Við jú þekkjum hvernig þeir brugðust við síðast. Og það var nærri búið að skapa hér neyðarástand. Og staða okkar og fyrirtækjanna er nú ekki beysin í dag.

Þetta er ekki hræðslu áróður frekar en gífuryrði Indefence og stjórnaandstöðunnar um að allir sem segja að við ráðum vel við Icesave sé vitlausir þó það séu óvart allar opinberu stofnanirnar sem koma að þessu máli. Nei Stjórnarandstaðan og "sérfræðingar" hennar vita þetta svo miklu betur. Þeir eru ekkert að stressa sig yfir gjaldþroti seðlabanka sem við verður að takast á við núna. Nei það er Icesave sem líkur eru á að verði greitt allt að 70 til 80% áður en við hefjum afborganir það er miklu mikilvægara. Og þó allar þjóðir EES telji að okkur beri í ljósi þess að það er bannað að mismuna innistæðueigendum eftir búsetu eða þjóðerni að borga innistæðutrygginga, þá eru þessir "sérfræðingar" vissir um að að við þurfum ekkert að borga þetta því að nokkrir Íslenskir lögfræðingar hafa fundið einhvern galla í EES tilskipun. Jafn vel þó ekkert annað land haldi þessu fram.

Þá hafa þeir alveg komist hjá því að fjalla um:

  • Lánshæfismat næstu árin. Og þar af leiðandi hærri vexti á öll lán sem. Bankar, Ríki og fyrirtæki þurfa að taka næstu kannski 5 til 7 ár. Möguleiki á að hærri vextir vegna lægra lánshæfismats sem við borgum, af öðrum lánum sem við þurfum að taka fari langt upp fyrir þann kostnað sem þjóðin ber af icesave. Þe. um 150 til 300 milljarðar. Og eins að allar greiðslur sem hafa komið inn af Eignum Landsbanka sitja í Bretlandi vaxtalausir í Bretlandsbanka nú um 180 milljarðar.
  • Eins að það verða engar ákvarðanir teknar hér næstu mánuði eða ár sem koma okkur af stað aftur. Því að því að engin flokkur þorir að taka óvinsælar ákvarðanir fyrr en eftir kosningar ef þær eru væntanlegar.
  • En fólk gleypir við þessu og trúir þessu mönnum frekar en sérfræðingunum sem vinna að því að koma okkur út úr þessu. Fólki sem bæði hefur þekkingu og reynslu af því að reikna út stöðu okkar.

    Það færi ekki svo á endanum að einhver hópur 20 áhugamanna um að spila með hagsmuni Íslands eins og í fjárhættuspili ásamt stjórnarandstöðunni kæmi nú landinu endanlega á kaldan klaka.


mbl.is Þinghald verður milli jóla og nýárs ef þörf er á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erling Garðar Jónasson

Takk fyrir mörg góð umhugsunar atriði. 

Já það er spilað djarft með heildarhagsmuni þjóðarinnar í valdtafli ábyrgðarmanna hrunsins við þá ríkisstjórn sem nú reynir að sigla þjóðarskútunni af strandstað í var fyrir frekari íhaldsframsóknar stormsveipum.

Og nú eru öll meðul notuð af fullkomnu ábyrgðarleysi. án þess að huga að afleiðingum.

Erling Garðar Jónasson, 12.12.2009 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband